Ný sýn samfylkingarinnar á heilbrigðiskerfinu

Þessi nýja sýn Samfylkingarinnar á heilbrigðiskerfinu hér á landi er sú að ganga af heilbrigðiskerfinu dauðu. Aðalforgangurinn er að gæluverkefni ríkisstjórnar hafi forgang ekki má nú spara þau sem dæmi um eyðslu:

Sparisjóður Keflavíkur 30 milljarðar (með vöxtum)
Sjóvá 10 milljarðar
Stjórnarskrárbullið 1,5 milljarðar
Það er 60 mann lið í tollinum að breyta Tollskránni fyrir esb  upphæð um það bil 2 milljarðar
Inngönguferlið í esb, það veit í raun engin hvað upphæðin er orðin há. Varlega áætlað 5-7 milljarðar
Sameining Lýðheilsustofnunar og Landlæknis 170 milljónir

Við höfum ekki efni á að hafa ríkisstjórn sem getur ekki forgangsraðað fyrir þjóðina. Við þurfum ríkisstjórn sem forgangsraðar þannig að þjóðin sjálf hefur hag af en ekki pólitískt hugarefni.

Síðan kemur þessi ráðherra sem fer fyrir heilbrigðiskerfinu og talar um nýja sýn. Hann hlýtur að vera með gláku á háu stigi þar sem þessi fylking er að ganga af kerfinu dauðu.


mbl.is „Erum komin fram af bjargbrúninni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir W Lord

Heyr heyr,,, loksins eitthvað af viti, en það vantar aðgerðir frá fólkinu held ég.

Reynir W Lord, 19.2.2013 kl. 17:37

2 identicon

Algjorlega sammala.

Sigurdur K Hjaltested (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 18:05

3 identicon

Sammála !

Sem betur fer erum við að losna við þessa ömurlegu ríkistjórn fljótlega. Best væri að hún færi frá í dag.

Hvort næsta stjórn setur LSH í forgang, við verðum að vona að svo verði.

Eitt vitum við, að nóg verður að gera á nýju stjórnarheimili. Sem betur fer verða VG og Samfó ekki þar !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 19:00

4 identicon

Ég efast um að Sjallarnir og Framsókn, breyti snargalinni forgangsröð á útgjöldum ríkisins. Minnir að niðurskurðurinn í LSH hafi byrjað í þeirra stjórnartíð þrátt fyrir gerfigóðæri og bóluhagkerfi, þandist ruglið, bruðlið og bygging á monthöllunum út. Mér sýnist öll þessi framboð bæði 4flokkurinn og þau nýju vera gjörónýt, því þau neita að gera sér grein fyrir að íslenska stjórnkerfið og ríkisbáknið er alltof stórt fyrir 300.000 sálir. Áður fyrr var þessu haldið uppi með ofnýtingu fiskimiða, þegar þau voru nærri gjöreydd, áttu bankarnir að bjarga öllu, og Ísland alþjóðleg fjármálamiðstöð, sem var algert rugl og vitleysa. Nú er horft á erlenda túrista sem allra meina bót, og offjárfest í þeirri atvinnugrein með skelfilegum afleiðingum á næstu fimm árum. Svo er rifist um fánýt mál, eins og stjórnarskrá, aðild að EU (málið er að lönd sem plumuðu sig vel utan EU, pluma sig vel innan þess, og öfugt). Vissulega er galið fyrir 300.000 manna þjóð að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðili, smá braskari getur rústað því á einum sólarhring, en auðvitað fáum við ekki evruna fyrr en eftir mörg ár í EU. Kosturinn við að ganga í EU er sá að fyrst verðum við boðin velkomin, svo verðum við rasskellt ærlega, og látin taka bragvond lyf. Sennilega er það skárst fyrir þjóðina, til að raunveruleikafirringunni linni.

óli (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 20:26

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir ég er til í að fara inn á þing með ykkar stuðningi, ást mín á landi og þjóð er umfram allt annað. Foringja, flokksræði, einkavinavæðing og elítudýrkun er viðvarandi vandamál sem við verðum að leysa. Öll hugsanleg ráð verðum við að nota og varast innantóm loforð flokka og fólks em hugsar bara um egin afturenda!

Sigurður Haraldsson, 19.2.2013 kl. 22:49

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Slitastjórnir gömlu bankana eru afætur sem okkur ber að stöðva nú þegar, lífeyrissjóðir eru allt of margir! Bankakerfið miðað við miljóna þjóð sem okkur ber að minnka um að minnsta kosti 60%.

Sigurður Haraldsson, 19.2.2013 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband