Færsluflokkur: Fjármál
11.7.2013 | 16:53
Illa farið með fjármagn OR
Það er greinilegt að þeir sem stjórna Reykjavíkurborg er alveg sama eða kæra sig kollótta um að fara vel með fjárreyður borgarinnar. Þetta er Samfylkingunni rétt lýst, þessum flokki er ekki treystandi fyrir stjórnun hvorki lands né borgar.
Með því að selja bréfið núna erum við að fá mjög lágt verð fyrir það tonnið á áli er nú $1785 hjá London Metal Exchange (LME) á 3 mánaða er tonnið $1815 og í desember er það komið í $1930. Sjá meðfylgjandi yfirlit frá kauphöllinni.
Stocks and prices for 10 July 2013
LME Official Prices, US$ per tonne
Cash Buyer | 1785.00 |
Cash Seller & Settlement | 1795.00 |
3-months Buyer | 1815.00 |
3-months Seller | 1825.00 |
Dec 1 Buyer | 1930.00 |
Dec 1 Seller | 1940.00 |
Reykvíkingar þurfa að fara að gera kröfur til þess að þeir sem stjórna borginni geri það að mynduleika og að framsýni en ekki af flokkshollustu og óstjórn eins og einkennir Samfylkinguna. | |
|
Samþykkti að selja Magma-bréfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2012 | 13:25
Eru hlutabréfin í útboði Eimskips of há?
Eru bréfin í útboði Eimskips of há? Í lokuðu útboði voru þau á kr. 208 nú er spurning er þetta ekki of hátt? Miðað við þetta verð og gengi 165 (Íslandsbanki 26/10/2012) þá kostar pr. hlutur 1,26. Þar sem Eimskip gerir upp í evrum.
Ef við skoðum hagnað á hlut (eps) þá er hann skráður í ársreikning Eimskips 30/06/2012 (bls 18) 0,04 þannig að hagnaður í íslenskur er kr. 6,6 árið 2011. Það tekur okkur rúm 31,5 ár að fá kaupverið til baka miðað við hagnaðinn.
Ef við skoðum annað skipafélag eins og Maerska A/S þá er það skrá í Kauphöll í Danmörku á DKK 38 en hagnaður á hlut (eps) 2011 var DKK 3,185 og væntanlega 12/2012 yrði hann DKK 4,236 (heimild: Bloomberg.com). Miðað við hagnaðinn 2011 þá tekur aðeins 11,9 ár að fá kaupverið til baka miðað við hagnað 2011 en aðeins 8,6 ár miðað við væntanlega hagnað 2012.
Ef við beitum mjög einfaldra formúlu eins og Gordon til að sjá hvað hluturinn ætti hugsanlega að kosta miðað við hagnað og ávöxtun.
Þá kemur í ljós að Maerska er með 4,236/0,127 = DKK 33,35 hluturinn
Eimskip er 0,04/0,039 = 1,025 eða kr. 169,23. sem er nokkuð mikil munur á þessum tveimur fyrirtækjum. Hjá Maerska A/S er hlutabréfaverðið 15% í kauphöll en í útboði Eimskips er það 23% hærra.
Best sjáum við þennan mun ef við fáum kauprétt á Eimskip því á bls. 19 er skráð samningsgengi 0,839 en frá þessu verði verðum við að borga fyrir að fá þennan kauprétt. Ekki veit ég hvort starfsmenn þurfa að borga fyrir að fá þetta verð eða ekki.
Miðað við þessi tvö fyrirtæki þá er mjög mikill munur og velti ég hreinlega fyrir mér hvort hlutabréfaverið í Eimskip er ekki of dýrt. Besti kosturinn er því að skortselja hlutabréfin þar sem hætta er á að þau munu falla í verði.
Ef einhverjir vilja leiðrétta þessar tölur mínar sem eru setta fram með einföldum aðferðum þá fagna ég því en gera það á faglegan hátt.
Umframeftirspurn í útboðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2012 | 09:29
Mikið gert úr hækkun DAX
Alltaf gaman að sjá hvað gert er mikið úr hækkun á hlutabréfamarkið í evrópu. Sérstaklega núna þegar Þýska DAX hlutabréfavísitalan fór yfir 7.000 stiga markið. Síðast fór hún það 2 apríl 2012. En ef við skoðum þessa vísitölu annars vegar miðað við í dag og yfir 5 ára tímabil. Þá kemur í ljós að hún er við það að ná hámarki og er að stefna niður á við aftur. Það er ekki hægt að mæla hagkerfi Þýskalands eftir þessari vísitölu þar sem fjármagnið flæðir fram og til baka.
Í okkar landi höfum við fjármagn sem hægt er að segja sé hrætt" eða stressað" þar sem stjórnvöld setja á skatta og virðisaukaskatt eftir hvað þeim finnst, fjármagn í slíku landi getur aldrei gert neitt gagn þökk sé stjórnvöldum.
En með því að skoða hvernig hún hefur verið síðustu 5 ár sjáum við sveiflurnar, þannig má gera ráð fyrir að hún hafi náð ákveðnu hámarki og mun stefna niður á við aftur.
DAX yfir sjö þúsund stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2012 | 14:42
Hvar á ég að leggja til hliðar? Fjárfesta Lífeyrissjóðir rétt?
Að leggja til hliða peningar til að nota síðar er góð og gagnleg ráðstöfun. Besta fjárfestingin er að hugsa í löngum tíma með því móti nær þinn bolti að verða stærri og stærri. Þess vegna skil ég ekki hvernig lífeyrissjóðir geta ávaxtað fé sitt jafn illa og gert er. Er hér eitthvað syndrom um að kenna t.d. töpuðu þeir 80 milljörðum á að veðja gegn okkar eigin mynt. Er það góð ávöxtun? Það er eins og Lífeyissjóðir og FME séu alltaf að hugsa sínar fjárfestingar út frá Afleiðu og vogunarsjóða hugsun.
Dæmi:
Sjóður 5 hjá Íslandsbanka fjárfestir eingöngu í skuldabréfum með ábyrgð Ríkissjóðs og flokkast sem meðallangur sjóður.
Frá 3. janúar 1998 - 3 janúar 2012 þá hefur gengið á þessum sjóð farið frá:
3.881 til 8.611 sem gerir að meðaltali ávöxtun upp á 12,05% á ári.
Vísitala neysluverð til verðtryggingar (Hagstofan) á sama tíma janúar 1998 til og með janúar 2012 farið úr: 181,4 í 384,6 sem gerir meðal hækkun upp á 5,51% á ári.
Á þessari mynd sjáum við muninn milli sjóðs 5 og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar á 14 árum.
Að fjárfesta er best að hugsa sem langtíma hugsun þannig nærðu að hámarka það fjármagnið.
Ef þú hefur sem dæmi lagt inn kr. 20.000 á mánuði í þessi 14 ár í sjóð 5 þá værir eign kr. 8.679.784 á sama tíma væri eignin með verðtryggingu orðin kr. 5.048.174. Mismunurinn eru þín eign á að hugsa til langs tíma. Þannig skil ég ekki hvernig Lífeyrissjóðir geta tapað svona miklu og þá kemur spurningin er þeim treystandi?
Aukin velta á fasteignamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2012 | 09:22
Einn af reyndustu hagfræðingum AGS hættir...
...og segir að þá skorti leiðtogahæfileika (CNN). Peter Doyle hefur starfað hjá þeim síðustu 20 ár og vandar þeim ekki kveðjurnar. Hann segir:
"The fund for the past two years has been playing catch-up and reactive roles in the last ditch efforts to save it."
og líka:
"The institution's lack of decisive action, Doyle says, has left "the second global reserve currency (the euro) on the brink."
Er ekki þetta eitt af grunnvandamálum okkar í dag við höfum stjórnmálamenn sem eru fastir í pólitískum skáp og ná þá ekki að horfa fram á veginn og spyrja sig. Hvar eru tækifærin og fara eftir þeim.
Líf á evrópsku mörkuðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2011 | 20:32
Bensínverðið og steini joð
Þessi orð steingríms joð að eldsneytisverð á Íslandi væri með því lægsta í Evrópu er nú ekki samkvæmt sannleikanum! Hér er eitt dæmi sem ég tók saman.
Það sem við þurfum líka að hugsa um er hvað tekur það mig marga vinnutíma að fylla bílinn sem tekur 40 litra á bensíni og verðið eins og það er í dag hjá okkur og þá miðað við laun á Norðurlöndum og Bretlandi. Eins og sést á þessu yfirliti þá tekur það okkur lengstan vinnutíman eða 3,95 vinnutíma að borga fyrir fullan tank af bensíni en aðeins 2,26 vinnutíma í Noregi. Sjón er sögu ríkari!
Gengi: Arionbanki 24.06.2011 168,88
Heimildir: Hagstofa Íslands
evru: Laun í evru frá Hagstofu Íslands
Mánaðarlaun: Hagstofan /regluleg laun margfaldað með nema íslensku launin
Tímakaup: Miðaða við 40 tíma vinnutíma á viku
40 l bensín: Miðað við 40 lítra af bensíni verð frá N1 235
Fjöldi tíma: Sá fjöldi tíma sem þarf til að borga fyrir 40 lítra af bensíni
Lönd | laun í evru | Mánaðarlaun | Tímakaup | 40 l bensín | Fjöldi tíma |
Noregur | 3938 | 665.049,44 | 4.156,56 | 9.408 | 2,26 |
Bretland | 3284 | 554.601,92 | 3.466,26 | 9.408 | 2,71 |
Danmörk | 3268 | 551.899,84 | 3.449,37 | 9.408 | 2,73 |
Svíðþjóð | 2856 | 482.321,28 | 3.014,51 | 9.408 | 3,12 |
Finnland | 2571 | 434.190,48 | 2.713,69 | 9.408 | 3,46 |
Ísland | 381.000 | 2.381,25 | 9.408 | 3,95 |
Skatthlutfall með því lægsta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2010 | 11:40
Nýtt líf
Er EVRAN í tilvistarkreppu? Allavega eru það, það miklar sprungur í þessum gjaldmiðli að til lengri tíma litið er hætt á að hún gefi eftir eða hrynji. Við þurfum ekkert annað en horfa á þau lönd sem bera þennan gjaldmiðil. Ekki bara það heldur er henni haldið uppi af þvílíku afli, til þess eins að sýna hvað hún er frábær. Í raun þyrfti hún að falla um 10-20% lágmarki. Þau lönd sem eru með Evru eru það andstæði séð út frá fjármálum að það er í raun klikkun að tengja þau saman í einn gjaldmiðil.
Mun ekki Evran liðast í sundur og hverfa eftir 5 ár, vegna þess að löndin sem eru núna illa leikin fjárhagslega, sjá að best hefði verið, að vera með sinn eigin gjaldmiðil til að vinna bug á vandanum! En ekki treysta einhverjum gaurum annarsstaðar. Það er líf án Evru!
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2009 | 01:34
Tap á að hafa peninga inn í banka
Þegar farið er yfir hvað vextir eru á almennum bankareikningum eru þeir hreinlega hlægilegir miðað við yfirdráttavextina. Sem dæmi eru almennir vextir hjá:
- Kaupþing með 0,5%
- Íslandsbanki með 1,25%
- Landsbankinn með 1,5%
Yfirdráttavextir eru almennt um 15,6%
Ef við horfum öðruvísi á málið og segja sem svo að við eigum kr. 5000 hvað myndi það taka mörg ár að ná kr. 10.000 á þessum vöxtum. Þá er eins gott að ég hafi góða heilsu því það kemur í ljós að:
- Hjá Kaupþingi þarf ég að hafa þennan 5000 kall í 139 ár inn á bankareikning til að ná kr. 10.000
- Hjá Íslandsbanka þarf ég að bíða í 56 ár
- Og hjá Landsbanka er biðin aðeins 47 ár
Ef þú er með 5000 kr. í yfirdrátt og lætur hann standa óhreyfðan þá tæki það bara 5 ár að verða að 10.000 kr. Ég spyr nú hvaða réttlæti er í þessu?
Ef við tökum vísitöluneysluverð inní þessa frábæru vexti sem við fáum þá erum fjármunir okkar að rýrna á bilinu 12,38% - 13,24%
Það liggur við að ég segi að það er betra að hafa peningana undir koddanum.
Útreikningar á fjölda ára er byggður á: log(10000/5000)/log(1+r/100)= ár (r=vextir)
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)