16.11.2014 | 13:10
Í nafni Íslams
Allt þetta er gert í nafni Íslams, hjálparstarfsmaðurinn Peters Kassigs er drepinn í nafni íslams, konur eru seldar í hórdóm í nafni íslams og ekki alls fyrir löngu voru kristin hjón í Pakistan brennd í nafni íslams. Með þessu móti er þessi trú að sendi sjálfan sig í svartholið til þeim sem þar búa.
Eins og er hefur enginn í Íslam komið fram í nafni þessara trúar og lagst gegn þessari vitfirru. Því er miður að trúin í dag eins og Íslam ekkert orðin annað en pólitísk stjórnun á fólki, trúin hefur því miður verið send í burtu. Ef til vill hentar það þessum vitfirðingum að nota trúna í sínu eigin þarfir og halda að þeir séu Guðir.
Með þessum gjörðum er trúin að gjaldfella sjálfan sig og hætt er við að hin venjulegur maður forðast trúna eins og hún er sýnd af þessum mönnum. Vert er að minnast orða Stalíns: að trúin er ópíum fólksins". Ég ætla bara að vona að hið góða sigrar hið illa í trúnni.
Foreldrar Kassigs bíða staðfestingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og þú fellur í þá gröf, sem ætluð er fávísum og styrkir illvirkjana, að telja þá sem segjast gera eitthvað í nafni trúar fulltrúa og talsmenn þeirrar trúar. Það hefur gegnum aldirnar virkað vel á sauðsvartan almúgann, ómenntaðan lýðinn og auðsveipan skríl að koma fram í nafni trúar þegar óhæfuverk eru framin. En hið góða sigrar aldrei hið illa í trúnni meðan illvirki manna eru auðveldlega skrifuð á trúna af auðsveipum fylgjendum og treggáfuðum andstæðingum. Meðan fólk eins og þú láta eins auðveldlega blekkjast og raun ber vitni verður trúin voldugt verkfæri illmenna.
P.s. Þar sem þú virðist lítið hafa kynnt þér málið þá hafa trúarleiðtogar Múslima um allan heim fordæmt Isis.
Ufsi (IP-tala skráð) 16.11.2014 kl. 16:37
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir þínir !
Það er við hæfi - að þú vekir athygli á vinnubrögðum þessa óþjóðalýðs (Muhameðstrúarmanna): að verðugu.
Hýenur eyðimarkanna - eru heiðarlegri í háttum sínum / en þetta lið.
Íslenzkir velunnarar þessa safnaðar - gæta þess líka vel: að halda kjapti sé einhver ''óþægileg'' umræða í gangi - um þennan rumpulýð: síðuhafi góður.
Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem oftar og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2014 kl. 16:41
Ufsi, þú ert "vankaðri" en ég hafði ímyndað mér...........
Jóhann Elíasson, 17.11.2014 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.