Hið rétta um fjöldann á Austurvelli

Maður hefur heyrt mjög háar tölur hversu margir hafa verið á Austvelli. En hvað komast margir á þennan völl. Hér kemur mynd þar sem einhver hefur skoðað málið.

Heildarfjöldin á þessari myndi er 1073. Það er erfitt að rúma miklu meiri sökum plássleysis.

Þessi fjöldi getur ekki verið talsmenn 320.000 manna þjóðar ætla þetta sé 50% af þeim sem kjósa VG.

Austurvollur fjöldi


mbl.is Átti tvo kosti í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrsta skipti, sem ég sé eitthvað raunhæft skrifað um fjölda "mótmælenda" á Austurvelli.  Hingað til hafa fjölmiðmiðlar látið "mata sig" á tölum sem enginn veit hvernig eru fengnar og eru eins óraunhæfar og hugsast getur.  Væri ekki einfaldast að taka rýmið á Austurvelli og deila í það með því plássi sem manneskja tekur?

Jóhann Elíasson, 9.4.2016 kl. 08:13

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Byrjar aftur söngurinn um fámennið á Austurvelli, byggður á staðleysum sem ég hrakti fyrir þremur árum. Austurvöllur er, þegar göturnar við hann eru lokaðar fyrir bílaumferð, um 8000 fermetrar. Meðalmaður er með 43 sm axlar- og mjaðmabreidd samkvæmt viðurkenndum stöðlum fyrir sæti í flugvélum og bílum, og þarf um 30 sm mælt fram og aftur.

Þetta þýðir að séð beint ofan frá þarf hver maður um 0,13 fermetra. 10 þúsund manns þekja því um 1300 fermetra nettó.

Setjum sem svo að hver maður þyrfti einn fermetra. Með því mikla rými fyrir hvern mann kæmust 8000 manns fyrir á Austurvelli. Á téðum útifundi flæddi fólkið út í næstu götur.

Ef allir sætu í sætum á Austurvelli líkt og í farþegaþotu þar sem staðallinn er að hver maður þarf tæpan hálfan fermetra, væri hægt að koma 16 þúsund manns fyrir sitjandi í stólum á Austurvelli.  

Ómar Ragnarsson, 9.4.2016 kl. 08:29

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Austurvöllur er ekki það stór að hann rúmar alla þessa þúsundi svo fyrir utan það þá er eitt stk stytta + tré og síðan er stór veggur + garðstólar.

Ef við liggjum hver ofná öðrum komust örugglega 50 þúsund fyrir en það er ekki raunin.

Ómar Gíslason, 9.4.2016 kl. 08:46

4 identicon

Það versta er, finnst mér, að stjórnarandstaðar er sífellt að segja "þjóðin vill, þjóðin vill". Er fólkið á Austurvelli öll íslenska þjóðin í þeirra hugum eða hvað? Ég hélt nú, að við Íslendingar værum fleiri en sá söfnuður atvinnumótmælenda, sem mætir samviskusamlega á Austurvöll, þegar hvatt er til mótmæla, og því væri varla hægt að segja þjóðina vilja eitt eða annað. Stjórnarandstaðan talar a.m.k. ekki í mínu nafni þar, og það eru fleiri, sem segja það sama, veit ég. Svo mikið er víst. Ég skil því ekki þetta blaður í stjórnarandstöðunni um, að þjóðin vilji þetta eða hitt, þegar þeir eru augljóslega með þennan söfnuð, sem er á Austurvelli, í huga, en er ekki nema brotabrot af þjóðinni.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 09:51

5 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Væru 2 hræður á fermetra yrði fjöldin samt um 16 þúsund miðað við stærð vallarins ásamt gangstéttum og hliðargötum.

Væru tetta tónleikar með Muse myndi Austurvöllur rúma um 40 þúsund manns.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.4.2016 kl. 10:00

6 identicon

Ómar Gíslason, smá pælingar.

Sakvæmt Google map er Austurvöllur um 8000 Fm. og ef maður gefur sér að nýtilegt svæði sé 6250 Fm. og ef það eru 1073 menn á 6250 Fm svæði, þá hefur hver maður um 5,82 Fm. svæði sem þýðir að hver maður hefur svæði sem er 2,41 M á kant.

Ef meðalmaður hefur 1,8 M faðm þá hefðu allir getað teygt út hendurnar en samt verið 60 cm frá því að snerta mæsta handlegginn á næta manni. Ég tel að þéttleikinn sé nálægt 3 á Fm. sem þýðir að 18000 til 20000 manns eru á myndinni. Hér er myndin af Austurvelli í betri upplausn: https://revolution-news.com/22000-icelanders-protest-demand-pm-resign/ 

Ég ráðlegg þér að skoða þessa síðu: http://www.gkstill.com/Support/crowd-density/625sm/Density6.html 

Jónas Kr (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 11:23

7 Smámynd: Ómar Gíslason

Samkvæmt Borgarvefsjá Reykjavíkurborgar http://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/ þar er hægt að gera útreikninga og Austurvöllur að öllum húsum nema aðeins að götunni við Alþingishúsið þá er Austurvöllur 5960 minn í þessa tölu eru stytta, bekkir, tré, runnar og veggur sem þurfa að dragast frá.

Ómar Gíslason, 9.4.2016 kl. 12:14

8 Smámynd: Ómar Gíslason

Þessi Borgarvefsjá er snildartæki

Ómar Gíslason, 9.4.2016 kl. 12:15

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ómar það þarf ekki mikinn snilling til að telja þessa 110 á myndinni sem margfallt fleiri, ég var fljótur að telja yfir 50 hausa og komst ekki upp úr hægra horninu. Ómar er með síld í tunnu til viðmiðunar og það er að sjálfsögðu rangt einnig.

Án ábyrgðar þá máttu margfalda tölurnar með 10 eða þar um bil til að nálgast rétta tölu.

Sindri Karl Sigurðsson, 9.4.2016 kl. 12:57

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sindri, það er alltaf sama sagan með þig, þú berð alltaf fyrir þig einhverja þvælu þegar þú verður rökþrota.  Hvernig væri að reyna að fara að sætta sig bara við staðreyndirnar?

Jóhann Elíasson, 9.4.2016 kl. 13:55

11 Smámynd: Jón Ragnarsson

 Mæli með að stuðningsfólk ríkisstjórnarinnar fái einn dag og mæti. Þá sjáum við hlutföllin. 

Jón Ragnarsson, 9.4.2016 kl. 14:30

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Ragnarsson, þetta fjallar EKKI um stuðningsfólk ríkisstjórnarinnar, heldur um plássið á Austurvelli og hversu margir GETI komist þar fyrir.

Jóhann Elíasson, 9.4.2016 kl. 14:38

13 identicon

Nú ætla ég að leiðrétta það kjaftæði sem fólk er að halda fram.
Ég er að ljúka námi í byggingarverkfræði þar sem áhugi minn hefur helst snúið að opnum svæðum. En hey... ekki trúa mér, bendi frekar á rit eins og Introducation to crowd science eftir G. Keith Still... nema þeir séu líka að plotta á móti ykkur.

Annars: Efri mörk (án þess að það sé óþægilegt að vera þar) eru fimm einstaklingar á hvern fermetar (sjá bls 34, 36 og 47 í bókinni sem ég vitnaði í). Ef aðeins væri helmingur rýmisins á austurvelli nothæfur (3000m2) þá væri pláss fyrir 15.000 manns þar. Hér er þó gert ráð fyrir að allir séu álíka þykkir og enginn með bakpoka eða neitt á sér.
Dreifðari hópur og mun nær því sem það er í dag og seinustu daga eru tveir til þrír einstaklingar á fermeterinn, en þegar það eru tveir einstaklingar á fermeterinn þá má auðveldlega gagna á milli þeirra. bara þá er pláss fyrir 6000 einstaklinga miða við áður uppgefna tölu.

Að halda að það komist bara 1000 manns þarna er... kjaftæði. Það þarf bara rétt að gera hausa talningu á myndinni til að sjá að tölurnar eru kolvitlausar...

Á ný, ekki trúa mér, kíktu á kennslugögn eða önnur gögn frá verkfræðingum og sjáðu þetta sjálfur.

Daníel Orri Jónsson (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 15:42

14 identicon

Skemmtileg umræða, svona eins og hvað komast margir fílar inn í Volkswagen. Höldum okkur við þá kenningu, tveir afturí og tveir frammí, en við skulum ALDREI gera þau mistök að fara að reyna að telja fólkið á myndinni, myndin hreinlega lygur eins og allir sjá skýrt, er það ekki annars svo? Verkfræðin segir bara svo. Þá er það afgreitt.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 23:57

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Taglhnýtingar ríkisstjórnarinnar sem "skríllinn" hrakti frá völdum í Búsáhaldabyltingunni sáu eiginlega aldrei nema 11-12 mótmælendur.
Þeir áttu ekki orð yfir alla þá lygi sem "svokallaðir mótmælendur" létu frá sér fara um þennan fjölda á Austurvelli.
Stormur í vatnsglasi var lýsingin og nú er sami söngurinn byrjaður hjá þessum skíthrædda náhirðarkór.

Árni Gunnarsson, 11.4.2016 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband