Níu ára vísað úr strætó, lagabrot?

Þessi framferði strætó er það ekki brot á barnaverndarlögum (2002 nr. 80 10. maí Barnaverndarlög).

Fyrsta grein segir: "Börn eiga rétt á vernd og umönnun. Þau skulu njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska"

Og önnur grein segir " Markmið laga þessara er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Leitast skal við að ná markmiðum laganna með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.
Lögin taka til allra barna sem eru á yfirráðasvæði íslenska ríkisins."

Svo þetta er skýlaust brot að vísa 9 ára úr strætó, lögin eru æðri ...


mbl.is Níu ára barni með skólatösku vísað úr strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ógeðslegt mál bara að vísa saklausu barni úr stætó vegna ónógs fargjalds.  Veit ekki hvort það er lagabrot, en ætti samt alls ekki að liðast. 

Elle_, 14.1.2011 kl. 11:49

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg sammála, framferðið er algjörlega siðlaust .

Ómar Gíslason, 14.1.2011 kl. 12:04

3 identicon

í stað þess að hrauna yfir bílstjórann sem er að reyna að sinna sínu starfi eftir bestur getu væri nær að hjóla í fólkið sem kom honum í þessar aðstæður, strætó fyrirtækið og heimsku foreldrana.  tók strætó nógu oft sem krakki til að gera mér grein fyrir þeim skít sem þeir fá yfir sig í sínu daglega starfi að það þurfi ekki líka að taka þá af lífi í fjölmiðlum

skari (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 14:45

4 Smámynd: Þorvarður Goði

Skari: Þó svo strætóbílstjórastarfið geti verið vanþakklátt, þá verður sá sem er fullorðinn í svona aðstæðum að hafa vit á því að senda ekki barn út í myrkrið þegar morguntraffíkin er sem hvað mest.

Hvað ef eitthvað hefði komið fyrir barnið þegar það hljóp í skólann eftir að hafa verið vísað úr strætó? Myndi hann þá segja að það væri ekki hans vandamál, þar sem barnið var ekki með nóg pening þar sem gjaldhækkun hafi átt sér stað?

Þorvarður Goði, 15.1.2011 kl. 00:12

5 identicon

Hvernig væri að fá kúludrottninguna kúlu kóngana að kenna fólki að stofna félag um strætóferðir barna sinna og fá lán í bönkum og stofna reikning hjá strætó og skylja svo skuldirnar eftir hjá strætó hirða lánið og skifta um nokkrar kennitölur nota gróðan í framhaldsnám skylja skuldirnar eftir hjá bankanum og strætó ,gildir ekki jafnræðisreglan þarna eins og í viðskiptum hjá sumum

bpm (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband