Verður Grímsstaðir nýjasti draugabær sem byggður er af Kína???

Þessi spurning getum við svara eftir 5 ár en frægasti Draugbær sem byggður hefur verið var gerður af fyrirtæki frá Kína í Angólu. Hægt er að sjá umfjöllum um þetta hér:

http://www.inquisitr.com/269675/the-angola-ghost-town-built-by-china-pics/

Meðallaun íbúa í Angólu er $2 á dag en hver íbúð kostar $120.000 til $200.000 auk þess eru þarnar verslunarhús (tóm) það þarf nú ekki mikinn reikningshaus til að sjá það að íbúar Angólu get ekki í raun geta aldrei keypt hús í þessum bæ. Því stendur allt autt. Verður Grímsstaðir svona????

Hér getum við séð árangurinn! Gott dæmi þegar ekki er hugsað um hvort sé greiðslugeta fyrir hendi og  hvernig er það menningarsvæði sem byggt er á. Sem dæmi að það tekur íbúa Angólu 164 ár að safna fyrir ódýrustu íbúðinni. Þeir sem eru með Google Earth geta séð borgina þar með því að skrá: Kilamba, Angola sjón er sögu ríkari.

Angóla draugabær 3

Angóla draugabær 1

Angóla draugbær 2

Í þessari borg eru engir glæpir ekkert vandamál, það jú búa þar engir. Miðað við þá skýjakljúfa sem hugsað er um á Grímstöðum ég ætla að vona að það verður ekki nýjasta draugaborgin.


mbl.is Komnir á lokastig með Grímsstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja tæplega er líklegt að fólk vilji vera þarna á vetrum á þessum illviðrasama og kalda stað.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 11:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann ætlar sér að byggja 100 lúxusvillur á jörðinni, er hann búin að fá byggingarleyfi fyrir því?  Þetta verður eitthvað skrautlegt og ætla þessir sveitastjórar að bera ábyrgð á því ef allt fyllist hér af kínverjum þeim er ekki skotaskuld úr því að verða tíu sinnum fleiri en við á örskammsstundu.  Og fá kínverjar að flytja til landsins frekar en fólk frá Ameríku og öðrum löndum utan Evrópu?  Eða er maðurinn algjörlega að fara fram úr sjálfum sér?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2012 kl. 11:40

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Rétt hjá þér Kristján vetur á þessum stað eru slæmir. Góð ábending Ásthildur spurning um umhverfismat á þessum íbúðum?

Ómar Gíslason, 17.7.2012 kl. 11:50

4 identicon

Komið þið sæl; Ómar Skapti - og aðrir góðir gestir, þínir !

Ómar Skapti - Kristján og Ásthildur Cesil !

Farið ekki í kerfi; gott fólk, þó Mongólskir langfrændur mínir (er sjálfur Mongóli, að 1/16) hazli sér völl hérlendis, sem víðar.

Sem betur fer; er Hvíti maðurinn, á hverfanda hveli - enda hefir hann fengið að ráðskast nógsamlega á veraldar vísu, fram til þessa.

Þar fyrir utan; hafa Íslendingar gott af, að hverfa smám saman, inn í þjóðahöf annarra ríkja (Kanada og Rússlands, til dæmis) þar sem; mont - reigingsskapur og fordild, er að kafsigla samlanda okkar, innan frá, eins og þið vitið öll, gjörla.

Á meðan; ekki næst samstaða um, að hrekja 7000 menningana (stjórnmála - embættismanna - viðskipta svindlarana, og Þjóðkirkju forystu packið) af landi brott, á næstu misserum, eru öngvar líkur til þess, að Ísland verði endurreist, á eigin eðlilegum forsendum, í ljósi atburðanna, Haustið 2008, gott fólk.

Þannig að; draugaborgir - ekki draugaborgir, hér eða suður í Angólu, mér er í rauninni slétt sama.

Og þakka enn fyrir; að teljast ekki gegnheill Íslendingur, sé miðað við þá niðurlæingu, sem land og fólk og fénaður, hefir þurft að þola, af 1/2 innlends rumpulýðs, að undanförnu.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 12:13

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skýjakljúfar?? Eru menn ekki aðeins að missa sig?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.7.2012 kl. 12:45

6 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er alveg rétt hjá þér Gunnar ég held að menn eru að missa sig ef þú er með Google Eart og skráir inn Kimaba, Angola séru borgina. Fyrst sá ég þessa borg á Google Eart tók eftir því að þar voru engir bílar ekkert fólk en tugir allan af skýjakljúfa - ég í raun skildi ekki þetta svæði.

Ómar Gíslason, 17.7.2012 kl. 13:12

7 Smámynd: Ómar Gíslason

það er Kilamba, Angola á Google Earth

Ómar Gíslason, 17.7.2012 kl. 13:15

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta eru ósambærilegir hlutir. Haldið ykkur á jörðinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.7.2012 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband