Salan á Kletti á gráu svæði

Leigufélagið Klettur ehf. sem er/var í eigu Íbúðarlánasjóðs samanstóð af 450 fasteignum sem teknar voru eignarnámi á sínum tíma.

Hæsta tilboðið í þessar eignir voru frá Almenna leigufélaginu, en það félag er í rekstri hjá Gamma sem er fjármálafyrirtæki. Það sem kemur mest á óvart er að á heimasíðu Gamma er Íbúðarlánasjóður eitt af þeim fyrirtækjum sem þeir hafa verið með ráðgjöf fyrir eins og sést á meðfylgjandi mynd sem tekin er 25. maí.

Gamma og ráðgjöf

 

 

 

 

 

Það kemur út eins að þeir hafi verið báðum megin við borðið. Fyrirtæki sem er með ráðgjöf á einum stað er síðan með vasa og það kaupir á öðrum stað. Kemur mjög asnalega út og hætt er á að þær upplýsingar sem þeir veittu í ráðgjöf er þeirra styrkur í kaup á þessum eignum síðar. Síðan fer maður að velta fyrir sér hvaðan komu þessir peningar til að kaupa var það frá lífeyrissjóðum eða bönkum? 

Fyrirtæki geta ekki verið báðum megin við borðið á heimasíðu þess er það skráð sem rekstrarfélag verðbréfasjóða og á sama tíma eru þeir að bjóða ráðgjöf jafnvel til þeirra fyrirtækja sem þeir eiga hlut í. Eru þeir ekki innherjar er þá þessi ráðgjöf þeirra ekki tilkynningaskyld til FME. Þar sem ráðgjöfin gæti falist að um upplýsingar væru að ræða sem þeir fá en ekki aðrir hluthafar.

Auk þess við skoðun á heimasíðu Almenna leigufélagsins er þetta meðal verstu heimasíðu sem ég hef séð ekkert um starfsfólk, engar íbúðir, ekkert um stjórn eða hver á fyrirtækið ... sjón er sögu ríkari.

Íbúðalánasjóður er búinn að fara langt fram úr sér fyrir löngu. Fyrirtækið er fyrst og fremst til að lána til kaupa á íbúðum og styrkt af skattgreiðendum að einhverju leiti. Að láta íbúðir standa óhreyfðar í mörg ár og selja það síðan til leigufélags er skammarlegt fyrir sjóðinn. Það hefði átt fyrir löngu að selja þessar íbúðir á frjálsum markaði. 


mbl.is Samþykkti ekki sölu á Kletti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og voru þeir ekki undir borðinu líka?  Er ekki full ástæða til að rannsaka þessa sölu, eða eru menn svo uppteknir af fyrri einkavæðingu bankanna, kannski er þessi sala ekki orðin nógu og "gömul" til að verðskulda rannsókn? wink

Jóhann Elíasson, 25.5.2016 kl. 22:35

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er rétt hjá þér það þarf að rannsaka þá. Þeir eru skráðir sem fjármálafyrirtæki með verðbréfasjóði á bak við sig og á sama tíma eru þeir með ráðgjöf til margra fyrirtæki og eiga jafnvel sem verðbréfasjóður líka í fyrirtækinu. Þarf ekki svona að vera tilkynningaskylt til FME þar sem þeir geta verið innherjar?

Ómar Gíslason, 25.5.2016 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband