Hvers vegna að byggja við Landspítalan?

Ég velti því fyrir mér hvers vegna að byggja við Landspítalann á sama tíma og gríðarlegur niðurskurður er á þeirri stofnun. Á sama tíma er verið að loka ennþá meira á Reykjarnesi og sú heilsugæsla er næst flugstöðinni, ef eitthvað kæmi þar uppá þá gæti heilsugæslan ekki sinnt því starfi. Á þetta bara að vera tómir veggir með ekkert starf í? Og heyra ráðamenn segja „sjáið þessa bygging byggðum við" þótt ekkert færi þar fram! Jú nefnilega þeir fagmenn sem ég hef talað við segja að 65% af þessari viðbyggingu séu skrifstofur! Ef það sé rétt þá var innréttað nýtt hús rétt hjá Landspítalanum og getur það ekki bara gengið áfram sem skrifstofur?

Síðan les ég grein eftir Hilmar Þór á visir.is að þessi nýja viðbygging er ekki ætluð að hanna af íslenskum arkitektum heldur stórum erlendum arkitektastofum sem hafa þar til gerðan mannafla. Þetta er sennilega enn ein skrautfjörðurinn í ríkisstjórn erlendu lánadrottnana.

Við hljótum að fara að hugsa eigum við bara að byggja til að byggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband