Færsluflokkur: Dægurmál

Nýtt met

Það er mjög erfið spor að missa eignina sína, en ætli þetta sé ekki nýtt met svo er spurning er þetta upphafið á hrinu uppboða. Svo horfir maður á ríkisstjórnina vera með úrræði eins og þau séu ekki í takti við tíman.

Listin að stjórna felst ekki í því að vera eins og grýla á aðra heldur kunna þá list að nýta sér hæfileiga annarra.


mbl.is Uppboð auglýst á 150 eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2+2=5

Við lestur á þessari grein þar sem hin sprenglærðimaður Gylfi Magnússon sem birtis á vef norska dagblaðsins Dagens Nærivsliv. Þar segir hann „að ríkisstjórn Íslands muni segja af sér ef þjóðin segir nei við ríkisábyrgð".

Hann virðist ekki fatta að það er ekki spurning um ríkisábyrgð heldur um samninginn sem var gerður. Það er til góð bók á íslensku sem kom út árið 1987 og heitir Listin að semja án þess að gefa eftir og höfundar voru Roger Fisher og William Ury. Gylfi þyrfti að lesa þessa bók. Þeir sem tala máli Íslands erlendis verða að minna á t.d. að beitt voru hryðjuverkalögum sem koma hryðjuverkum ekkert við.

 
mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekt eftir verðgildi

Ég vil kjósa þetta frétt vikunnar. Dómstóll í Sviss var með umferðasekt uppá kr. 32,5 milljónir vegna hraðaksturs, en upphæðin var fundin út vegna auðæfa sem fékk sektina. Það er nú spurning hvort þetta gæti verið góð tekjuleið fyrir lögregluna hér á landi.
mbl.is Þarf að greiða 32 milljóna kr. umferðarsekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr liðsmaður fyrir Ísland

Góð grein hjá Michael Waibel við þurfum á fleiri greinum eins og þessar sem styður okkar málsstað.
mbl.is Íslandi ber ekki að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hún íslensk?

Það er alveg stórmerkilegt hvað koma miklar fréttir af ákveðnum einstaklingum, það er eins og þeir eru með fastan fréttadálk allsstaðar. Ef ég myndi ekki vita betur þá myndi ég halda að Paris Hilton væri „made in Iceland". Ég veit orðið meira um hennar einkalíf en minna vina. Sumir hafa sagt við mig að hún væri tákn fyrir þessa heimsku ljósku en í raun er hún frægasta VÖRUMERKIÐ ÉG. Á tíma var hún með verðskrá í gangi ef hún kæmi í partý til þín á gamlárskvöld þá myndir þú þurfa að reiða fram 25 milljónir $ ég held örugglega að hún taki ekki Visa raðgreiðslur.

Hefurðu spáð í þitt vörumerki ÉG? Hlúir þú af því og reynir að byggja það upp? Miðað við hvernig ráðherrar tala þá eru þeir ekki að halda uppi vörumerki Íslands sem skiptir máli fyrir okkur öll.


mbl.is Gifting í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Joly

Ef þessi ömurlega ríkisstjórn væri eins og Joly, þá væri landið á öðrum stað í dag. Gott hjá henni. Þessi fífl sem stjórna þess landi koma alltaf fram og drulla á allt og alla þegar eitthvað er sett ofaní við þá. Þau virðast ekki fatta það að þau búa á Íslandi en ekki í Bretlandi og eiga bara að drullast til að verja sitt eigið land.

Eitt af því sem þau eiga að gera er að segja við greiðum 0,5% fasta vexti!!! Ef þið hafið hlustað á hvað þeir segja í Bretlandi þá er þá tala þeir eins og þetta séu alveg frábærir vextir sem er reyndar ekki því það er hægt að fá lægri vexti í breskum bönkum.

Forsetinn á heiður skilið að standa upp og segja nei, þjóðin velur!


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilanefnd Glitnis - Nýr brandari

Þessi nýja skilanefnd Glitnis gamla hlýtur að vera nýr brandari í sögu þjóðarinnar, það þyrfti að fara að gefa út bók um þetta. Sjá: http://www.visir.is/article/20091228/VIDSKIPTI06/74758465

  • „Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, hefur tilnefnt sjálfan sig í stjórn Íslandsbanka. Jón Sigurðsson hefur verið tilnefndur sem formaður í stjórn bankans. Jón var stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins á síðasta ári þegar skilanefnd Glitnis var skipuð, en Árni Tómasson var einmitt skipaður af FME.
  • Skilanefnd Glitnis bíður nú eftir samþykki FME á þeim 6 stjórnarmönnum sem skilanefndin hefur tilnefnt í bankaráð Íslandsbanka. á meðal þeirra sem eru tilnefndir er Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, en Jón var stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins fram að hruni, en hann var skipaður formaður þess í ársbyrjun 2008." (sótt í visir.is 28.des. 2009)

Miðað við lestur á þessu er ég kominn með æluna upp í háls. Það er ekki verið að opna kassann til að sjá mygluna sem þar er undir heldur að redda vinum. Í raun ætti þessi nefnd að kallast „Vinanefnd Glitnis".


Fösturdagspæling

Loksins er helgin að koma ég er því með nokkrar pælingar fyrir helgina...

Er fötlun að vera karlmaður? Ætli ég geti sótt um örorkubætur?  Miðað við þau orð Steingríms Joð um að Icesave hverfur aldrei...

Túlkun á hvað er ríkisstjórn, henni má líkja þannig: Ríkisstjórn kom til bónda nokkurs og lét skjóta allar kýrnar en gaf honum naut í staðinn. Henni var nokk sama á hverju bóndinn átti að lifa.

 Ástæða fyrir því að karlmenn fá hærri laun en konur er að heili kvenna er notaður en heili karla ónotaður með öllu.

Ætli þetta sé ástæðan fyrir því að það er ekki fötlun að vera Karlmaður það hjálpar hærri laun!

Hvernig stendur á því að þegar ég fer í vinnuna þá hættir heilinn að starfa?


Það er fullkomnað

Það er greinilega fullkomnað hjá Wal-Mart, stærstu verslunarkeðju í heimi. Núna eru þeir farnir að selja líkkistur líka, ekki dugar venjulegar trékistur því þeir selja úr stáli og bronsi á greinilega að vera mjög hægfara rotnun. Ég get alveg séð þetta fyrir mér þú ferð inn og setur í grindina mjólk, sláturvél og eina líkkistu takk. Og það besta er að þeir bjóða raðgreiðslur í 1 ár án vaxta, ætla bara að vona að raðgreiðslurnar lendi ekki á líkinu.
mbl.is Wal-Mart hefur sölu á líkkistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska krónan

Ótrúlega margir tala niður krónuna hægt er að sjá eins og "skipta Mattador peningum fyrir krónur" og ýmislegt annað. Það er alveg greinilegt að þeir hinir sömu eru heilaþvegnir af þessum útrásagaurum en þeir voru flest allir voru/eru í evrum. Eigum við að treysta orðum slíkra gaura sem hugsuðu bara um sjálfan sig en liggur við að segja ekkert um það fyrirtæki sem þeir voru að kaup.

Hvað með útflutning okkar þar sem fiskútflutningur er um 50% og síðan kemur iðnaðurinn með álfyrirtækin og síðan en ekki síst ferðaiðnaður sem er mjög vaxandi og hægt að efla miklu meira. Þessi útflutningur er betur komin með krónu sem við getum stjórnað sjálf og höfum vald yfir heldur en evru eða öðrum miðli sem við getum ekki stjórnað. Það hefur engin frétt verið um útflutning og hvað þeir hafi rétt úr kútnum. Sem dæmi að fyrir um ári síðan var $ á 59 kr það liggur við að segja að hann hafi verið á útsölu (bruna útsölu).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband