28.9.2016 | 07:02
Aumingja Samfylkingin
Nú er þessi flokkur nánast við það að hverfa með aðeins 5,9% fylgi í síðustu skoðanakönnun sem Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir létu gera. Með þessu fylgi ná þeir sennilega 2-3 þingmönnum.
Þetta er flokkurinn sem átti að vera flokkur Íslands sverð þess og skjöldur og helst að hafa 30% fylgi. En einhvers vegna komust ribbaldar og ræningjar að í flokknum með allt fyrir ESB en ekkert fyrir Ísland.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott mál að Samfó hverfur...helst alveg !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 28.9.2016 kl. 07:17
Takk fyrir Birgir. Með þessu áframhaldi mun hún hverfa hún hefur farið úr 8% í 5,9% undir 5% enginn þingmaður.
Ómar Gíslason, 28.9.2016 kl. 07:31
Það er orðið frekar hæpið þegar það er tvísýnt um það hvort formaðurinn komist inn á þing...
Jóhann Elíasson, 28.9.2016 kl. 10:18
Við þurfum sem sagt að auglýsa í Tapað Fundið eftir þingmanni fyrir Samfó :)
Ómar Gíslason, 28.9.2016 kl. 10:37
Já eða að auglýsa eftir starfi fyrir hana. Ég hef heyrt að menn í FS séu ekkert áfjáðir í að fá hana til baka..
Jóhann Elíasson, 28.9.2016 kl. 10:50
Það þarf ekki að kjósa samfylkinguna til að endurvekja viðræður við ESB.
Allir flokkar (sem komast á þing) nema Framsókn og sjálfstæðisflokkur ætla að leyfa þjóðinni að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið.
Framsókn og sjálfstæðisflokkur lofuðu þessu síðast og sviku þannig að þeim er ekki hægt að treysta til neinna verka.
Þannig að það eru miklar líkur á að kosning um framhaldið fari fram fljótlega.
Þið hræðist það nú varla..
Snorri (IP-tala skráð) 28.9.2016 kl. 13:10
Snorri.
Viltu ganga í ESB?
__ Já
__ Nei
Benedikt V. Warén, 28.9.2016 kl. 15:21
Hérna er "pakkinn" fyrir þá sem vilja "kíkja í pakkann": Samsteyptar útgáfur sáttmála um Evrópusambandið og sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins
Höldum svo gjarnan þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við viljum þennan pakka eða ekki svo við getum farið að einbeita okkur að öðrum og þarfari hlutum.
Meirihlutinn vill sem fyrr ekki í ESB - mbl.is
Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2016 kl. 17:08
Benedikt, svarið er já ef samningur verður hagkvæmur íslendingum.
Snorri (IP-tala skráð) 29.9.2016 kl. 11:39
Snorri.
Viltu ganga í ESB?
_X_ Já
__ Nei
Áfram ESB
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.9.2016 kl. 12:15
Snorri.
Hér er samningurinn: Samsteyptar útgáfur sáttmála um Evrópusambandið og sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins
Vilt þú að Ísland undirgangist þennan samning?
__ Já
__ Nei
Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2016 kl. 14:37
Snorri.
Hér er samningurinn: Samsteyptar útgáfur sáttmála um Evrópusambandið og sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins
Vilt þú að Ísland undirgangist þennan samning?
_X_ Já
__ Nei
áFRAM ESB
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.9.2016 kl. 15:18
Eigum við að þurfa að hringja í 113 og biðja um vælubílinn á Helga Jónsson
Ómar Gíslason, 29.9.2016 kl. 17:25
Aukaspurning til Snorra.
Hefur þú lesið skilmála ESB fyrir Ísland, til að fá inngöngu og ert þú sáttur við að erlend skip fái að veiða í íslenskri lögsögu?
___ Já
___ Nei
Benedikt V. Warén, 29.9.2016 kl. 17:29
ESB-já-narnir hafa ekkert breyst.
Jóhannes (IP-tala skráð) 29.9.2016 kl. 23:39
En þessar endalausu kjanaumræður hja sumum um ESB ..sumir halda sig enn við pakkann góða .flónska á háu stigi einfaldlega! ..en i annann stað verður að byrja fra grunni og það rettum grunni ...Þjóðaratkvæðagreiðsla hvort eigi að ...ÞAÐ SKILJA FÆSTIR !! T.D. EKKI vIÐREISN ruglið endaausa !!
rhansen, 30.9.2016 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.