upphafið að fækkun ferðamanna

Hin árstíðabundnu uppsagnir hjá Icelandair er núna á háannatíma ferðaþjónustunnar. Þetta gefur eitt til kynna að hápunktur ferðaþjónustur er komið og þeir gera greinilega til kynna að það verður fækkun miðað við í fyrra.

Enda í dag að þegar farið er í miðbæ Reykjavíkur þá eru miklu færri ferðamenn en í fyrra. Einn hótelstjóri sem ég talaði við sagði "að bókanir væru miklu færri en í fyrra og að hótelið væri illa nýtt".

Núna er kominn tími að halda að sér höndum.


mbl.is Bjóða flugmönnunum vinnu hjá Wow air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og samt er verið að byggja enn fleiri hótel sem eyðileggja borgina, forljóta steynsteypukumbalda, sem síðan fara á hausinn og verða yfirteknir af bankanum, þegar verksalinn skiptir um kennitölu. Þessi hótel munu svo standa tóm þangað til búið er að leigja þetta út á okurverði. Því ekki má leigja þetta út íslenzku almúgafólki á sanngjarnri leigu.

Varðandi ógæfufélagið Icelandair, sem ég og fjölskylda mín erum löngu hætt að fljúga með, er ástæðan fyrir slæmri stöðu félagsins ekki bara minnkun ferðamannastraums, heldur að hluta okri á miðaverði og að hluta til vegna af öllum öðrum en Icelandair fyrirséðnum vandamálum með þessar gömlu, gölluðu vélar sem voru keyptar til að spara einhverja aura. Það hefnir sín núna. Ég hef ekkert gott um Icelandair að segja. Þeir hafa orðið undir í frjálsri samkeppni og er það vel í ljósi þess að áratugum saman dafnaði félagið vegna einokunarstöðu sinnar, sem endaði fyrir um 10 árum.

Varðandi minnkaðan ferðamannastraum, þá er það ekki einungis vegna sterkrar krónu, heldur einnig vegna þess að a) gráðugir ferðaþjónustuaðilar hafa sífellt verið að taka túristana í þurrt rassg... með okri og ósanngirni og b) landið hefur ekkert uppá að bjóða hvað varðar afþreyingu nema að það sé greitt okurverð fyrir.

Allir túristar sem ég hef rætt við, segjast aldrei ætla að koma aftur. Bæði út af okrinu og þessu eilífa slagviðri sem hrjáir veðurfarið hér. Í dag er 26. júní og það er skítakuldi um miðjan dag. En við getum ekkert gert við veðrið. Hins vegar er vel hægt að koma böndum á alla kúrekana í ferðaþjónustunni og minnka græðgisvæðinguna sem einkennir hana. Með því að fæla túristana burt er verið að slátra gullgæsinni, sem að hluta til bjargaði íslenzkum efnahag eftir hrunið.

Pétur D. (IP-tala skráð) 26.6.2017 kl. 13:38

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Lækka verðið á hótelherbergjum, það er furðulegt hversu nýting hótelherbergja verður betri.

Græðgi gengur aldrei lengi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.6.2017 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband