14.4.2010 | 01:43
Hættuleg lög ESB
Það er greinilegt að ESB setur bara lög til að vernda einhverjar verksmiðjur í Evrópu án þess að huga að hvort einhver skaði ber að.
Nú hafa rannsóknir á vegur ITIS stofnunarinnar í Sviss bent á að sparperur eru ekki eins skaðlausar. Því manneskja verður fyrir fimmtíuföldum geislun frá sparperum en venjulegri glóperu. Þessar sparperur gætu valdið tauga- og vöðvaskaða sem svo aftur getur valdið hjartsláttartruflunum. Og auk þess hefur komið fram í annarri rannsókn að sparperur eru með 25% meiri kvikasilfur en glóperur.
Það eru sett allskonar verndarlög á vegum ESB bara til að vernda eigin framleiðslu án þess að huga að örygginu. Þetta fer að minna ótrúlega á tímabil Stalíns í Rússlandi Allt fyrir flokkinn, hann er númer 1, 2 og 3 annað má bara eiga sig!"
Hættuleg geislun frá sparperum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er misskilningur hjá þér Ómar, en í fréttinni er ekki talað um fimmtíufalda geislun frá sparperum samanborið við glóperur heldur var niðurstaða svissneskra vísindamanna sú að verði manneskja fyrir fimmtíu földu þeirri hámarksgeislun sem leyfileg er frá perunum, þá geti það valdið skyndilegum tauga- og vöðvaskaða sem svo aftur geta valdið hjartsláttartruflunum.
Ásvaldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 09:26
Ásvaldur. Það breytir því ekki að bann ESB við notkun glópera er algjörlega glórulaust athæfi. Ef það er orkusparandi að nota þessa frystihúsalýsingu þá breytir fólk bara yfir í hana. Þetta bann er á uppruna sinn í umhverfistalibanahætti sem er algengur í löndum Evrópu og víðar í velmegunni. Svo þarf regluverksframleiðslan að framleiða stöðugt meira af reglum og þetta er útkoman. Á myndinni í Mogganum má glögglega sjá fyrirferðina í flúrperunni samanborið við glóperuna. Þetta veldur því að margir lampar verða ónothæfir þegar glóperur verða endanlega ófáanlegar.
Skúli Víkingsson, 14.4.2010 kl. 10:25
Sammála er ég með það að rangt sé að banna notkun á glóperum. Sparperur eru dýrari í framleiðslu, auk þess sem þær innihalda hættulega málma. Fyrir utan þetta þá er birtuendurgjöfin ólík glóperunum sem fólk er vant að nota. Ég veit til þess að sumir hafa safnað að sér hefðbundnum perum og birgt sig upp til næstu 10 ára. Þá verður vonandi peruþróunin orðin betri en í dag.
Ásvaldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:40
Hvað segja svíar nú? Þeir eru búnir að lögfesta að aðeins sparperur séu í notkun árið 2012
Síðan kemur eitt annað upp á teninginn. Það er svo mikið kvikasilfur í perunum að enginn veit hvvað á að gera við þær eftir að þær eru ónýtar. .. Svo ætli það verðði ekki eins og venjulega ef ekki er hægt að endurvinna dótið er það sent til þriðja heimsins, hvert annars?
J.þ.A (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.