Erum við búinn að moka nóg í bankahýddina?

Ég var að velta fyrir mér um daginn hvað Ríkisstjórnir í heiminum, væru búin að moka af peningum í þessa banka- og fjármálahýdd. Það má líkja þessu við að þeir koma með stóra trukka og dæli í þá, en það er eins og þeir fá aldrei nóg! Það er samt allt tómt!

En einhverju hluta vegna hafa þeir sem keyptu sín hús og tóku lán hjá þessum bönkum og þó nokkuð margir búnir að missa húsið og aleiguna, en eru samt ennþá í sömu sporum, Þeim er ekki hjálpað! Það er mokað og mokað í bankahýddina en eina sem bankinn gerir er að taka húsið af þeim sem skuldar honum og lokar svo á alla fyrirgreiðslur.

Ég ætlaði að fara að taka saman hvað ríkistjórnir væru búnir að ausa í bankanna þegar ég rakst á grein um þetta á heimasíðu samtaka fjármálafyrirtækja (http://www.sff.is/media/auglysingar/Bjorgunarpakkar_bankakerfi_-_troud_riki_agust_2009.pdf).

Þetta er tekið saman af IMF í ágúst 2009 og kemur t.d. í ljós að á Írlandi er heildar björgunarpakki til bjargar bankakerfinu þar 209% af VLF og í t.d. Bretlandi er hann orðinn 109,9% af VLF (verg landsframleiðsla). Þetta er af þvílíkri stærðagráðu að manni fer að svima, við erum greinilega ekki að nota réttu meðulin á vandamálið. Ef hin venjulegi maður sem er búinn að missa húsið sitt og er gjaldþrota þá rís hann ekki upp aftur fyrr en eftir 5 ár. Eigum við bara endalaust að moka í bankanna og síðan förum við að velta fyrir okkur hvert fara þessir peningar í raun og veru?

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband