20.8.2012 | 20:41
Eru trúarbrögð á leið til heljar?
Þetta datt mér í hug varðandi þroskahömlu stúlkuna í Pakistan. Hvar er manngildið hjá þessum svokölluðu trúabrögðum? Trúabrögð geta ekki drepið í nafni Guðs hefur einhver fengið bréf frá honum til þess að framkvæma þennan vilja? Er það ekki bara að það eru einhverjir karlskarfar sem vilja stjórna og nota trúna til þess og manngildi sjónamið þeirra er þeirra eigið rassgat hér stjórna ég". Með því að hafa svona karlskarfa sem eru með mikilmenskubrjálæði í stjórnun en gleyma kjarna trúarinnar sem er manngildið. Með því því að láta svona apa stjórn í nafni trúar þá er trúin á leiðin niður til heljar. Eru þessir trúarskarfar ekki að leiða hin venjulegan einstakling í ánauð og gera um leið landið meira fátækara?
Dettur einhverjum í hug að Kristin þroskaheft 11 ára stúlka hafi vanhelgað kóraninn, þá get ég spurt á móti hvaðan fékk hún þessa bók? Var þetta ekki bara sett á svið til að geta refsað annarri trú?
Allir þeir sem nota trúabrögð fyrir sitt pólitíska egó þurfa að hlusta á orð Krists þú sér alltaf flísina í augum náunga þíns en ekki bjálkan í þínu eigin auga". Þetta eru orð sem öll trúabrögð þurfa að hugleiða.
Hið fallega lag Near my God
Handtóku 11 ára þroskahamlaða stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:46 | Facebook
Athugasemdir
Trúarbrögð Abrahams, gyðingdómur, kristni, íslam; Þetta eru ættbálkarit sérhönnuð til að skapa hatur gegn þeim sem er ekki í ættbálknum;
Ekki gleyma sögu kristni, þar er blóð í hverju spori, allt studd af biblíu.. að auki er kóran unnin upp úr biblíu.. þar eru sami hryllingurinn eins og það að taka fólk af lífi, grýta það til dauða ef það guðlastar...
DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 21:19
Eru trúarbrögð ekki hálfgert "hell" ef út í það er farið ?
Skoðum mannkynssöguna...
hilmar jónsson, 20.8.2012 kl. 21:25
Þið sem ekki skiljið bækur guðs skulið taka hana i hönd og lesa. Svona voru hlutirnir og eru enn vegna þess að folk skilur ekki og ef það skilur þa koma þeir sem raða rikjum og sega annað til að stjorna en fara ekki eftir boðum guðs og lögum prestar biskupar og pafi eru þar vegna peningana en ekki truarinnar...
Jón Sveinsson, 20.8.2012 kl. 22:30
Jon, það eru ekki neinar bækur guðs, að auki er upprunaleg biblía ekki til, bara afrit af afritum.
Um leið og einhver segir að guð hafi skrifað biblíu, þá er sá hinn sami að segja að guð sé vitleysingur.. biblían er ein vitlausasta og hryllingslegasta bók allra tíma
Þetta eru stríðstól og ekkert annað.. hættið að hlaupa á eftir glópabulli.
Hvernig haldið þið að það væri ef hér væri farið eftir biblíu í einu og öllu.. það væri helvíti á jörðu; þeir sem segja að svo sé ekki, þeir þurfa að lesa biblíu. Besta leiðin til að hætta að trúa er jú einmitt að lesa biblíu.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 09:25
DoctorE þetta er þín skoðun En hitt er mín skoðun leitið og þér munuð finna...
Jón Sveinsson, 21.8.2012 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.