Gistináttaskattur, mesta grínið eða mesta heimskan!

Þegar lesið er hvað þessi skattur er í dag, þá hljóta þeir sem setja svona skatta á að vera „tröllheimskir". Núna eru undanskildir allir þeir sem eru í Íslenskri nátturu eins og gistingar hjá ferðafélögum og allir sumarbústaðir (þeir eru leigðir út í skamman tíma). En þeir sem búa á hótelum, gistiheimilum og eða leigja gistinu í heimahúsum að borga gjaldið þótt að þeir fari ekkert út fyrir borgar og bæjarmörkin. Á t.d. bing.com þá er Reykjavík í 6 sæti yfir skemmtanalíf með titlinum „Where It's Always New Year's Eve" Hversu margir vilja heimsækja Reykjavík bara fyrir skemmtanalífið?

Eins þurfa þau samtök að borga gjaldið þótt þeir fái ekki greiðslur á móti eins og Kvennaathvarfið, Vernd og Hjálpræðisherinn sem dæmi. Í þessum tilfellum eru einstaklingar í skammantíma og eru þar af leiðandi með gistinu sem embættismenn eiga að krefja um gjaldið. Hversu klikkað getur þetta verið?

Þessi skattaglaða „tröllheimsa" ríkisstjórn sem virðist ekkert geta gert án þess að detta í drullupyttinn. Besta leiðin til að forða þjóðinni frá þjóðargjaldþroti er að lostna við þessa ómennsku stjórn.


mbl.is Keppinautar undanskildir skatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband