6.8.2011 | 21:30
Það á að kæra svona fyrirtæki!
Einstaklingar borga fyrir að hafa neyðarhnappinn, þessi hnappur er eins og nafnið bentir á hnappur í neyð. Síðan kemur í ljós að vegna bilunar á símkerfi Vodafone þá bara virkar neyðarhnappurinn ekki og alla helgina.
Ef alvarlegt slys bera að höndum og neyðarhnappurinn virkar ekki sem viðkomandi er með, þá er Vodafone skaðabótaskilt ef símkerfi þeirra virkar ekki. Ég bara spyr hvers konar drullufyrirtæki er þetta?
Neyðarhnappar óvirkir um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir það fyrsta er fjarskiptafyrirtæki ekki skaðabótaskylt ef eitthvað svona bilar, þar fyrir utan er þetta hræðilega unnin frétt.. Það var heimasíminn hjá þessari konu sem var bilaður og því virkaði neyðarhnappurinn ekki, sem er svo væntanlega það sem starfsmaðurinn hefur átt við þegar hann sagði að fjórir aðrir hefðu lent í því sama. Það var ekki það að neyðarhnappar hættu að virka enda nota þeir bara venjulega símalínur. Og þær bila eins og annað, yfirleitt er það vegna innanhússbilunar hjá viðkomandi, sliti í götu eða eitthvað þvíumlíkt.
Koparkerfið er ekki rekið af Vodafone heldur Mílu, sem er ekki með einstaklingsþjónustu um helgar.
Staðan sem Vodafone eða önnur fjarskiptafyrirtæki eru í við þessar aðstæður eru líklegastar þær að kalla út mann frá mílu sem kostar tugi þúsunda - ef síðan kemur í ljós að bilunin var hjá notanda á þá Vodafone að taka þann kostnað á sig, eða kúnninn?
Neyðarhnappur er þar fyrir utan ekki þjónusta sem fólk greiðir til fjarskiptafyrirtækja, heldur er þetta hlutur sem fólk kaupir og er tengdur við símalínu viðkomandi.
Vodafone er því ekki í neinni stöðu til þess á laugardegi til að fara í fullkomna bilanagreiningu án þess að leggjast í töluverðan kostnað, og af reynslu get ég sagt þér að fjölda svona bilana er töluverður á hverjum degi og í fæstum tilfellum er það bilun hjá símafyrirtækinu sjálfu
Sunna, 6.8.2011 kl. 21:59
Við þetta má svo bæta að það að fjórir heimasímar af tugum þúsunda bili á einum degi bendir ekki til þess að símkerfi viðkomandi fyrirtækis sé bilað, enda er kerfið sem liggur að baki þessu mjög einfalt - ef bilun verður þá er það yfirleitt þegar eitthvað slitnar eða hrynur og þá eru það fleiri en 4 sem detta út...
Sunna, 6.8.2011 kl. 22:01
Vá, manneskja sem bloggar svona ákveðið og ver fjarskiptafyrirtækið svona ákveðið ætti að blogga undir nafni, ekki spurning ! Þegar farið er inn á viðkomandi bloggsvæði er það nýstofnað og greinilega einungis til þess fallið til að gagnrýna þessa einu grein, og hvað segir það okkur hin.... !
Brynja D (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 22:16
fyrir stuttu þá bilaði símalínan að heilli blokk sem ég bý í. það tók þá viku og helgi betur að laga það. þeir kláruðu á föstudegi og ég giska að tæknimenn fari snemma heim á föstudögum. svo má nýðast á bílstjórum hægri og vinstri með vinnutímann, einnig verslunarfólki. furðulegt
GunniS, 6.8.2011 kl. 22:16
.... auðvitað stofnað af einhverjum af stjórnendum Vodafone... ekkert annað !!!
Brynja D (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 22:19
Það er nú töluvert síðan ég bjó þennan reikning til, og sé enga ástæðu til að gefa upp hvað ég heiti fullu nafni - einmitt útaf fólki eins og þér - en ef þetta er þér mikið hitamál þá skal ég senda þér fullt nafn, kennitölu og í hvaða námi ég er og hvar ég vinn um helgar (sem er ekki hjá fjarskiptafyrirtæki) ef þér liði eitthvað betur með það...
Ég er ekki að verja neinn hér, heldur bara að benda á hvernig þetta er..
Hlutir bila, það er bara þannig - hér vælir fólk stöðugt yfir verðlagi á þjónustu en ætlast svo til þess að þjónustan sé þannig að peningar eigi hreinlega ekki að skipta máli.
Það sem fór mest í mig er uppsetningin á þessari frétt, það er látið líta þannig út að til sé eitthvað neyðarhnappakerfi sem hafi bilað án þess að fjarskiptafyrirtækið sem um ræðir hafi haft nokkurn áhuga á að laga það - sem er bara ekki rétt - þetta er, eins og ég sagði - afar slök fréttamennska..
Og Gunni - eins og ég bent á hér ofar þá er það Míla, ekki fjarskiptafyrirtækin sem reka koparkerfið
Sunna, 6.8.2011 kl. 22:23
ég skil. ég er ekki fróður um hvernig símalínur tengjast, en segjum að míla hafi klárað á föstudegi um hádegi. þurfa tæknimennirnir þá alveg marga klukkutíma til að virkja línurnar aftur í símstöðinni ? eða leið þarna helgi því það komst aldrei til skila frá mílu að þeir hafi klárað á hádegi og alveg 4 klukkutímar til kl 4 þegar venjulega vinnudegi líkur.
GunniS, 6.8.2011 kl. 22:36
Ég bara veit það ekki Gunni... En ég efast um að símafyrirtækið þurfi að gera neitt ef línan inn til þín bilar, þeir senda bara straum úr símstöð og á koparkerfið - þegar línan þín er löguð þá á hún bara að virka..
Beitti lögfræðimenntuninni og fletti um fjarskiptalögum, þar er eftirfarandi ákvæði
"40. gr.
Ábyrgðartakmarkanir.
Fjarskiptafyrirtækjum er heimilt í viðskiptaskilmálum sínum að undanþiggja sig bótaábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofs á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í stöðvum eða annarra ástæðna. Ábyrgðartakmörkun er þó bundin við að tjónið verði ekki rakið til stórfelldra mistaka starfsmanna fyrirtækisins."
Það er hugsanlegt að menn geri sér grein fyrir því að það er ekki hægt að ætlast til þess af fjarskiptafyrirtæki að halda uppi fullkominni þjónustu allan daginn alla daga vikunnar árið um kring án þess að leggjast í gríðarlegan kostnað
Sunna, 6.8.2011 kl. 22:42
svoleiðis, en allavega hefði ég haldið að símafyrirtækin eða míla, væru það vel stæð að geta haft tæknimenn á vakt um helgar ef eitthvað kemur upp, veit ekki hvort þeir eru það yfir virka daga, en það væri auðvitað eðlilegast .
GunniS, 6.8.2011 kl. 22:48
Vill bara benda á að Sjúkratryggingar Íslands styrkja öryggisvara (neyðarhapp) samkv. Reglugerð 1038/2008. En lög um Sjúkratrygginar í lið 5. segir: „ Að hafa eftirlit með gæðum og árangri starfsemi þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu samkvæmt samningum, sbr. IV. kafla."
Þegar er verið að tala um neyðarhnapp sem er síðasti öryggisvarinn þá stenst það ekki að viðkomandi þarf bara að bíða þangað til eftir helgi. Þegar um alvarleg atvik ber að, þá í öllum tilfellum yrði allir sem koma að málinu skoðaðir og þá með hugsanlega kæru eða vanrækslu að ræða.
Ómar Gíslason, 6.8.2011 kl. 22:51
Ég vann hjá öryggisfyrirtæki sem þurfti stundum á því að halda að láta kanna svona hluti á "off hours"
Við gátum látið símann og vodafone kalla út menn á slíkum tímum til að mæla í inntaki hjá viðskiptavinum og það kostaði þá í kringum 20 þús, ef síðan þurfti að kalla út menn frá mílu til að fara í stöðvarnar eða í kassanna þá voru það útköll sem voru í kringum 50 þús kallinn - maður þurfti bara að vega og meta það hverju sinni hvort það væri réttlætanlegt.
Á venjulegum vinnutíma var þetta í kringum 10 þús kallinn sem það kostaði að fá til að mæla í inntaki og ef í ljós kom að bilunin var hjá notanda þá tók hann á sig þann kostnað, ef það var hjá símafyrirtækinu sjálfu eða í grunnetinu tók símafyrirtækið þann kostnað á sig.
Það er spurnig hvort þessi kona hefði verið tilbúinn að taka á sig þennan kostnað eða ekki - hugsanlega hefði átt að benda henni á það, veit ekki hvort það hefur verið gert
Sunna, 6.8.2011 kl. 22:55
Fjarskiptafyrirtækin sjáf Ómar koma ekkert nálægt rekstri neyðarhnappa, þetta er tæki sem er tengt á símalínu viðkomandi..
Sunna, 6.8.2011 kl. 22:56
Það er eins og þessi neyðarhnappur sé í lausu lofti. Ég veit að Reykjavíkurborg hefur styrk svona hnappa en maður þarf að velta fyrir sér þjónustunni á bak við hnappin!
Ómar Gíslason, 6.8.2011 kl. 23:00
Þetta er ekkert í lausu lofti Ómar, það eru öryggisfyrirtæki m.a. sem selja svona þjónustu...
Ég þykist vita um hvað ég er að tala þar sem ég vann við slíka þjónustu
http://www.securitas.is/desktopdefault.aspx/tabid-18/
http://www.oryggi.is/einstaklingar-oryggi/oryggishnappur--oryggi
Sunna, 6.8.2011 kl. 23:05
Ég get nú vart orða bundist, í fyrsta lagi finnst mér afar leiðinlegt þegar fólk treystir sér ekki til að koma fram undir nafni. Nenni raunar ekki að taka mark á því.
Þegar neyðarhnapparnir sjálfir bila þá kemur það yfirleitt fram í stjórnstöð sem hefur þá samband til að athuga málið. Þá er skipt fljótt og vel. Ef símalínan bilar þá vælir tækið endalaust sem gefur til kynna að það sé ekki allt með felldu.
Hvernig hægt er að bjóða uppá þjónustu eins og þessa neyðarhnappa án þess að bera nokkra ábyrgð er mér hins vegar óskiljanlegt.
Sigurbjörg Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 02:22
Eru símafyrirtækin að bjóða upp á þessa þjónustu Sigurbjörg?
Skv. verðskrá Vodafone eru elli og örorkulífeyrisþegar að borga 1165 krónur á mánuði fyrir símalínu inn til sín, þar af borga þeir síðan ákveðið línugjald til mílu fyrir afnot af koparkerfinu - eftir sitja þá kannski nokkur hundruð krónur á mánuði sem Vodafone og væntanlega Síminn líka eru að fá fyrir þessa þjónustu - miðað við skoðanir fólks hér virðist það eiga réttlæta það að þeir haldi uppi sólarhringsvakt allt árið um kring og eigi hvenær sem er að geta ætlast til þess að kallað sé út fólk utan venjulegs starfstíma til að sinna svona málum - sjálfsagt finnst fólki eðlilegast að fyrirtækin borgi með því að sinna þessu öryggishlutverkinu sínu hvenær sem er sólarhrings... Þannig virðist fólk ekkert sjá á móti því að fyrirtækin eyði í það jafnvel áskriftargjaldi sem nemur kannski tveggja til þriggja ára greiðslum viðskiptavinarins.
Skoðum svo hvað sá sem er að bjóða upp á þessa neyðarhnappsþjónustu rukkar á mánuði..
http://www.oryggi.is/einstaklingar-oryggi/oryggishnappur--oryggi/item/1701/oryggishnappur
"Mánaðargjald án niðurgreiðslu Sjúkratrygginga er 7.990 kr."
Það má vel vera að fólk haldi að ég sé einhver talsmaður þessara fyrirtækja, sem ég er ekki - ég er hinsvegar ákafur baráttumaður þess að fólki ómaki sig við að kynna sér málin örlítið áður en þeir missa sig í yfirlýsingum og níði á opinberum vettvangi
Mælist ég til þess að þessi fyrirtæki bjóði upp á viðlíka þjónustu í gegnum gsm kerfið frekar en landlínukerfi sem á mörgum stöðum er á línum sem eru áratugagamlar og í gegnum leiðslur í húsum sem eru jafnvel enn eldri - þá ættu þessi vandamál að vera úr sögunni
Svo held ég að fólk ætti að venja sig á það að anda aðeins með nefinu áður en það úthrópar fólk og fyrirtæki sem það þekkir ekki til
Sunna, 7.8.2011 kl. 07:17
Ég hugsa svo að fjarskiptafyrirtækin væru alveg tilbúin í að vera með sólarhringsvakt allt árið um kring ef þau fengju að rukka þó ekki væri nema helming þess mánaðargjalds sem öryggisfyrirtækin gera...
Sunna, 7.8.2011 kl. 07:18
Jæja Sunna mín góð, þetta snýst semsagt allt um peninga, hvort hróið hún amma lifir eða deyr skiptir ekki máli, voðafón hefur ekki efni á að hafa hlutina í lagi. Lélegt ompaný!!
Kv
Bjössi (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 10:51
Þegar að bíllinn þinn bilar, og þarf að fara á verkstæði, þá getur það tekið frá 1-14 dögum stundum að fá hann í lag eftir því hversu alvarleg bilunin er og hve langan tíma tekur að fá varahluti. Fólk virðist skilja það því að að er áþreifanlegra, fólk virðist hinsvegar halda að þegar að netsamband eða símasamband dettur út að það nægi að ýta bara á einhvern stóran hnapp sem stendur á "LAGA" og þá sé allt bara komið í lag.
Því miður er það ekki þannig.
Hvorki Vodafone né Síminn reka neyðarhnappaþjónustu og taka enga ábyrgða á þeim.
Svo er þetta tekið úr skilmálum Vodafone:
"Vodafone ber ekki ábyrgð á því, þótt fjarskiptasamband rofni um stund. Vodafone mun þó ávallt leitast við að koma á fjarskiptasambandi að nýju og viðhalda gæðum þjónustunnar. Verði verulegur óþarfa dráttur af hálfu Vodafone á viðgerð getur áskrifandi krafist endurgreiðslu á mánaðargjaldi í hlutfalli við þann tíma sem samband er rofið. Vodafone ábyrgist ekki tjón sem rekja má til sambandsleysis, rofs á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna verða á rekstri fjarskiptanetsins, hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í stöðvum eða annarra ástæðna."
Úr skilmálum Símans:
"1.5
Verði rof eða truflun á fjarskiptaþjónustu ber áskrifanda að taka notendabúnaðinn úr sambandi til þess að forðast frekara tjón. Síminn ber ekki ábyrgð á því, þótt fjarskiptasamband rofni um stund, en mun þó leitast við að koma fjarskiptasambandi á að nýju án ástæðulauss dráttar. Verði óþarfur dráttur af hálfu Símans á viðgerð má krefjast endurgreiðslu á afnotagjaldinu í hlutfalli við þann tíma, er sambandið er rofið.
1.6
Síminn tekur ekki á sig neina ábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofa á fjarskiptaþjónustu eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins eða mistaka við afgreiðslu símskeyta, hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í sambandastöðvum eða annarra ástæðna."
Annars er þetta afskaplega óþægilegt skiljanlega þegar að eitthvað bilar sem að treyst er á uppá öryggi, en seinast að þegar að ég athugaði, þá bilar allt einhverntímann sem bilað getur.
Ólafur N. Sigurðsson, 7.8.2011 kl. 11:25
Auðvitað snýst þetta um peninga Bjössi, það er spurning hér hvor aðilinn er það sem ætti að taka ábyrgð í þessum málum... Sá sem rukkar 8 þús krónur á mánuði fyrir sólarhringsvakt eða sá sem rekur fjarskiptakerfið og fær fyrir það nokkur hundruð krónur..
Værir þú til í að borga tvö eða þreföld mánaðargjöld af þinni þjónustu svo hægt væri að halda útimönnum á vakt allan daginn, mönnuðum símstöðvum og þjónustuverum?
Þetta eru einkafyrirtæki ekki opinberar stofnanir fjármagnaðar með skattpeningum - getur þú bent mér á eitthvað einkarekið fyrirtæki hér á landi sem hefur einhverjar þær skyldur sem sumir hér vilja leggja á fyrirtæki í þessum rekstri?
Sunna, 7.8.2011 kl. 14:18
Ágætu bloggarar
Til upplýsingar vil ég benda á, að það er ekki rétt sem fram kemur í fréttinni að neyðarhnappar sem margir eldri borgarar treysta hefðu verið óvirkir vegna bilunar í símkerfi Vodafone. Engin bilun varð í kerfi Vodafone né í þeim kerfum sem tengjast neyðarhnöppum. Truflun varð hins vegar á símaþjónustu við viðskiptavin Vodafone á Akranesi, en sú truflun orsakaðist af bilun í búnaði á heimili viðskiptavinarins og hafði ekki áhrif á aðra notendur. Búnaðinum hefur verið skipt út fyrir nýjan og þjónustan við umræddan viðskiptavin komin er komin í eðlilegt horf.
Vegna umræðu hér að ofan, um að stjórnendur eða starfsmenn Vodafone hafi tekið þátt í umræðunni í skjóli nafnleyndar, vil ég taka fram að við leitumst við að skýra út mál af þessu tagi undir nafni svo öllum sé ljóst hvaðan skýringarnar koma.
Ég vona að þessar örfáu línur varpi svolitlu ljósi á málið og verði til þess, að mbl.is birti ekki fréttir af þessu tagi án þess að leita staðfestingar á þeim fyrst.
Vodafone, 8.8.2011 kl. 13:50
Vill þakka Hrannari fyrir upplýsingarnar.
Ómar Gíslason, 8.8.2011 kl. 19:32
Upplýsingafulltrúinn ætti kannski að svara hvers vegna heimasíminn sem Vodafone lofaði mér í maí 2010 er ekki kominn þrátt fyrir margar ítrekanir? Er bæði með net og sjónvarp þaðan og borga einnig fyrir heimasímann þó hann hafi ekki enn sést...... Undarleg vinnubrögð. Svo þegar maður hringir þá er maður settur á endalausa bið. Ég held að fólk ætti að fara að huga að öðrum þjónustuaðila eins og ég er ákkúrat að gera núna.
P,s Veit um fólk og þá meina ég fleiri en tvo og fleiri en þrjá aðila sem hafa fengið reikninga frá þeim sem engann veginn standast.
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.