7.2.2011 | 20:12
Tölurnar í neysluviðmiðinu hljóta að vera eitthvað skakkar!
Þessi tala kr. 86.530 um neysluviðmið, það hlýtur að vanta eitthvað í þá útreikninga.
Sem dæmi hef ég haft síðustu 3 ár bókhald á mitt heimili og meðaltal síðustu 6 mánuði 2010 var neysluviðmið mitt kr. 113.809 án húsaleigu.
Mér hefur samt tekist að spara með t.d. kaupum á bensíni sem lækkaði 21% miðað við 2009, ég keypti 2009 samtals 2133 lítra en 2010 voru kaupin 1658 lítra og ég ætla að spara fyrir þetta ár um 20% eða kaupa samtals um 1320 lítra.
Þannig að þetta neysluviðmið hlýtur að vera eitthvað skakkt!!
Grunnviðmið 86.530 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki húsnæði né bíll (ferðir).
Hver býr svoleiðis???
Óskar Guðmundsson, 7.2.2011 kl. 22:08
Viljið þið ekki lesa alla fréttina áður en þið fjallið um þetta. Þetta er slitiði úr samhengi. Það er líka hægt að slá inn eigin forsendum í reiknivél.
Árni Davíðsson, 8.2.2011 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.