5.1.2018 | 22:26
Til hamingju listamenn
Vil óska þeim listamönnum til hamingju með að fá úthlutað listamannalaun.
Í þessu ferkantaða þjóðfélagi sem við lifum í í dag, þá gleymist það oft hvað þjóðfélagið væri tómlegt án listarinnar. Allt sem er í kringum okkur í dag er afsprengi lista t.d. föt, bækur, tónlist og hönnun svo eitthvað sé nefnt.
Þess vegna skiptir það máli að hlúa að listinni því þá mun listin veita okkur birtu og gera þjóðfélag okkar auðugt af list.
369 fá listamannalaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef föt seljast ekki, fer framleiðandinn á hausinn og ekki ein einasta króna af almannafé fer í framleðandann, nema þá hugsanlega í gjaldþrotaferlinu.
Ef þú hannar eitthvað sem ekki selst, færð þú ekkert. Tapar feitt. Þér finnst þú æðislegur, en því miður engum öðrum og því fer sem fer. Eiga Jón og Gunna að borga brúsann?
Ef þú semur tónlist sem enginn nennir að hlusta á, eða skrifar bók sem ekki selst, áttu þá að eiga rétt á launum, sem greidd eru af öðru fólki, þó þú seljir ekki eitt einasta eintak?
Ef þú skrifar bók sem selst vel, áttu þá í ofanálag að fá bónus frá fólki, sem les ekki einu sinni bókina? Kærir sig jafnvel ekki um hana, hið minnsta?
Sex hundruð milljónir. Það eru engir smáaurar. Hvað eru það mörg árslaun venjulegs fólks?
Menning, menning, menning. Hvað er menning?
Snobb, snobb, snobb.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 6.1.2018 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.