Dvalartíminn og barnasáttmálinn

Þar sem við erum í Schengen, þá eru lög Schengen rétthærri en stjórnarskrá og lög í viðkomandi landi. Samanber að hafa ber barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til hliðsjónar við hælisumsóknir. Þetta gildir ekki ef við erum í Schengen og hefur engan tilgang að koma með þetta, því við verðum að fara eftir Schengen. Sem dæmi að lög ESB eru rétthærri en stjórnarskrár og lög viðkomandi ESB ríkja, sama á við um Schengen. 

Þegar þessi nýja stofnun verður til þá gæti hún haft mjög víðtækar heimildir t.d. að senda ákveðin fjöldi flóttamanna til viðkomandi ríkja án þess að þau hefði nokkuð um það að segja. Við gætum allt í einu verið á þeim stað að taka við 3000 flóttamönnum frá Ítalíu. Er það sem við viljum með veru okkar í Schengen? 

Schengen eru fyrir ríki innan ESB en bæði Bretland og Írland eru ekki í Schengen. Við íslendingar eigum að segja okkur úr Schengen þar sem við erum ekki meðlimir ESB. Auk þess greiðum við til Interpol og þar fáum við allar upplýsingar sem landamæravarslan þarf á að halda. Það er bæði tímaskekkja og peningaeyðsla að vera í Schengen og ég tala nú ekki um að við eru ekki stödd á meginlandi Evrópu.

ÚR SCHENGEN

 


mbl.is Dvalartíminn styrki réttarstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband