16.10.2012 | 17:29
Bankarnir rukka núna fyrir meira en bara hraðbanka...
Sá þá þegar ég þurfti að fara í Landsbankann, að núna rukka þeir líka kr. 13 fyrir að taka fé úr debetkorti hjá gjaldkerum Landsbankans og að fá Auðkennislykil kostar kr. 1.000 og að fá reikningsyfirlit afhent í bankanum kostar nú kr. 150.
Auk þess sá ég að það er líka rukkað fyrir meira. Það er nú alveg lágmark að þeir setji það á sína heimasíðu þau gjöld sem þeir rukka fyrir og hvaða gjöld. Hvernig geta þeir rukkað inn gjöld ef þeir hafa ekki auglýst það!!
Rukkað fyrir þjónustu hraðbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú spyrð hvernig svarið er mafía gerir það sem hún getur til að ná sem mestu út úr almennum borgara landsins!
Sigurður Haraldsson, 16.10.2012 kl. 23:55
Það er eðlilegt að þeir sem nýta sér þjónustu... borgi fyrir hana.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.10.2012 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.