ASÍ elítan með skakka mynd?

Það virðist eitthvað vera að þessari ASÍ elítu. Undir hennar handakrika eru lífeyrissjóðir landsins sem eiga jú í dag nokkuð mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Síðan er þessi klíka að semja við Samtök atvinnurekenda um launakjör þeirra sem hafa lægstu launin. En eru hafa sjálfir 2-3 milljónir á mánuði og eru að reyna að ná samkomulagi fyrir þá sem hafa 180.000. 

Þurfa þessir menn nokkuð að vera hjá Sáttasemjara? Geta þeir bara ekki verið heima hjá sér og talað við sjálfan sig? Þar sem þessi stærstu fyrirtæki landsins sem þeir jú eiga eru líka í Samtökum atvinnurekenda. Getur þá einhver sagt mér hverjir eru ASÍ og hverjir eru Samtök atvinnurekenda? Og það besta er, að báðir þessir hópar grétu mikið við að þjóðin hafnaði Icesave.

 


mbl.is Ekkert liggur fyrir um verkfallsboðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband