Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
27.2.2010 | 00:09
Mismunar ESB sínum ríkjum eftir styrkleika?
Í telegraph kemur fram skuldir ýmissa ríka tekið saman af OECD. Tölurnar eru % af VLF (verg landsframleiðsla) sjá töflu fyrir neðan
Iceland | 15.7 |
Greece | 12.7 |
Britain | 12.6 |
Ireland | 12.2 |
United States | 11.2 |
Spain | 9.6 |
France | 8.2 |
Japan | 7.4 |
Portugal | 6.7 |
Canada | 4.8 |
Australia | 4 |
Germany | 3.2 |
* Figures from OCED forecast in November 2009.
Það sem vekur furðu mína eru viðbrögð ESB við skuldastöðu Grikkja, þeir fá fulla hörku. En ef við skoðum töfluna þá sjáum við að bæði Bretar og Írar eru á svipuðum stað og Grikkir og síðan á næst þeim kemur Spánn. En vert er að minna á það að samkvæmt reglum myntbandalag ESB þá hafa þau lönd sem hafa Evruna ekki heimild til að hafa hærri skuldir en 3% af VLF
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 23:19
Á ekki að skoða líka ráðherranna?
Nú hefur Hæstiréttur Íslands hafnað kröfu Baldurs Guðlaugssonar um að ákvörðun sýslumanns um að kyrrsetja innistæður hans á bankareikningum yrði felld úr gildi.
En hvað með þá ráðherra sem áttu í SPRON eins og Össur og Árna eiga þeir ekki að fara í skoðun, hvort þar sé eitthvað óhreint í pokanum.
http://visir.is/article/20100226/FRETTIR01/798167049
25.2.2010 | 21:04
Í höftum gróðrarfíkla...
... það er greinilegt að aðaleigendur Glitnis/Íslandsbanki eru gróðrarfíklar, og hugsa aðeins um það eitt og ekkert annað, að græða á sem skemmstum tíma og fara síðan. Fyrir þeim er orðið banki = þægilegir peningar að ná í. Þessir svokallaðir Vogunarsjóðir eru það ekki þeir sem feldu íslensk hagkerfi? Og hafa keyrt önnur við þrotmark og eina markmiðið er að græða! Þarf ekki þjóðfélagið að koma sér upp meira Siðferði í kringum banka.
Sumum af þessum Vogunarsjóðum hafa það flókið kennitölumynstur að það liggur við að maður hugsar er þetta eitthvað mafíufyrirtæki"?. Hvernig getur fyrirtækið sem er með mat uppá 76 milljarða verðið með bókfært mat uppá 100 milljarða, er þetta bara ekki enn ein fléttan fyrir þessa gróðrarfíkla.
![]() |
Vilja selja bankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2010 | 18:09
Líkur á að fá vinning í Lottóinu
Ég var að dunda mér við það að reikna út hversu miklar líkur það væri að fá allar tölurnar í lottóinu og í Víkingalottóinu. Ef ske kynni að ég myndi taka þátt.
Til að vera með öruglega allar tölurnar í Lottóinu þá þarf ég að kaupa 501.942 raðir
Í Víkingalottóinu þá þarf ég að kaup 12.271.512 raðir til að vera með allar réttar. Það gerir um 620 milljónir í greiðslu. Komst að því að bankabókin ræður ekki við það.
Það er greinilegt að með því að kaupa í þessu er ég að kasta peningunum út um gluggann.
Útreikningar byggðir á: n!/r!(n-r)!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2010 | 14:44
Rannsókn á andlitskremum!!!
Bæði heitar konur og kaldir karlar nota andlistkrem og í mörgum tilfellum er keypt eftir nafni og því dýrar því betra á það að vera er sagt.
BBC gerði fræga rannsókn á andlistkremum sem byrjaði í maí 2008 og stóð yfir í mánuð. Í byrjun voru teknar inn nokkrar konur og húðlæknar fegnir til að meta húðina. Síðan fengu konurnar andlitskrem og átti hver kona að bera aðeins ákveði krem á sig í mánuð.
Eftir talið merki voru valin
Nafn | Verð í £ |
Boot's No. 7 Prodect and Perfect | £ 70 |
Dior Capure XP Range | £ 252 |
Nivea Visage | £ 20 |
L'Oréal DermGenesis | £ 70 |
Olay Regenerist Range | £ 80 |
Ómerkt Protect Moisturising Cream | £ 5 |
Og eftir einn mánuð hittu konurnar húðlækninn aftur til að meta ástand húðar eftir mánaðar notkun á sama kremi. Og það merkilega kom í ljós að það var enginn munur sjáanlegur á þeim konum sem notuðu það dýrasta og þeim sem notuðu það ódýrasta. En húðlæknarnir sáu mun á húðinni á að hafa notað andlitskrem. En það dýrast var ekki endilega það besta. Þannig konur ódýrt er líka gott
Viðskipti og fjármál | Breytt 17.2.2010 kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010 | 22:17
Framtíð íslenskt viðskiptalíf...
Á hinu árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem bar yfirskriftina Er framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf" Ég vil spyrja á móti er nokkur framtíð í viðskiptalífi ef aðilar eru báðumegin við borðið og finnst það bara ekkert rangt? Hversu mikil spilling er í hinu íslenska viðskiptalífi? Í raun ætti Viðskiptaþingið að bera yfirskriftina Siðferði í viðskiptum - Hvernig vinnum við traustið aftur"
Í dag er algjört vantraust á milli manna í viðskiptum og ekki bætir það að sjá siðferðispilta einstaklinga hygla sér og sínum, og þeir geta bara sent inn reikning sem er á þeirri stærðargráður að einstaklingur með meðal stærð af fyrirtæki gæti bara verið stoltur af slíkum reikningum. Og við bara borgum og borgum án þess að gera nokkrar athugasemdir yfir slíkum spillingargaurum. Í raun má líkja þeim við úlfa í sauðagæru.
![]() |
Er framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2010 | 00:22
Íslandspóstur og markaðsstaðan
![]() |
Misnotaði sennilega markaðsráðandi stöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 14.2.2010 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.12.2009 | 03:47
Karlar vs. Konur í stjórnun
Allt fram að níunda áratug 20. aldar var einblínt á karlkyns stjórnendur.
Margvíslegar rannsóknir hafa sýnt fram á kynjamun í stjórnunarstíll og eru t.d.:
- Orðanotkun og tjáskipti ólík
- Konur gjarnari á að tjá innsæi, íhugun, tjá tilfinningar og vinna í hóp
- Vinnutími og umræðuefni karla útiloka konur frá lykilstöðum
Rannsókn Fox og Schumanns (1999) á 500 yfirmönnum (city managers) stofnanna á vegum borga í Bandaríkjunum kom í ljós eftirfarandi:
- Karlar sóttu frekar í starfið vegna launa og hlunninda
- Konur duttu frekar inn í starfið
- Konur voru mun líklegri en karlar til að segja að samskipti við bæjarbúa og bæjarstjórn, og hvetja starfsfólk séu mikilvægustu þættir starfsins
- Ákvarðanataka karla mótaðist að mestu af áhrifum eigin starfsfólks
- Ákvarðanataka kvenna mótaðist að mestu af fjárhagsramma, hefðum bæjarfélagsins og almenningsáliti
- Konur voru líklegri til að hvetja til þátttöku bæjarbúa og hafa hag bæjarfélagsins að leiðarljósi
Önnur rannsókn var gerð á meðal stjórnenda í einkafyrirtækjum og út úr því kom eftirfarandi:
- Konur hvetja frekar til þátttöku en karlar
- Þær deila frekar völdum og upplýsingum en karlar
- Þær eru betri mannþekkjarar en karlar
- Þær veita frekar hrós en karlar
- Þær veita blíðlegri" fyrirmæli en karlar
- Þær eru gjarnari á að leita málamiðlana en karlar
- Þær skynja betur þarfir starfsfólks en karlar
Það er greinilega ljóst að íslensk þjóðfélag þarf að fá fleiri konur í stjórnendastöður, þannig að markviss og góð stjórnun haldist í hendur.
Ég vil bara spyrja kvenþjóðina: Til hvaða aðgerða geta konur gripið til að bæta stöðu sína innan fyrirtækja og aukið möguleika á að hljóta æðstu stjórnunarstöður?
Áfram konur í stjórn
Viðskipti og fjármál | Breytt 14.2.2010 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)