Færsluflokkur: Kjaramál

Bull hækkun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands

Þetta prumpulið sem kosið var á Alþingi var að fá mjög góða kauphækkun.  Þingmenn eru að fá kauphækkun upp á kr.340.000 fer í 1.101.194 (rúmlega 44% hækkun). Þessi hækkun er rúmlega tvöfalt hærra en öryrkjar fá á mánuði frá Tryggingastofnun. Forsætisráðherra fær rúmlega 1/2 milljón í hækkun kringum 35% hækkun. Kauphækkun hjá venjulegu fólki var rúmlega 2,5%

Stórhlut af vinnandi einstaklingum eru með lægri grunnlaun en sú hækkun sem þingmenn fá eða kr. 340.000.

Kjararáð er vanstillt ráð því það erum við skattgreiðendur sem þurfum að borga brúsan. Alþingi kaus 3 af þessum 5 en hvar eru skattgreiðendur og fulltrúar frá t.d. ASÍ. Alþingi og ráðherra eru með 4 af 5 sem sitja í Kjararáði. Af þessu brýtur Kjararáð jafnræðisregluna. Þeir sem eru í kjararáði er kosið af þeim sem fá hækkunina þetta gengur ekki upp.

 

Skipan kjararáðs frá 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2018:

Aðalmenn:

  • Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi
  • Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi
  • Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi
  • Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti
  • Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra

Varamenn:

  • Eva Dís Pálmadóttir, kosin af Alþingi
  • Örlygur Hnefill Jónsson, kosinn af Alþingi
  • Ingibjörg Ingadóttir, kosin af Alþingi
  • Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, skipuð af Hæstarétti
  • Þórlindur Kjartansson, skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra

 


mbl.is Laun forseta hækka um hálfa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf eru neytendur RASSSKELLTIR

Það má með sanni segja að við neytendur erum reglulega rassskelltir bæði af þeim sem selja og eða framleiða vörur og þjónustu. Síðustu þrjú ár hef ég haldið bókhald yfir minn kostnað sem dæmi að árið 2010 keypti ég 22% færri bensínlítra en 2009 og núna á þessu ári er ég búinn að ná öðrum 18% færri bensínlítrum.

Fyrir ári síðan hætti ég að kaupa venjulegan ost vegna kostnaðar á pr. kíló og keypti í staðin smurost sem munaði kringum 500 kr. kílóið. Sá sem ég hef keypt er:

a) Smurostur,  framleiðandi: MS Akureyri,  Pakkning: 300 gr., síðasta verð í Bónust var kr. 312

b) Smurostur ný pakkning! framleiðandi MS Akureyri, Pakkning: 250 gr., síðasta verð í Bónus var kr. 314

Er þetta ekki alveg merkilegt! Er þetta ráðið við að halda verðlagi stöðugu er að minnka bara innihaldið í pakkningunni sem þýðir að verð hækkar:

a) kílóverð kr. 1040

b) Kílóverð kr. 1256

Hækkun uppá 20,76% bara með því að breyta umbúðum. Ég vil bara þakka MS á Akureyri og Bónus fyrir þessa góðu rassskellingu til neytenda!


mbl.is Rassskelling eða skynsemi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband