28.2.2017 | 22:20
Lögleiðing á morði
Þessi nefnd sem vann að tillögum um heildarendurskoðun laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf, barneignir, fóstureyðingu og ófrjósemisaðgerðir.
Leggja til að hægt verði að eyða fóstri allt að 22. vikna meðgöngu en ekki að 12. viku eins og er núna. Með því að samþykkja þetta, er verið að lögleiða morð. Hefur fóstrið orðið engan verjanda lengur?
Reyndar vill nefndin líka hætta að tala um fóstureyðingu heldur á núna að tala um "þungunarrof"
Eftirfarandi er fengið úr www.fyrirburar.is
"Tíðni fyrirburafæðinga eftir meðgönguvikum af öllum fyrirburafæðingum
60-70% fyrirbura eru fædd eftir 34-36 vikna meðgöngu
20% fyrirbura eru fædd eftir 32-33 vikna meðgöngu
15% fyrirbura eru fædd eftir 28-31 vikna meðgöngu
5% fyrirbura eru fædd eftir minna en 28 vikna meðgöngu (2)."
Af þessu má sjá, að með því að lögleiða fóstureyðingu (þungunarrof) að 22. vikna meðgöngu er verið að leyfa morð á einstaklingi sem hefði geta lifað af. Á Íslandi fæðast 6% barna áður en 37 vikna meðgöngu er náð. Er það þetta sem við viljum? Munum við fá á okkur nafnið "barnamorðingjar"? NEI TAKK ég vill ekki vera barnamorðingi.
Á þessum myndum eru fæddir fyrirburar eftir 22. vikna meðgöngu svona líta þeir út:
Miðað verði við lok 22. viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2016 | 17:09
Sjóræningjar komnir með umboð til stjórnarmyndunar
Núnar er Birgitta komin með umboðið. Það er hægt að gefa út bók um allt hennar bull sem hún hefur látið út úr sér. Hún mun örugglega tala bara við "Lækjarbrekkuklíkuna" núna er sömu hóparnir búnir að tala saman í fjórar vikur. Alltaf strandar þetta á skatthækkunargleði þessara manna.
Besta í stöðunni er að Forseti Íslands boði til kosninga eftir þrjá mánuði, þetta er það eina sem mun leysa málið.
Mun byggja á góðum grunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 3.12.2016 kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
1.12.2016 | 11:44
Eru kjúklingabændur eitthvað betri í Danmörku?
Þessi einhliða umfjöllun um kjúklingabændur hér á landi, kemur eins og allt sé miklu betra erlendis.
Hér kemur sýnishorn af kjúklingabónda frá Danmörku og hvernig slátrun á sér stað. Síðan kemur spurning hvaðan í raun koma þeir kjúklingar sem fluttir eru hingað til landsins. Við þurfum hér á landi að hafa upprunnavottorð frá hvaða landi varan er í raun frá. Taíland er fjórða stærsta útflutningslands heims í kjúklingum.
Sem dæmi að Euro Shopper var upphaflega stofnað í Sviss en flutti síðan til Hollands 1/1 2000. Fyrirtækið heitir í raun AMS og hægt að sjá þeirra heimasíðu hér:
http://www.ams-sourcing.com/ams/history/ Hagar gerðust aðilar að AMS árið 2005
Hætti að hindra innflutning á eggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 2.12.2016 kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2016 | 13:07
Flott hjá Elko en "fake" hjá Toys r us
Fór í Toys r us til að skoða og kaupa á þessum Black Friday" þá fannst mér þeirra tilboð á þessum degi hlægilegt.
Yfir 90% af búðinni var ekki með neitt afslátt heldur það sem var í hillum og voru þær með gulum miða. Í raun voru mjög fáar vörur og það kom út eins og þeir þurftu að losa sig við þessar vörur.
Takk fyrir Toys r us fyrir lélegan Black Friday"
Vefur Elko hrundi vegna álags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2016 | 00:10
Bull hækkun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands
Þetta prumpulið sem kosið var á Alþingi var að fá mjög góða kauphækkun. Þingmenn eru að fá kauphækkun upp á kr.340.000 fer í 1.101.194 (rúmlega 44% hækkun). Þessi hækkun er rúmlega tvöfalt hærra en öryrkjar fá á mánuði frá Tryggingastofnun. Forsætisráðherra fær rúmlega 1/2 milljón í hækkun kringum 35% hækkun. Kauphækkun hjá venjulegu fólki var rúmlega 2,5%
Stórhlut af vinnandi einstaklingum eru með lægri grunnlaun en sú hækkun sem þingmenn fá eða kr. 340.000.
Kjararáð er vanstillt ráð því það erum við skattgreiðendur sem þurfum að borga brúsan. Alþingi kaus 3 af þessum 5 en hvar eru skattgreiðendur og fulltrúar frá t.d. ASÍ. Alþingi og ráðherra eru með 4 af 5 sem sitja í Kjararáði. Af þessu brýtur Kjararáð jafnræðisregluna. Þeir sem eru í kjararáði er kosið af þeim sem fá hækkunina þetta gengur ekki upp.
Skipan kjararáðs frá 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2018:
Aðalmenn:
- Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi
- Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi
- Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi
- Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti
- Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra
Varamenn:
- Eva Dís Pálmadóttir, kosin af Alþingi
- Örlygur Hnefill Jónsson, kosinn af Alþingi
- Ingibjörg Ingadóttir, kosin af Alþingi
- Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, skipuð af Hæstarétti
- Þórlindur Kjartansson, skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra
Laun forseta hækka um hálfa milljón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2016 | 07:02
Aumingja Samfylkingin
Nú er þessi flokkur nánast við það að hverfa með aðeins 5,9% fylgi í síðustu skoðanakönnun sem Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir létu gera. Með þessu fylgi ná þeir sennilega 2-3 þingmönnum.
Þetta er flokkurinn sem átti að vera flokkur Íslands sverð þess og skjöldur og helst að hafa 30% fylgi. En einhvers vegna komust ribbaldar og ræningjar að í flokknum með allt fyrir ESB en ekkert fyrir Ísland.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2016 | 09:17
Handaflið ræður för hjá Pírötum
Þessi flokkur sem segir að "grasrótin ræður". Þá er meint að handafl vissra aðila ræður í raun för en ekki hin hefðbundin flokksmaður eða grasrótarmaður. Þetta er svipað og með prófkjörið þar sem hið góða handafl réði ríkjum. Ótrúlegt er að einstaklingar sem ekkert hafi tekið þátt í starfinu hvað þeir fóru hátt á prófkjörlistann.
Jafna fyrir Pírata gæti því verið Pírati = handafl klíkunnar + vinir á góðum stað í prófkjöri.
Kosningastjóri Pírata rekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.9.2016 | 23:55
Birgitta Jónsdóttir og hennar einkaflokkur
Það eru enginn grunngildi til hjá Pírötum þetta er aðeins einkaflokkur Birgittu Jónsdóttur og annað ekki. Hún ráðkast með fólk eins og sauðfé og hefur ekki fyrir því að mæta á fundi. Hún er valdapotari sem þrífst á að bulla um allt og ekkert og Píratar eru betur komnir án hennar. Hún skipar fólki inn á lista sem hefur lítið sem ekkert hefur tekið þátt í starfinu og hún veltir ekki fyrir sér um það fólk sem er fyrir.
Píratar standa á brauðfótum sem dæmi um það að það eru aðeins 3500 skráðir í þennan einkaflokk og inn í þessari tölu komu 700 manns tveimur vikum fyrir þessar furðulega prófkjör ef prófkjör skildi kalla. Sennilega allt smalað saman fyrir Birgittu.
Áður en yfir líkur munu fleiri fara úr þessum einkaflokki, fólk lætur ekki endalaust traðka á sér.
Íhugar stöðu sína innan flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 3.9.2016 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.8.2016 | 10:45
Skemmdaverk Pokémon spilara
Þeir sem bera ábyrgð á skemmdaverkunum í Lystigarðinum á Akureyri eru þeir sem tengja garðinn við viðkomandi spil sem er Pokémon síðan.
Lystigarðurinn þarf að senda "lögformlega kröfu" á viðkomandi síðu eða eiganda Pokémon (ef ekki báða) að ef garðurinn verður ekki tekinn út úr þessu spili mun viðkomandi eigandi Pokémon bera ábyrgðina á skemmdunum (myndir af skemmdum fylgja með bréfinu).
Pokémon-skemmdarverk í Lystigarðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2016 | 02:06
Gettó Breiðholt er að festast við hverfið
Með þessu fellur bæði íbúðarverð og húsaleiguverð í Breiðholti III og sérstaklega í Fellahverfinu. Hver vill búa í hverfi þar sem tugi manna er í innbyrðis átökum og auk þess með fulla tösku af skotvopnum.
Velkominn í gettó Breiðholt! Ég bjó í þessu hverfi yfir áratug þá gat maður talað íslensku við alla, en núna er meirihlutinn ekki mæltur á íslensku.
Sá tösku fulla af vopnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)