HS Veitur ekki í lagi

Það er ýmislegt ekki í lagi heldur bílastæðagjöldin á Keflavíkurflugvelli. Það er t.d. HS Veitur sem sjá um dreifingu á t.d. rafmagni hérna á Reykjanesi. Þetta fyrirtæki er fyrirmunað að senda út reikninga á réttum tíma.

Sem dæmi að síðustu tveir reikningar hefur hafa ekki verið í réttum farvegi. Síðasti reikningur kom 5. febrúar inn á banka en gjalddaginn er skráður 31. janúar 2016. Gjalddaginn er sem sagt liðin þegar ég fæ reikninginn.

Gjalddagi þýðir síðasti dagur við greiðslu reiknings en eindagi þýðir lokadagur áður en dráttarvextir koma á reikning. Fyrirtæki sem ekki þekkir þennan mun hlýtur að þura að fara í skóla og læra hlutinn. Að senda út reikning þar sem gjalddagi er liðinn er í raun stórfurðulegt. HS Veitur þurfa því að færa þennan gjalddaga þannig að hann standist útsendingu í banka.

Á tímum þar sem tölvur ráð ríkjum þá hlýtur fyrirtæki eins og HS Veitur að geta haldið þessu í réttum farvegi.

 


mbl.is Bílastæðagjöld tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband