Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

VÍS og endurkaup á eigin hlutum

Til að hækka verð á hlutabréfum eru þekktar tvær aðferðir. Önnur aðferðin er að kaupa eigin hlutabréf við það verða færri bréf til sölu og þau hækka vegna þess. Þessi útgáfa er mjög þekkt t.d. þrír stærstu bílaframleiðendurnir (Chrysler, General Motors og Ford) gerðu þetta árið 1984 til 1985. Sem dæmi að Chrysler keypti 25% af öllu útistandandi hlutum. Hin aðferðin er að nota þetta fjármagn sem nota á til þess að kaupa þessa hluti, og byggja upp arðbærara tekjustreymi í fyrirtækinu sjálfu. Við það hækkar verð á pr. hlut og eigendur hagnast þegar hlutabréfið hækkar í verði. Þessi leið er mun "hollari" fyrir fyrirtækið, því það tryggir öruggann og góðan hagnað í framtíðinni.

Vil bara minna á það að stjórn VÍS vildi borga sér út meiri hagnað en fyrirtæki var með í raun. Það þýðir á mæltu máli að eigendur voru að ganga á eignir fyrirtækisins og við það lækkar verð á hlutabréfum fyrirtækisins. Ef eigendur og stjórn fyrirtækis vill endalaust ganga á eignir fyrirtækisins án þess að hugsa um að byggja það upp, þá er ekki von á góðu fyrir það fyrirtæki.

 

 


mbl.is VÍS heldur áfram endurkaupum á eigin hlutum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Grímsstaðir nýjasti draugabær sem byggður er af Kína???

Þessi spurning getum við svara eftir 5 ár en frægasti Draugbær sem byggður hefur verið var gerður af fyrirtæki frá Kína í Angólu. Hægt er að sjá umfjöllum um þetta hér:

http://www.inquisitr.com/269675/the-angola-ghost-town-built-by-china-pics/

Meðallaun íbúa í Angólu er $2 á dag en hver íbúð kostar $120.000 til $200.000 auk þess eru þarnar verslunarhús (tóm) það þarf nú ekki mikinn reikningshaus til að sjá það að íbúar Angólu get ekki í raun geta aldrei keypt hús í þessum bæ. Því stendur allt autt. Verður Grímsstaðir svona????

Hér getum við séð árangurinn! Gott dæmi þegar ekki er hugsað um hvort sé greiðslugeta fyrir hendi og  hvernig er það menningarsvæði sem byggt er á. Sem dæmi að það tekur íbúa Angólu 164 ár að safna fyrir ódýrustu íbúðinni. Þeir sem eru með Google Earth geta séð borgina þar með því að skrá: Kilamba, Angola sjón er sögu ríkari.

Angóla draugabær 3

Angóla draugabær 1

Angóla draugbær 2

Í þessari borg eru engir glæpir ekkert vandamál, það jú búa þar engir. Miðað við þá skýjakljúfa sem hugsað er um á Grímstöðum ég ætla að vona að það verður ekki nýjasta draugaborgin.


mbl.is Komnir á lokastig með Grímsstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er upprunaskírteini (e. certificate of origin)?

Það segir til um hver upprunni viðkomandi vöru er. Tollayfirvöld óska eftir að fá að sjá slíkt vottorð/skírteini til að fá staðfest að viðkomandi vara er sannarlega framleidd í viðkomandi landi sem flutt er frá. Að öðrum kosti er jafnvel annar tollur á viðkomandi vöru eða eins og í EFTA stofnsamningi þarf viðkomandi vara að vera framleidd þar (stofnsamningur EFTA) til að lenda ekki í öðrum flokki. Ef þið farið í viðkomandi samning og opnið Viðauki A upprunareglur sjáum við hvaða kröfur eru gerðar.

Sem dæmi að innflutningur til aðildarríki innan esb er 7% tollur á öllum vörum sem koma frá löndum fyrir utan esb (nema samningur milli landa segir annað). Auk þess er einstaklingar sem vinnur í fataverksmiðju í Kína með kr. 20.000 á mánuði við þurfum því öll að ganga hægt um gleðinnar dyr og horfa fram á veginn ekki bara á budduna.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Íslenskar lopapeysur eiga að hafa upprunna vottorð til að tryggja öryggi

Mér finnst það með ólikingum að fyrirtæki hér á landi skuli komast upp með það að láta framleiða lopapeysur í Kína og selja það hér á landi og senda út sölubæklinga til mið evrópu og spurning um hver er upprunnaland vörunnar.

Við eigum því að hafa upprunna vottorð á hverri flík sem framleidd er sannarlega hér á landi, því erlendir aðilar treysta því að þær t.d. lopapeysur og húfur sem keyptar eru undir nafni Íslands sé Íslenskt en ekki Kínverskt. Sem dæmi að það fyrirtæki sem keypti Víkurprón er þekkt fyrir að láta framleiða sýnar vörur í Kína, því kemur upp í hugann hvað er íslenskt og hvað er kínverskt?

Ef við höfum ekki upprunnavottorð með pr. flík sem sannarlega er framleidd hér á landi þá getum við lent í því að önnur lönd krefjast sönnunar á að hún er framleidd hér á landi en ekki í Kína. Það skapar traust og öryggi í viðskiptum að við íslendingar tryggjum það að kaupendur þann rétt. Er þetta ekki sama og listaverkafals?


mbl.is Eiga að vera prjónaðar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattlaus áróður eða múturfé?

Allir þeir sem fá styrki hér á landi eins og frá Verkalýðsfélögum þurfa að greiða af þeim skatt til ríkisins. Þennan skatt er settur á skattaskýrsluna og  það er síðan greitt við uppgjör sem kemur í ágúst hvert ár.

Þess vegna finnst mér það með algjörlega ósæmandi að ekki sé greiddur skattur af þessu áróðurs- og mútfé frá esb sem heitir IPA-styrkir. Það á ekki að mismuna aðilum jafnt skal yfir alla að ganga.

Annars er þetta að vera svipað og í lögin í sögunni Animal Farm „Öll dýr eru jöfn" síðan breytti svínin þeim síðar og úr varð „Öll dýr eru jöfn, en sum eru jafnari en önnur"

Krafan er ef IPA-styrkir eru undanþegnir skatti eiga líka styrkir frá Verkalýðsfélögum að vera undanþegin skatti.


mbl.is Frumvarp um IPA-skattleysi lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fríhöfnin og leiðin á að tæma budduna

Hér á árum áður seldi ég vörur til  Fríhöfnarinnar hún t.d. bað aldrei um afslátt og eina verðið sem hún fékk var listaverð heildsalans án virðisaukaskatts. Á meðan við gáfum öðrum búðum tombóluverð og svo spurning hvernær það fengist til baka. Innkaupastefna Fríhafnarinnar eru því kolröng og á að vera miklu harðari og geta gert það vegna t.d. hversu hratt hún greiðir reikningana og auk þess mikil sala. En þar sem þetta er ríkið þá er eins og það er ekki hægt eða sú hugsun að það skiptir ekki máli - þetta selds hvort sem er -

Annað dæmi ég seldi vörur inn á grunnlager hjá fyrirtæki sem hefur/hafði þrjár gerðir af búðum með þremur mismunandi nöfnum og það merkilega var að varan var með þremur mismunandi verði eftir búðum, þótt að ég seldi vöruna inná grunnlager á einu verði. Er þá ekki fyrirtækið að leika sér að markaðinum í krafti stærðar sinnar og auglýsingarmátt?

Frægasta aðferðin í þessu er sú Kínverska. Þegar þeir komu á markaðinn með sveppi í dósum voru svo margar á markaðinum að þeir áttu erfitt að komast inn. Þá lækkuðu þeir verðið svo mikið að 40% - 50% af keppinautunum duttu út og þeir komust þar inn og verðið hækkaði síðan smá saman. Því Kínverjar hugsa ekki í mánuðum heldur árum.

Niðurstaðan er sú að Fríhöfnun þarf að breyta um vinnubrögð og gera kröfur og eða versla sýnar vörur beint erlendis.


mbl.is Sælgætið er oft dýrara í Fríhöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólögleg hækkun!

Þessi 40% hækkun á dreifinu rafmagns á yfirráðasvæði Orkuveitu Reykjavíkur er með öllu ólögleg og stenst ekki.

  • Hækkunin er gerða til að útiloka eðlilega samkeppni á rafmagni.
  • Orkuveita Reykjavíkur fer með algjöra einokun á dreifinu rafmagns á sínu svæði.
  • og 80% af þessum rafmagnsköplum  eru hrein eign og þegar þetta var skipt í sundur á sínum tíma, þá átti að lækka rafmagnið vegna þess að þessi flutningur var inn í því verði, en var ekki gert.

Auk þess við skoðun á ársreikningum OR þá kemur í ljós að það er ekki þörf á allri þessari hækkun t.d. er 7,1 milljarður hagnaður á fyrstu þremur mánuðinum.

Í fyrra var greitt af lánum um á rúmlega 15,3 milljarða en á þessu ári er greiðslan kringum 12,1 milljarða. Skuldir í erlendri mynnt í fyrra voru í kringum 214 milljarða en eru núna í kringum 213 milljarða (vegna styrkingar krónunnar) en bara skuldir vegna Hellisheiðavirkjun er í kringum 40 milljarða. Hún hlýtur að fara að byrja á að taka inn tekjur. Á Eignareikningi eru t.d. skráðar Innbyggðar afleiður í raforkusölu upp á rúmlega kr. 23,6 milljarða.

Vitur maður sagði forðum "Til að sýna öðrum fordæmi, byrjaði á sjálfum þér" hvernig væri að þessi stjórnarformaður sem hækkaði laun um rúmlega 800 þúsund á mánuði lækki þau bara aftur í það sem þau voru áður en hann tók við.

 


mbl.is 28,5% hækkun á gjaldskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær rís Ísland upp?

Miðað við þessar tölur að 22.000 eru í alvarlegum vanskilum og hjá Creditinfo segja þeir að hægt er að tala um 22.000 heimili. Getum við nokkuð tíman risið upp aftur? Það eru skráð 117.228 heimili í landinu og þetta er því um 19% allra heimili. Það getur í raun ekkert bankakerfi risið upp við svona aðstæður því aðaltekjur þeirra er að lána og ekki geta þeir lánað til þeirra sem eru á vanskilaskrá.

Bara sem dæmi að á Reykjanesi eru um 5,2% allra heimila þar að fara eða farið á nauðungaruppboð bara á þessu ári!

Það getur ekki verið að þessi ríkisstjórn sé að horfa á málið með réttum augum! Hún hlýtur að vera með einhverja útgáfu af skilningsleysi. Það þarf að taka miklu stærri og sterkari spor. Það getur ekkert þjóðfélag risið upp ef lungað úr því er að fara í gjaldþrot. 

 


mbl.is Um 22 þúsund á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við búinn að moka nóg í bankahýddina?

Ég var að velta fyrir mér um daginn hvað Ríkisstjórnir í heiminum, væru búin að moka af peningum í þessa banka- og fjármálahýdd. Það má líkja þessu við að þeir koma með stóra trukka og dæli í þá, en það er eins og þeir fá aldrei nóg! Það er samt allt tómt!

En einhverju hluta vegna hafa þeir sem keyptu sín hús og tóku lán hjá þessum bönkum og þó nokkuð margir búnir að missa húsið og aleiguna, en eru samt ennþá í sömu sporum, Þeim er ekki hjálpað! Það er mokað og mokað í bankahýddina en eina sem bankinn gerir er að taka húsið af þeim sem skuldar honum og lokar svo á alla fyrirgreiðslur.

Ég ætlaði að fara að taka saman hvað ríkistjórnir væru búnir að ausa í bankanna þegar ég rakst á grein um þetta á heimasíðu samtaka fjármálafyrirtækja (http://www.sff.is/media/auglysingar/Bjorgunarpakkar_bankakerfi_-_troud_riki_agust_2009.pdf).

Þetta er tekið saman af IMF í ágúst 2009 og kemur t.d. í ljós að á Írlandi er heildar björgunarpakki til bjargar bankakerfinu þar 209% af VLF og í t.d. Bretlandi er hann orðinn 109,9% af VLF (verg landsframleiðsla). Þetta er af þvílíkri stærðagráðu að manni fer að svima, við erum greinilega ekki að nota réttu meðulin á vandamálið. Ef hin venjulegi maður sem er búinn að missa húsið sitt og er gjaldþrota þá rís hann ekki upp aftur fyrr en eftir 5 ár. Eigum við bara endalaust að moka í bankanna og síðan förum við að velta fyrir okkur hvert fara þessir peningar í raun og veru?

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gróðafíkn útrásar lifir góðu lífi

Það er greinilegt að hugsun Icesave er ekki dauð nú geta bónusgreiðslur orðið milljarðar frá NBI (gamli Landsbankinn) er þetta ekki tekið frá þeim sem hafa orðið gjaldþrota.

Er þessi banki sem er búinn að drulla á íslensk þjóðfélag með hundruð milljarða á rassgatinu, ennþá með sömu hugsun að græða nógu mikið, fyrir suma! Banki sem er í raun gjaldþrota gæti síðan borgað út milljarða í bónusa ég spyr nú bara um heilbrigða skynsemi.


mbl.is Starfsmenn NBI eygja vænan kaupauka 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband