Eðlilegt að Costco lækkar olíuna

Það er mjög eðlilegt að Costco lækkar olíuverðið. Þeir fylgja eftir lækkun olíufats á heimsmarkaði, þannig að neytendur á Íslandi eru að fá lækkun erlendis mjög fljót til sín.

Myndin hér að neðan sýnir verð miðað við hvern dag og í dag 22. júni kl. 10:21 er fatið á $42,77. Eins og við sjáum á myndinni þá hefur olíufatið verið að lækka hressilega undafarna daga og ekkert lát virðist vera á lækkun, stefnir undir $40 á fatið.

Flott Costco að fylgja eftir heimsmarkaði.

Olía 22 júni 2017 kl 10_21

 

 

 

 

 

 

 Hér sjáum við hvað kemur út úr einni olíutunnu
Olíutunna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Framleiðsluferlið frá dælustað til neytenda
Flow of crude oil and gasoline and diesel to fueling stations

 

 


mbl.is Costco lækkar olíuverð enn frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bensín og dísill fylgja ekki endilega verði olíufats á heimsmarkaði. Bensín og dísill geta jafnvel hækkað í verði þó olía lækki. Bensín og dísill eru unnar vörur, eins og brauð. Olíufatið er hráefni, eins og hveiti. Costco er því ekki að fylgja verði olíufats.

Ufsi (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 12:06

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Í einu fati af olíu eru um 42 gallon. Árið 2016 framleiddi hreinsunarstöðvar í Bandaríkjunum að meðaltali um það bil 20 gallon af bensíni og um 11 gallon af brennisteinsdíoxíðolíu sem er mjög lágt brennisteinsdíoxíð (flestir eru seldar sem díselolía og í nokkrum ríkjum sem hitunarolía). Þannig að ef verið lækkar þá er ódýrrar að framleiða með því lækkar verið.

Þetta lögmál á líka við um aðrar vörur eins og t.d. korn, kakó, maís og fleira ef framleiðendur lækka ekki verið þá eru þeir að taka lækkunina til sýn. 

Ómar Gíslason, 22.6.2017 kl. 12:31

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ufsi, menn eiga ekki að skrifa í athugasemdakerfið þegar þeir eru fullir eða út úr heiminum vegna lyfjaneyslu.  Bensín og dísill er hvorttveggja UNNIÐ úr olíu sauðurinn þinn......

Jóhann Elíasson, 22.6.2017 kl. 12:31

4 identicon

Bensín og dísill eru með sitt sjálfstæða heimsmarkaðsverð. Framboð og eftirspurn ráða þar verði en ekki hráefnið sem varan er unnin úr. En vankaðir heiladauðir hálfvitar eins og Jóhann eiga erfitt með að skilja það, eins og svo margt annað.

Ufsi (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 13:07

5 Smámynd: Már Elíson

Svona geta "ufsa-sauðir" spamað skíthræddir, heimskir og nr. 1...nafnlausir, dópaður eða fullur. - Dæmigert nafnlaust og ábyrgðarlaust þvaður í skjóli nætur. Ómarktækt kjaftæði sem ætti að eyða út strax.

Már Elíson, 22.6.2017 kl. 14:20

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í það minnsta hef ég kjark til að koma fram undir nafni sem er meira en hægt er að segja um "suma"......cool

Jóhann Elíasson, 22.6.2017 kl. 14:31

7 identicon

Furðulegt hvað heimskum mönnum verður annt um að vita við hvern þeir deila þegar þeir eru orðnir rökþrota. Póstar 5 og 6 innihalda ekkert um Costco eða bensín og dísil.

Ufsi (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 14:58

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg er það merkilegt með menn sem hafa ekkert að segja og í þau skipti sem þeir segja eitthvað tala þeir með rass..... og svo eru þeir svo huglausir að þeir þora ekki að koma fram undir nafni.... undecided

Jóhann Elíasson, 22.6.2017 kl. 17:51

9 identicon

Það er þá gott að ég kom með málefnalegar staðreyndir um verðmyndun á bensín og dísil meðan Jóhann bullaði í algeru þekkingarleysi og reiddist þegar honum var bent á að athugasemdir hans væru heimskulegar. Að koma fram undir nafni er augljóslega ekki merki um starfhæfan heila og tryggir greinilega ekki gáfuleg ummæli.

Ufsi (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 19:45

10 identicon

Ufsi, hroki er einn al-versti eiginleiki manna. Hann verður verri eftir því sem innistæðan fyrir hrokanum er minni, Og þegar menn verða eins og þú, þar sem engin innistæða er fyrir hrokanum, verður maður eins og þú óbærilegur.

Í ódýrustu löndum heims er hlutfall á verði hveitis um helmingur af brauðverði. Sem sagt, kíló af hveiti sem kostar 20 krónur gefur af sér brauð sem kostar 40 krónur. Ef hveiti hækkar um 10%, þá hækkar brauðið um 5%. Og þar sem brauðið er meginuppistaða í mataræði víða, er ekki þess langt að bíða, að laun hækki til að viðhalda getunni til að kaupa brauð. Sem sagt, ef hveiti hækkar um 10%, þá enda launin í svipaðri hækkun. Heimsmarkaðsverð á hráefninu hveiti leiðir því til beinnar álíka hækkunar á ómissandi framleiðslu sem brauð er. Þetta er í sinni einföldustu mynd.

Ef bensínverð hækkar, þá er það vegna aukinnar eftirspurnar, eða minnkandi framboðs á hráolíu. Launabreytingar eru ekki jafn línulegar og á hveiti. Það er hægt að nota minna bensín, en það er ekki hægt að borða minna af brauði. Framleiðslukostnaðurinn breytist ekkert við hækkandi/lækkandi verð á hráolíu, enda eru samingar um olíuhreinsun fastbundnir til lengri tíma. Og hver skyldi ástæðan vera fyrir lækkandi olíuverði, Ufsi? Jú, minni eftirspurn eða meira framboð af bensíni og olíum, og þ.a.l. lækkandi verð, eða þrýstingur um lækkandi verð. Hráolíuverð er  alltaf grunnurinn að bensínverði, og oftast nær eini orsakavaldurinn á verðbreytingum. Á Íslandi finnum við minna fyrir verðbreytingum á hráolíuverði, enda er tollur á Íslandi föst krónutala á líter, en ekki hlutfallsprósenta, eins og var hér áður fyrr, og er víða erlendis. En það breytir því ekki, að lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu ætti að leiða til lækkunar á Íslandi, eins og Costco sýnir fram á. Gengisstyrking krónu hefur svo auðvitað sín áhrif.

Ef bensínverð sveiflast ekki á Íslandi í samræmi við heimsmarkaðsverð á olíu, bendir það eindregið til þess að hér ríki fákeppni, eða hafi ríkt. Eins og Costco hefur sýnt fram á.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband