Furðulegt ráðingaferli hjá Ásahreppi

Er þetta lýðræðið í dag!

Ásahreppur auglýsti eftir sveitarstjóra 19 sóttu um og þar sem Valtýr sem var áður sveitarstjóri hjá Bláskógabyggð þá var hann ráðinn en hinir ekki virtir viðlits. Ráðningaferlið hér á landi virðist ekki vera upp á marga fiska minnir helst á "vinasamfélag", þar sem besti vinur minn er bestur í starfið.

Ráðningaferli þarf að vera upp á borði og einstaklingar skoðaðir en ekki bara þessi er flottur og hinir mega eiga sig. Ef þetta á að vera svona þá væri best að ráðningaferli væri í gegnum opinbera stofnun. Dæmi eins og Ríkiskaup eru með útboð, því getur einhver af þessum stofnun séð um að auglýsa þessar stöður og skoða þá einstaklinga sem sækja um.

Hinir 18 sem ekki voru virtir viðlits er spurning hvort þeir/þær geti kært þetta og fengið miskabætur, þar sem ekki rétt/vel var staðið að ráðningu sveitarstjóra.

 

 

 


mbl.is Aðeins einn af 19 umsækjendum í viðtal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin og 101 klíkan í Reykjavík

Þegar skoðað eru 10 efstu frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þá kemur merkilegt út að 5 af þeim búa í 101 Reykjavík. Ef Samfylkingin fengi t.d. 7 af 23 Borgarfulltrúum þá væru 4 sem búa í 101 Reykjavík, 2 sem búa í 104 Reykjavík og 1 sem býr í 105 Reykjavík. Önnur hverfi komast ekki að, nema kjósa aðra flokka.

Það er furðulegt að flokkur sem vill stýra í Reykjavík og stýrir í dag, kemur að mestum hluta frá einu og sama póstnúmerinu eða 101. Enda sjáum við það að mestu uppbyggingin er í 101 Reykjavík. 

Best væri að skipta um nafn og kalla Samfylkinguna 101 Reykjavík eða 101 Klíkan


mbl.is Kemur dömubindum fyrir í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir sumarið

Óska öllum góðs vetrar og takk fyrir sumarið. Man ekki alveg hvað ég gerði í sumar, en það hlítur að vera stórkostlegt!

 


mbl.is Holtavörðuheiði lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju listamenn

Vil óska þeim listamönnum til hamingju með að fá úthlutað listamannalaun.

Í þessu ferkantaða þjóðfélagi sem við lifum í í dag, þá gleymist það oft hvað þjóðfélagið væri tómlegt án listarinnar. Allt sem er í kringum okkur í dag er afsprengi lista t.d. föt, bækur, tónlist og hönnun svo eitthvað sé nefnt.

Þess vegna skiptir það máli að hlúa að listinni því þá mun listin veita okkur birtu og gera þjóðfélag okkar auðugt af list.  


mbl.is 369 fá listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

upphafið að fækkun ferðamanna

Hin árstíðabundnu uppsagnir hjá Icelandair er núna á háannatíma ferðaþjónustunnar. Þetta gefur eitt til kynna að hápunktur ferðaþjónustur er komið og þeir gera greinilega til kynna að það verður fækkun miðað við í fyrra.

Enda í dag að þegar farið er í miðbæ Reykjavíkur þá eru miklu færri ferðamenn en í fyrra. Einn hótelstjóri sem ég talaði við sagði "að bókanir væru miklu færri en í fyrra og að hótelið væri illa nýtt".

Núna er kominn tími að halda að sér höndum.


mbl.is Bjóða flugmönnunum vinnu hjá Wow air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt að Costco lækkar olíuna

Það er mjög eðlilegt að Costco lækkar olíuverðið. Þeir fylgja eftir lækkun olíufats á heimsmarkaði, þannig að neytendur á Íslandi eru að fá lækkun erlendis mjög fljót til sín.

Myndin hér að neðan sýnir verð miðað við hvern dag og í dag 22. júni kl. 10:21 er fatið á $42,77. Eins og við sjáum á myndinni þá hefur olíufatið verið að lækka hressilega undafarna daga og ekkert lát virðist vera á lækkun, stefnir undir $40 á fatið.

Flott Costco að fylgja eftir heimsmarkaði.

Olía 22 júni 2017 kl 10_21

 

 

 

 

 

 

 Hér sjáum við hvað kemur út úr einni olíutunnu
Olíutunna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Framleiðsluferlið frá dælustað til neytenda
Flow of crude oil and gasoline and diesel to fueling stations

 

 


mbl.is Costco lækkar olíuverð enn frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólarán

Þetta bull hjá Reykjavíkurborg að vera með "WOW city bike" víðsvegar um borgina. Hver klukkustund kostar litlar kr. 1.200 kr. Það Þýðir að það þarf aðeins kringum 30 til 40 klukkustundir til að greiða þetta hjól upp. Ef hægt er að kalla rán þá er það þetta.


mbl.is Hálftíminn á 600 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hærra gjald við köfun í Silfru - en ekk bara hertar öryggisráðstafanir í Silfru

Fyrir utan hertar öryggisráðstafanir þá tekur þjóðgarðurinn allt of lítið að kafa í Silfru verðið er kr. 1.000 ætti að vera lágmark kr. 10.000. Það á að greiða til þjóðgarðsins sjálfs en ekki fyrirtækisins sem er með köfunina. Með því tryggir þjóðgarðurinn að hann fær örugglega það gjald sem hann setur upp.

Sem dæmi að yfirborðsköfun kostar frá kr. 20.000 til kr. 40.000 síðan bætast við ef þarf að sækja þig. Síðan leggst þessi kr. 1000 ofan á köfunarverðið. Dagsgjald við köfun fer upp í kr. 68.000

Þetta er mjög hlægilegt eigandi staðarins sem er með mesta aðdráttaraflið í köfun fær skitna 1.000 krónur. Hafa menn engan sóma í sér að rukka betur fyrir staðinn. Síðan koma vangaveltur er þetta í rauninni fjöldinn sem fer að kafa, er hann ef til vill ekki helmingi fleiri sem fara að kafa?


mbl.is Nýjar reglur og reynslu krafist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Félagsbústaðir glæpasamtök?

Ef Norski framfaraflokkurinn er á tímamótum, þá er greinilega að Félagsbústaðir eru á tímamótum. Félagsbústaðir er fyrirtæki á vegum Reykjavíkurborgar og er samkvæmt heimasíðu þeirra þjónustufyrirtæki á húsnæðissviði.

Nú bregður svo við að þeir eða þær sem eru að gera skattaskýrslu fyrir einstaklinga sem leigja hjá þessu fyrirtæki hafa tekið eftir ótrúlegu færslu frá þessu fyrirtæki.
Einstaklingur sem greiddi t.d. leigu upp á kr. 820.000 fyrir allt árið í fyrra er núna skráður með tekjur frá þessu sama fyrirtæki undir lið 2.9 kr. 888.000

Félagsbústaðir hafa engan rétt að setja tekjur á einstaklinga sem leigja hjá þeim, þótt að húsaleigan sé lægri en á öðrum stöðum. Þessar tekjur sem þeir virðast hafa skráð er greinilega mismunur á "hugsanlegu leiguverði" og leiguverðið hjá þeim.

Hætt er við því að þeir sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins liti á þetta séu aukatekjur og þeir lækki því sínar greiðslu í samræmi við það.

Ég vil því skora á þá sem eru að gera skattskýrslur fyrir einstaklinga sem leigja hjá Félagsbústöðum að kæra þessar skráðu tekjur til Ríkisskattstjóra. Þar sem þetta eru ekki á neinn hátt tekjur samkvæmt lögum. Heldur tilbúningur á tekjur og gert til þess eins að fegra bókhaldið.

Minni á það að í markmiðum Félagsbústaða sem kemur fram á þeirra heimasíðu segir: "Félagsbústaðir hf. starfa í þágu almannaheilla". Svona gjörningur er skepnuskapur af verstu gerð, því þeir sem leigja hjá þeim eiga yfirleitt ekki um önnur hús að vernda.

 


mbl.is „Í dag myndi ég kjósa nei“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr Schengen :)

Við Íslendingar eigum að yfirgefa Schengensvæðið og stjórna okkar svæði sjálf.

Með þessu er ESB að keyra ferðaþjónustuna niður og við eigum eftir að sjá miklar verðlækkanir á hlutabréfamörkuðum tengda ferðaþjónustu eftir helgi. BNA mun svara með sama móti og ESB.
Minni á það að Bretland er ekki í Schengen þannig gildir þessi tilskipun ESB ekki þar.

Nú er tími að skortselja á ferðaþjónustuna takk fyrir ESB. Ég spái 8% til 10% lækkun á hótelgeiranum og 5% til 9% lækkun á fluggeiranum.

Hér getum við séð Þýska flugfélagið Deutschen Lufthansa við lok í kauphöll í Þýskalandi er komið lækkun niður í €13,88 pr. hlutur við lokun úr €14.11 pr. hlut.
Spurning er fer það niður fyrir €13.00 á mánudag. (taflan er með 4 klst mælingu). 10. október 2016 fór gengi Deutchen Lufthansa niður í €9.10 pr. hlut, þannig að við getum séð snarpa lækkun.

Deutschen Lufthansa 13,88


mbl.is Bandaríkjamenn þurfi vegabréfsáritanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband