Er þetta allt og sumt sem Breivik fær?

Ég bjóst við þyngri dóm en þessum 21 ár. Einstaklingur sem drepur 77 manns og eyðileggur mannvirki fyrir milljarða að hann skuli bara fá 21 ár sem þýðir að fyrir hvert mannslíf fær hann 3,2 mánuði í fangelsi. Dómurinn þarf að fara X ár fyrir manndráp * 77 = fjöldi ára í fangelsi. Þarf ekki að fara að endurskoða þennan lífstíðardóm!

Að dómarar skulu aðeins meta hvert mannslíf á 3,2 mánuði er í raun sorglegt. Þannig er betra fyrir þig að drepa sem flesta því þú færð vægari dóm miðað við pr. einstakling. Þannig er hætta á að Breivik verði góður viti fyrir einstaklinga með lausa skrúfu að fara sömu leið og hann.


mbl.is Breivik sakhæfur og fer í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þegar þú reiknar þetta svona er þetta hrikalegt, eða enn hrikalegra öllu heldur.

Teitur Haraldsson, 24.8.2012 kl. 09:15

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er rétt Teitur. Ef við horfum á þetta frá öðrum augum segjum að einhver nauðgar stúlku og drepur hana svo á hrottalega hátt, hann myndi „örugglega" fá 12 ár + þá að hámarki 21 ár. En Breivik drap 77 það er ekkert jafnvægi í þessu.

Ómar Gíslason, 24.8.2012 kl. 09:21

3 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Það verður að fara að lögum þrátt fyrir að Breivik hafi ekki gert það. 21 ár er hámakrs refsing fyrir norkst réttarkerfi, eins og kemur framm í fréttini er 5 ára endurskoðun eftir það, þannig að í raun geta þeir haldið honum endalaust þarna inni.

Ekki ertu að leggja til að þessi réttarhöld hefðu verið eins og voru gerð yfir Nicolae Ceausescu, þar sem var lesið yfir honum í smá stund hann leiddur út og skotin til bana ásamt konu hanns, þá erum við engu skárri en hann.

Pétur Eyþórsson, 24.8.2012 kl. 09:59

4 identicon

Sælir. þetta er bara rétt reiknað. 77 deilt með 21 og þá er þetta útkoman. það er ekki hægt að reikna þetta á annan hátt. Enn ég las grein eftir mann sem sagði þetta um þessa týpu sem þessi Breivik er.

þetta er það sem kallað er frægðarmorðingi. Alveg eins og margir á undan honum hafa verið og þá flestir í USA enn líka í Evrópu reyndar. hjá þessum mönnum gengur allt út á þetta. að ná sem flestum og komast svo í fréttir og fá svo aðdáenda bréf til að lesa og auðvitað svara.

Til að stoppa aðra í þessu í framtíðini er bara eitt ráð til. þessa menn má aldrei greina á nafn. það má aldrei lofa þeim að tjá sig við nokkurn mann heldur. þegar búið er að yfirheyra þá og finna samverka menn ef þeir þá eru til þá á að fara með þá út í sveit og skjóta þá í hausinn og henda svo í ómerkta gröf eða bara e h öskuhauga og aldrei að tala um þá framar. Ef þetta væri gert yrði engin frægur og þetta mundi stoppa.

óli (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 10:10

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og Pétur segir þá er hámarksrefsing samkvæmt Norskum lögum 21 ár alveg eins og hámarksrefsing hér á landi er 16 ár.  Reyndar er, sem er einsdæmi í Norskri réttarsögu, fyrir að dómurinn verði "framlengdur" að afplánun lokinni.

Jóhann Elíasson, 24.8.2012 kl. 10:13

6 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég myndi leggja þetta þannig að fyrir hvert morð 8 ár sinnum 77 = 616 ár í fangelsi.

Hámarksrefsing 21 ár legg ég útaf fyrir hvern verknað sem síðan er hægt að leggja saman. Það er ekkert jafnvægi að einstaklingur sem drepur 2 fær sama dóm og sá sem drepur 77 eða fleiri.

Ómar Gíslason, 24.8.2012 kl. 10:18

7 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

@Pétur Eyþórsson

Það er allt í lagi að vera með hámarksrefsingu 21 ár, en það þarf að vera fyrir hvert brot. Með þessum dómi er Breivik að fá magnafslátt af manndrápum.

Það er ekkert sem segir að hann verði ekki látinn laus úr fangelsi eftir 21 ár.

Einnig er óskiljanlegt að hann fái einhverja sérmeðferð í fangelsinu og fái að vera í einangrun, geta allir fangar fengið að velja um hvort þeir eru í einangrun eða ekki? Maðurinn á bara að fara í almennt fangelsi eins og aðrir. Það er ekki okkar mál að hann sé mest hataðisti maður í Noregi, þetta var hans val.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 24.8.2012 kl. 10:30

8 Smámynd: Teitur Haraldsson

Innilega sammála meirihlutanum.

Það er ekki sami glæpur að drepa fleiri en eina manneskju, það er sitt hvor glæpurinn (þótt verknaðurinn sé sá sami).
Þetta þarf að laga, þetta er kennslan sem þarf að taka af þessu.

Já og auðvita eins og "Óli" segir. Í raun er Breivik að fá nákvæmlega það sem hann vildi/vill.

Teitur Haraldsson, 24.8.2012 kl. 15:39

9 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er rétt hjá þér Teitur og Óli Breivik fær þann dóm sem hann vildi.

Ómar Gíslason, 24.8.2012 kl. 18:09

10 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ég get lofað ykkur því að þeir munu framlengja dóminn alveg þanga til hann drepst.

Og ef svo ólíklega fer að honum verði sleppt úr haldi þá mun einhver taka það að sér að kála honum á fyrsta degi.

Hann vill sjálfur vera í einangrun í fangelsinu vegna þess að hann óttast um eigið öryggi. Ég er ekkert svo viss um að hann sjálfur vilji fá frelsið aftur.

Hallgeir Ellýjarson, 24.8.2012 kl. 20:55

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ekki leika svona með tölur fáfræðinga Ómar, við vitum öll að Breivik verður aldrei laus.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.8.2012 kl. 03:37

12 Smámynd: Ómar Gíslason

Er líf einstaklings þér einskins virði Anna sá sem lést nr. 77 á hann ekki að krefjast sama dóms og sá sem er nr. 1. Er í raun hægt að tala um afslátt miðað við fjölda eins og gert er í þessu tilfelli að ekkert jafnvægi ríkir miðað við brot. Væri ekki heiðarlegt gagnvart þeim sem létust af hans völdum að hann fengi þann dóm að fara aldrei úr fangelsi nema í svartri kistu. Það er um leið skýr skilaboð til annarra siðferðisblinda einstaklinga að þetta skeður. En hver er að segja að hann fái ekki reynslulausn vegna góðra hegðunar með upplýsingaól um fótinn? Þess vegna er best að hafa hreinarlínur til að fyrirbyggja allan misskilning og um leið að sýna öðrum af hans meiði að þetta er dómurinn. Hann fékk jú þann dóms sem hann barðist fyrir að vera dæmdur sakhæfur en ekki að vera vanheill á geði.

Ómar Gíslason, 25.8.2012 kl. 08:55

13 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ómar ertu þeirrar skoðunnar að norðmenn hefðu ekki átt að fara eftir lögum í þessum málaferlum?

Eftir því sem ég best veit er ekki hægt að breyta lögum aftur í tímann.

Annars var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi en samkvæmt norskum lögum má viðkomandi sækja um reynslulausn eftir 21 ár. Það er samt heimild fyrir því að hafa viðkomandi inni til æviloka og ég er viss um að henni verði beitt í þessu tilfelli.

Norðmenn geta breytt lögunum núna svo þau gildi fyrir framtíðarglæpi en eins og ég benti á fyrir ofan þá geta slík lög ekki náð aftur í tímann.

Og nei dauðarefsingar minnka ekki morðtíðni og helsti gallinn við þær er að það endar alltaf með því að saklaust fólk er tekið af lífi. Þú getur ekki dregið til baka dóm þegar viðkomandi er dauður.

Hallgeir Ellýjarson, 26.8.2012 kl. 09:47

14 Smámynd: Ómar Gíslason

Sæll Hallgeir. Ég er sammála þér að dauðarefsinga minnka ekki morðtíðni eins og þú bendir á að gallarnir eru að saklaust fólk hafi verið tekið að lífi í t.d. BNA. Dómarnir fóru ekki eftir lögum þar sem hámarkið er 21 ár en þeir bættu við að heimila 5 ár í viðbót. Ég er alveg sammála þér að ég efast um að hann verði nokkuð sinnum laus. Ef við hörfum á málið í heild með sprengunni og morðunum þá í raun ná engin lög um þetta í Norskulögum, þannig að lögin njóta jafnræðis miðað við verknaðinn/ina og þar sem þetta er mál á sér ekki hliðstæðu í Noregi þá hefðu dómararnir að ganga lengra og taka af allan vafa fyrir framtíðinna. Norðmenn hljóta að breyta lögunum og taka inn hryðjuverkalög. Þegar Hæstiréttur á Íslandi dæmir þá er það „fordæmisgefandi mál" það má því segja að þessi dómur í Noregi er núna orðið „fordæmisgefandi" fyrir fleiri sem kunna að koma, nema þeir breyti lögum sem ég vona fyrir Norskt samfélag. Svolítið skrítið að geta verið laus eftir 21 ár fyrir glæpi sem eru út fyrir allt sem hægt er að tala um.

En hvað verknað gerði Breivik? Er þessi verknaður ekki hryðjuverk gagnvart Norsku samfélagi? Bendi á sprengjuna í Kings Cross og eins lestasprengjuna á Spáni á svipuðum tíma. Mörg lönd mundu fara með þetta sem hann gerði sem hryðjuverk bara sprengjan ein og sér. Breivik sagð: „verið að refsa stjórnvöldu fyrir" (að mig minnir).  Hefðu dómararnir átt að dæma eftir slíku?

Hvers vegna áttu dómarar að dæma hann alla tíð í fangelsi án reynslulausn? Það er vegna þess að fyrir mér er Breivik siðferðisblindur. Í hans huga núna er hann sigurvegari „fékk Ólympíugullið" með því að vera dæmdur sakhæfur en ekki vanheill á geði (þess vegna brosti hann þegar hann heyrði það). Fyrir honum er það sönnun að hann gerið allt rétt og hann sér ekki eftir þessum atburði. Myndin sem hann ber af sjálfum sér í sínum huga er ekki sú sama og við sjáum af honum, tilfinningar fyrir einhverju eru ekki til það er aðeins þess afstaða sem knýr hann áfram og heldur honum gangandi.  Til þess að aðrir eins og hann fari ekki og reyni að herma eftir honum þá þarf að hafa hrein skilaboð til þeirra.

Sem dæmi að í ákveðnum hverfi í Osló er kringum 90% innflytjendur (RÚV) gæti þá einhver ekki verið að hugsa hvernig væri að refsa þessum innflytjendum og setja nokkrar sprengjur í það hverfi? Ég ætla bara að vona að Noregur fari og endurskoða lög sín um þetta til þess að aðdáendur þessa manns fari nú ekki að gera svipað.

Ómar Gíslason, 26.8.2012 kl. 21:05

15 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég hefði ekki verið undrandi ef dómurinn hefði orðið:

Alla tíð í fangelsi án reynslulausnar. Allar eigur hans gerðar upptækar sem eru andfélagslegar gerðar (opnað til sýnis í þjóðskjalasafni eftir 10 ár) og allar síður hans á netinu læstur í 10 ár gert til þess að tryggja að aðdáendur hans geri hann ekki að guði. Dómurinn hefur þurft að vera bæði að dæma verknaðinn og hindra að menn af hans meiði fari ekki að apa eftir og geri hann að dýrlingi.

Ómar Gíslason, 26.8.2012 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband