Skilanefnd Glitnis - Nýr brandari

Þessi nýja skilanefnd Glitnis gamla hlýtur að vera nýr brandari í sögu þjóðarinnar, það þyrfti að fara að gefa út bók um þetta. Sjá: http://www.visir.is/article/20091228/VIDSKIPTI06/74758465

  • „Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, hefur tilnefnt sjálfan sig í stjórn Íslandsbanka. Jón Sigurðsson hefur verið tilnefndur sem formaður í stjórn bankans. Jón var stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins á síðasta ári þegar skilanefnd Glitnis var skipuð, en Árni Tómasson var einmitt skipaður af FME.
  • Skilanefnd Glitnis bíður nú eftir samþykki FME á þeim 6 stjórnarmönnum sem skilanefndin hefur tilnefnt í bankaráð Íslandsbanka. á meðal þeirra sem eru tilnefndir er Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, en Jón var stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins fram að hruni, en hann var skipaður formaður þess í ársbyrjun 2008." (sótt í visir.is 28.des. 2009)

Miðað við lestur á þessu er ég kominn með æluna upp í háls. Það er ekki verið að opna kassann til að sjá mygluna sem þar er undir heldur að redda vinum. Í raun ætti þessi nefnd að kallast „Vinanefnd Glitnis".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband