Í nafni Evrunnar

Nú er svo komið að atvinnuleysið á Spáni er komið yfir 25% en á aldrinum 16-24 er atvinnuleysið 53,27%. Spænskt þjóðfélag getur ekki risið upp með evruna þar sem evran er of sterk fyrir þjóðfélagið. Spænskt þjóðfélag þarf mynt sem er í sama takti og landið sjálft. Mesta hættan núna fyrir þjóðfélagið í heild að við munum sjá að fólk rís upp og við gætum átt að sjá Spænska vorið.

Valdaklíkan í Brussel hugsar um það eitt að bjarga þessum ónýta báti sem heitir evran í staðinn fyrir að huga að þeim sem búa í esb. Besta sparnaðarráðið fyrir Spán er að ganga úr esb og nota þá peninga sem þeir greiða til esb að hjálpa spánverjum sjálfum til að rísa upp.

ESB er sjúkt fyrirbæri og byggist á valdi til að stjórna og hafa yfirráð -þetta er eitt af vandamálum evrópu fyrr og síðar. Áhugi þessara sjúku Elítu á Íslandi er að þá fá þeir aðgang að:
a) Norðurheimskautinu,
b) Við fáum í mesta lagi 12 mílna landhelgi restin fer til esb (samanber Skotland) og
c) Allt yfirflug yfir Íslensku lofthelgi, sem er sú stærsta í heimi, færist yfir til esb og að öllum líkindum flyst til Svíþjóðar.

Þessi sjúka valdaklíka esb hugsar allt til að bjarga evrunni en gleyma því að þjóðfélagið er fólk og fyrirtæki og ef einstaklingarnir geta ekki lifa í því þá hrynur þjóðfélagið. Eins og núna er að gerast á Spáni og í Grikklandi. Annað dæmi er Portúgal eftir að þeir tóku upp evruna þá hrundi fataiðnaður í landinu, í dag er þar lítil sem enginn fataiðnaður.
Tækifæri okkar Íslendinga er ekki í esb. Heldur er okkar tækifæri Asía og Ameríka. Þess vegna eigum við að hætta við inngönguferlið í esb.


mbl.is Yfir fjórðungur Spánverja án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband