21.5.2016 | 07:49
Umhverfisstofnun og dómsvaldið
Það er í meira lagi undarlegt að veita Umhverfisstofnun dómsvald til að sekta einstaklinga um allt að 25 milljónir. Er þetta undirbúningur að leggja niður dómsvaldið? Eða er þörf fyrir dómsvalið í framtíðinni ef svona heldur sem horfir.
Við eigum að forðast þess að víkka ekki út löggæslu og dómsvaldið til einhverra sjálfskipaðra fyrirtækja sem auk þess eru ekki stofnuð fyrir slík verkefni. Þetta brýtur auk þess við Stjórnarskrána um þrískiptingu ríkisvaldsins. Það er því ekki hægt að framkvæmdarvaldið geti líka verið dómsvaldið.
Óeðlilegt að fela stofnun dómsvald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einstaklingar geta verið sektaðir að 10 miljónum skv. greininni.
Ef þú notar þessi rök þá á sama hátt á lögreglu'stofnun' ekki að geta sektað einstaklinga.
Mönnum er frjálst að kæra ákvarðanir stofnana til dómsvalds.
Halldór (IP-tala skráð) 21.5.2016 kl. 12:04
Halldór Umhverfisstofnun er hvorki löggæsla né dómsvald. Hlutverk Umhverfisstofnunar er "Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda." Heimild: Umhverfisstofnun
Samkvæmt lögum Halldór hefur löggæslan og dómsvaldið sérstakt hlutverk og þeir aðilar eiga að sinna þessu hlutverki. Þá á að styrkja þessa aðila til að geta haldið uppi lögum og reglum en ekki færa dómsvaldið yfir að stofanir út í bæ.
Ómar Gíslason, 21.5.2016 kl. 18:17
Með sömu rökum færu öll mál eftirlitsstofnana fyrir dómstóla, m.a. Matvælastofnunar, Samkeppniseftirlits, Fjármálaeftirlits, Fiskistofu o.s.frv.
Kveðja, Halldór
Halldor (IP-tala skráð) 21.5.2016 kl. 18:44
Ertu eitthvað hræddur við það Halldór að fela löggælsu og dómsvaldi þessi mál? Nema þú sért pólitískur plottari.
Gísli (IP-tala skráð) 21.5.2016 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.