Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Eru trúarbrögð á leið til heljar?

Þetta datt mér í hug varðandi þroskahömlu stúlkuna í Pakistan. Hvar er manngildið hjá þessum svokölluðu trúabrögðum? Trúabrögð geta ekki drepið í nafni Guðs hefur einhver fengið bréf frá honum til þess að framkvæma þennan vilja? Er það ekki bara að það eru einhverjir karlskarfar sem vilja stjórna og nota trúna til þess og manngildi sjónamið þeirra er þeirra eigið rassgat „hér stjórna ég". Með því að hafa svona karlskarfa sem eru með mikilmenskubrjálæði í stjórnun en gleyma kjarna trúarinnar sem er manngildið.  Með því því að láta svona apa stjórn í nafni trúar þá er trúin á leiðin niður til heljar. Eru þessir trúarskarfar ekki að leiða hin venjulegan einstakling í ánauð og gera um leið  landið meira fátækara?

Dettur einhverjum í hug að Kristin þroskaheft 11 ára stúlka hafi vanhelgað kóraninn, þá get ég spurt á móti hvaðan fékk hún þessa bók?  Var þetta ekki bara sett á svið til að geta refsað annarri trú?

Allir þeir sem nota trúabrögð fyrir sitt pólitíska egó þurfa að hlusta á orð Krists „þú sér alltaf flísina í augum náunga þíns en ekki bjálkan í þínu eigin auga". Þetta eru orð sem öll trúabrögð þurfa að hugleiða.

Hið fallega lag Near my God


mbl.is Handtóku 11 ára þroskahamlaða stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er fullkomnað

Lengra verður ekki komist í að nenna ekki að hreyfa sig, það er miklu betra að nota símann eða farsíman. Núna er komið í Frakklandi fyrir kaþólikka skriftir í gegnum símann og þá að sjálfsögðu verður tekið gjald fyrir það. Ef ykkur hefði dottið í hug að það væri frítt, þá hafið þið greinilega ekki fylgst með tímanum í dag kostar allt peninga. En sem betur fer er ekki boðið uppá syndaaflausn. Ég get alveg séð hvernig það hefði orðið „Standandi yfir líkinu og hringt og fengið syndaaflausn í hvelli á 100 kall."
mbl.is Símaskriftir mæta gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband