LÍN-frumvarpið á kostnað skattgreiðenda

Þetta svokallað LÍN-frumvarp menntamálaráðherra gerir mönnum bara þægilegt að fara úr landi með góðan afslátt af „fríu námi". Þarf ekki að vera í pakkanum að viðkomandi þarf að vera búinn að vinna að minnsta kosti í 3 ár á íslenskum markaði. Þannig að íslenskir skattgreiðendur væru búnir að fá eitthvað til baka af því sem þeir lögðu í menntun þessara einstaklinga!

Auk þess brýtur ekki frumvarpið jafnræðisregluna sumir eru jú lengur í námi en aðrir - eiga þeir að vera einhverir minnihluta hópur sem hægt er að ráðast á eftir vil. Þeir einstaklingar eiga t.d. við lesblindu að stríða og sakir þess eru þeir yfirleitt lengur í námi en aðrir.


mbl.is LÌN-frumvarp mun kosta 2 milljarða á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki að furða að þótt forstjóri Lánastofnunar námsmanna þættist ekkert vita um þetta frumvarp! Samt vissu námsmenn um það.

Gvendur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 18:24

2 identicon

Þetta er kosningatilraun GLUGGASKAUTS ...hhh ..LOL..

Enda wc flokkur ( esb flokkur ,iceslvae) búinn að vera og reynir að bjara e h ... .

iskan (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 20:16

3 identicon

Með fullri virðingu allir (og ég verð að afsaka orðbragðið fyrirfram, mér hreinlega blöskraði letin í ykkur!), vinsamlegast setjið tappa fyrir rassgatið á ykkur, því það virðist sem þið talið þaðan, og hafið hann þar í þar til þið hafið lesið ykkur betur til!

Til að geta fengið úthlutað láni frá LÍN þarf að uppfylla eftirfarandi (sem ég myndi telja nægt til að réttlæta námslán - horfið til Danmerkur til dæmis þar sem uppfylla þarf svipuð skilyrði til að geta fengið ríkisSTYRK (þ.e. ekkert borgað til baka!)):

"1.1.1 Réttindi íslenskra námsmanna

Íslenskir ríkisborgarar eiga rétt til námslána uppfylli þeir eitt af eftirtöldum skilyrðum, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 478/2011:

1. Umsækjandi hafi haft 5 ára samfellda búsetu hér á landi fyrir umsóknardag.

2. Umsækjandi hafi verið við launuð störf hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft samfellda búsetu á Íslandi á sama tíma eða starfað í skemmri tíma en 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft búsetu á Íslandi í tvö ár samanlagt á samfelldu 5 ára tímabili.

3. Hafi launað starf umsækjanda síðustu 12 mánuði fram að upphafi náms ekki verið samfellt, er þó heimilt að samþykkja umsókn í ákveðnum tilvikum sem eru tilgreind í 3. gr. reglugerðar nr. 478/2011.

Að auki er stjórn sjóðsins heimilt í sérstökum tilfellum að leggja sterk tengsl umsækjanda við Ísland að jöfnu við að framangreind skilyrði séu uppfyllt."

Styrkurinn mun borga sig til baka allt að því marki að (eftir því sem ég hef reiknað) ekki fleiri en 63% námlánsþega flytji af landi brott, ég vill taka það fram að inn í þessa útreikninga tek ég þann tíma sem einstaklingur þarf að hafa verið við vinnu hérlendis (ég gerði reyndar ráð fyrir í tilviki 1. að 30% námslánþega hafi haft lægstu laun í 5 ár fyrir upphaf náms, skiptir samt engu því þetta var ekki lægsta tekjulindin) til að geta fengið úthlutun, sem og ég framreikna lokavirði skatts miða við 3% meðalverðbólgu.

Svo kemur þetta aftur, lesa fólk... Í fréttinni stendur orðrétt:

"Gert ráð fyrir svigrúmi og mikið samráð haft

Hún (Katrín) segir að gert sé ráð fyrir tilteknu svigrúmi í frumvarpinu og að stjórn LÍN muni meta þær undanþágur sem farið verði fram á.

„Það er gert ráð fyrir svokölluðum lögmætum frestunum, til dæmis ef fólk eignast barn, verður veikt eða þarf að taka sér hlé frá námi. Það verður líka tekið tillit til námserfiðleika. Við reynum auðvitað að taka tillit til sem flestra og vonumst til að þetta verði sem fyrst að lögum. Þetta er unnið í samráði við stúdenta og fulltrúa aðila á vinnumarkaði og við höfum reynt að hafa samráð við sem flesta,“ segir Katrín."

Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 23:21

4 identicon

Bjarni Rúnar Ingvarsson, Það er greinilegt að þú ert ófær að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni en þínu. Við erum hér með nær full niðurgreitt háskólanám. Einu kröfurnar sem við gerum er að stúdentar framfleiti sér ekki á kostnað almennings en við gefum þeim kost á láni ef þeir vilja lifa hátt.

Þetta er blaut tuska í andlitið á fólki sem ákveðið hefur að lifa spart og taka ekki námslán. Með þessu erum við að segja að þú megir alveg spreða smá við látum bara hina borga hluta.

Því það eru þeir sem fara ekki í nám eða þeir sem vinna með skóla og taka ekki námslán sem borga með hinum ef þetta frumvarp verður að lögum.

Það er mjög ljótt að þú sem ert líklega í háskóla skulir segja að það sé allt í lagi og jafnvel gott að hinir samnemendurnir sem vinna um helgar niðurgreiði þína neyslu.

Ég þekki mann sem er með mér í HI sem vinnur eins og skeppna allar helgar og getur því ekki skemmt sér, býr í 15 fm herbergi og það tekur hann 40 í strætó að komast í skólan á hverjum degi, hann borðar mjög ódýrt og skemmtir sér sjaldan allt til að taka ekki lán fyrir neyslu. Þér fynnst greinilega í lagi að þessi maður borgi undir fólk sem djammar hverja helgi eða allavega aðrahverja er í 60fm íbúð á stúdentagörðum og rekur bíl?

Fólk sem fynnst í langi að þeir sem vinna og skemmta sér minna borgi undir neyslu hinna eru með mjög brenglaða sýn á lífið.

Stefnir Huni Kristjansson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 00:04

5 identicon

Stefnir Huni Kristjansson, mér sýnist að þú sért að setja mig undir einhvern hatt með einhverri ákveðinni ímynd, sem er auðvitað í fína lagi mín vegna, en mér finnst samt þú ekki gera þér rétta mynd af mér, en hvað um það, kem að því á eftir.

Það sem þú ert að skrifa er engan vegin í takt við blogg Ómars, en hvað um það...

Ég vill ekki meina að ég sé þröngsýnn, en ég vill þó ekki taka fyrir það þar sem það er annarra að sjá það hjá fólki.

Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki hvernig námsmenn eiga að vera að framfleita sér "á kostnað almennings" þegar uppfylla þarf vissar kröfur um vinnu og námsframvidu til að geta sótt um námslán, flestir vinna sumarvinnu og borga skatt af henni og þegar námsmaður hefur lokið námi skilar hann meiri skattpening til ríkisins pr. mánuð en sá sem ekki klárar námið (fær meira borgað), svo það er bara hreinlega ekki rétt að segja að það séu þeir ólærðu og þeir sem vinna með skóla sem borga brúsann, allur peningurinn sem tekinn var að láni skilar sér og mikið meira til (sjá fyrra comment mitt).

Þú skalt því ekki halda því fram að það séu samnemendur mínir sem vinna um helgar sem "niðurgreiði mína neyslu", heldur geri ég það sjálfur (skattar af sumarvinnu og vinnu með skóla, sem og borga lánið á gjalddögum sem hefjast 2 árum eftir útskrift og það sem kalla mætti umframskatta í framtíðinni vegna hærri launa sem stafa af þeirri menntun sem ég er að öðlast).

Það sem lagt er til er 25% niðurfellingu lána hjá þeim sem standa sig í skóla og klára á réttum tíma, semsagt viss gulrót um að klára á settum tíma, sem skilar fyrr pening í ríkissjóð! Hin eftirstandandi 75% á að greiða til baka (skv. frumvarpinu) eins og áður hefur tíðkast.

Mér finnst þú hafa þá hugmynd á fólki í háskólum landsins að þeir geri fátt annað en að djamma og djúsa allar helgar, en það er þó ekki hægt að segja að það sé raunin. Ég ákvað að taka námslán, því þetta eru hagstæðustu lán sem hægt er að fá. Aðstæður gerðu það að verkum að ég varð að flytja að heiman og bý því, já, í 35fm stúdíóíbúð á stúdentagörðum. Hins vegar drekk ég ekki nema mesta lagi 1-2 skipti á 2 mánuðum, enda er ég bæði í fullu námi og í 50% starfi (84 tímar á mánuði, sem ég m.a. er að taka út núna) og er ekki að reka bíl. Ég hef það hins vegar ekki þannig fjárhagslega að ég vilji telja mig vel settann, þó svo að ég sé á þægilegum stað undir 100.000 á mánuði í námslán og um 130.000 útborgað úr vinnunni (eftir skatt), samtals í kring um 220.000, mínus 75.000 í húsaleigu sem gera 150.000 eftir sem fara í mat, annað uppihald og sparnað. Ástæðan fyrir því að ég er að vinna svona mikið með skóla er fjölskylda erlendis sem ég heimsæki reglulega, og það er ekki ódýrt.

Ég skil hins vegar alveg þína hlið, vinnandi fólk er í raun að lána þeim sem kjósa að taka námslán og svo á að fella niður hluta lánsins hjá þeim sem klára á réttum tíma. Það verður þó að hugsa út í það að það er mjög augljós tenging milli menntunarstigs þjóðar og þjóðarframleiðslu (þarf því að vera aðlaðandi að fara í háskóla, sem það er ekki í dag nema maður hafi brennandi áhuga og viti nákvæmlega hvað maður vill gera í framtíðinni), og einnig þarf að taka mið af því að hærri menntun gefur oftast hærri laun sem svo skila hærri skatttekjum til þjóðarbúsins umfram þeirra sem ekki mennta sig.

Þeir sem ekki kjósa að taka námslán borga því ekki af verðtryggðu láni (og auðvitað vexti - ekki gleyma því), sem samtals gerir hærri upphæð en lánað var fyrir þrátt fyrir 25% niðurfellingu...

Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 01:50

6 identicon

Vú... free money í boði VG.

Ég sé ekki betur en að hver einasti maður muni taka hæsta mögulega lán verði þetta að veruleika, sama hvort hann þurfi þess eður ei, enda væru menn kjánar að gera það ekki.

Afhverju fá þeir sem klára lánalaust á tíma ekki pening?

En grínlaust, er ekki nóg að þessi lán séu nú þegar hagstæðustu lán sem hægt er að komast í? A.m.k. tók ég hæsta mögulega námslán án þess að þurfa þess á sínum tíma og lagði inn á hávaxtareikning (fyrir hrun sko)....svo greiddi ég lánið niður þegar það var orðið óhagkvæmara.

Katrín, ekki að ég sé nú sammála þér með þetta free-money frumvarp, en þessi endurgjöf ætti auðvitað að útfærast sem hærri skattleysismörk til að ná framlagi fólks inn í íslenskt samfélag.

En nær væri að nota þessa peninga í að græja Menntakerfið sjálft og aðstöðu nemenda og kennara - ekki vanþörf á.

Sigurpáll (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 05:59

7 identicon

Bjarni Rúnar Ingvarsson, ég hef ekkert á móti námslánum enda er fólk þá að borga undir sína eigin neyslu. Ég er sjálfur í námi í HI og vill ekki taka námslán þótt ég þurfi að búa í minni íbúð en þú og fer nær aldrei til útlanda og vinn jafn mikið.

Það sem er rangt í þessu að þú ert að fá lán á bestu vöxtum(vísu að nota það til að hitta fjölskildu sem ég skil vel) til að fara til útlanda og síðan er allt í lagi að 25% af ferðinni er borgað af almenningi.

Þetta er eins og Sigurpáll bendir á "free money" sem er auðvitað ekki til. Þetta hefur heldur ekkert að gera með mentunarstig þjóðarinnar þar sem við erum að tala um lifnaðar hætti stúdenta ekki aðgegni að námi.

Ef þú meinar það sem þú ert að segja og ekki hugsa um sjálfan þig þá mundir þú kvetja þá hugmynd að setja peningin frekar í menntunina og fá fleirri í menntun sem skilar sér vel(nei ekki öll menntun skilar sér í formi betri vinnukraftst, sum menntun skilar minni tekjum heldur en meðal stúdentspróf því tekjurnar eru þær sömu en við eiddum mikklum pening í að mennta fólkið í eitthverju sem samfélagið þurfti ekki á að halda)

Stefnir Huni Kristjansson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 10:38

8 identicon

Stefnir Hruni Kristjánsson, ég skil það máta vel að þú viljir ekki taka námslán, enda eru flestir í um 40 ár að borga af þeim eftir að þeir ljúka námi. En þetta hefur víst eitthvað að gera með menntunarstig þjóðarinnar, það hefur oft skotið upp kollinum í fréttum að Íslendingar eigi hlutfallslega færri háskólamenntaða einstaklinga en samanburðarþjóðirnar og því nauðsynlegt að gera það heillandi að ákveða að fara í nám.

Danir, sem dæmi, eru með svokallað SU-kerfi (Statens Uddannelsessystem), þar sem nemendur geta fengið námsstyrki (sem ekki þarf að borga til baka) upp að vissri fjárhæð (sem í krónum talið er svipað og námslánin hérlendis), og aukalega lán ofan í þá upphæð ef námsmenn kjósa. Finnst þér það sem sagt rangt að Dönum að fara þessa leið til að hækka menntunarstigið þar í landi? -Þar eru framhaldskólar niðurgreiddir og bækur fylgja skólunum eins og í grunnskólum. Þeir líta ekki á SU-kerfið sem "free money" því þeir horfa á nám sem fulla vinnu sem krefst fullrar einbeitningar.

Ég vill ekki meina að ég sé að hugsa um sjálfan mig í þessu ljósi, ég er að hugsa um framtíð landsins, læknar eru, sem dæmi, af skornum skorti o.s.f. Ég hef enga athugasemd að gera við sjálfa menntunina, hún er í raun á svipuðu "kaliberi" og sambærilegar menntanir erlendis. -Kennarar og nemendur hafa (í það minnsta við HÍ) mjög góða aðstöðu.

Ef þú hinsvegar skoðar http://vr.is/library/Skrar/Launakonnun-2012/launakonnun_2012_baeklingur.pdf þá sérðu að laun eru, að því er virðist, í samhengi við lengd náms.

Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband