Karlar vs. Konur í stjórnun

Allt fram að níunda áratug 20. aldar var einblínt á karlkyns stjórnendur.

Margvíslegar rannsóknir hafa sýnt fram á kynjamun í stjórnunarstíll og eru t.d.:

  • Orðanotkun og tjáskipti ólík
  • Konur gjarnari á að tjá innsæi, íhugun, tjá tilfinningar og vinna í hóp
  • Vinnutími og umræðuefni karla útiloka konur frá lykilstöðum

Rannsókn Fox og Schumanns (1999) á 500 yfirmönnum (city managers) stofnanna á vegum borga í Bandaríkjunum kom í ljós eftirfarandi:

  • Karlar sóttu frekar í starfið vegna launa og hlunninda
  • Konur duttu frekar inn í starfið
  • Konur voru mun líklegri en karlar til að segja að samskipti við bæjarbúa og bæjarstjórn, og hvetja starfsfólk séu mikilvægustu þættir starfsins
  • Ákvarðanataka karla mótaðist að mestu af áhrifum eigin starfsfólks
  • Ákvarðanataka kvenna mótaðist að mestu af fjárhagsramma, hefðum bæjarfélagsins og almenningsáliti
  • Konur voru líklegri til að hvetja til þátttöku bæjarbúa og hafa hag bæjarfélagsins að leiðarljósi 


Önnur rannsókn var gerð á meðal stjórnenda í einkafyrirtækjum og út úr því kom eftirfarandi:

  • Konur hvetja frekar til þátttöku en karlar
  • Þær deila frekar völdum og upplýsingum en karlar
  • Þær eru betri mannþekkjarar en karlar
  • Þær veita frekar hrós en karlar
  • Þær veita „blíðlegri" fyrirmæli en karlar
  • Þær eru gjarnari á að leita málamiðlana en karlar
  • Þær skynja betur þarfir starfsfólks en karlar 


Það er greinilega ljóst að íslensk þjóðfélag þarf að fá fleiri konur í stjórnendastöður, þannig að markviss og góð stjórnun haldist í hendur.

Ég vil bara spyrja kvenþjóðina: Til hvaða aðgerða geta konur gripið til að bæta stöðu sína innan fyrirtækja og aukið möguleika á að hljóta æðstu stjórnunarstöður?

Smile Áfram konur í stjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband