Smálánabullið

Við eigum að banna svona bull fyrirtæki. Það eru til fínar lausnir sem eru bankar eða nota kreditkortið svona okurlánabúllur eiga ekki að geta starfað hér á landi.
mbl.is Tvær blokkir á smálánamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Væri bara ekki ráð að endurvekja lögin um okur?????  Þetta er sko alveg rétt hjá þér svona starfsemi ætti ekki að líðast..........

Jóhann Elíasson, 9.1.2014 kl. 11:40

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er búið að endurvekja lagaákvæði um hámarkslánskostnað, sem er nú 50% á ári plús stýrivextir.

Þau ákvæði er að finna í nýjum lögum um neytendalán nr. 33/2013 sem tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn.

Með því var endanlega sagt skilið við það tímabil fullkomins vaxtafrelsis sem lauk með setningu laga nr. 151/2010.

En þessi smálánafyrirtæki eru ekkert meira glæpsamleg heldur en önnur fjármálafyrirtæki hér á landi.

Stærstu nefninlega glæpirnir fara fram með stórlánum, en ekki smálánum.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.1.2014 kl. 12:54

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Verðbólga á síðasta ári var 4,14% (hagstofan) hjá Lífeyrissjóð VR voru fastir vextir 3,9, þetta gerir kringum 8,04% sem er miklu minna en 50% + stýrivextir. En þessir 50% er ekki rétt tala því við verðum að tala um hvað ársvextir eru í reynd (Effective interest rate) þá kemur út að árvextir í reynd eru 63,20% + stýrivextir. Þessi smálánafyrirtæki eru ekki eftirlitskyldir aðilar hjá Fjármálaeftirlitinu sem þeir ættu að vera.

Ómar Gíslason, 9.1.2014 kl. 13:48

4 Smámynd: Ómar Gíslason

formúla fyrir árvexti í reynd (EFF) er: i = ((1+(r/m)/100)^m -1)*100.  r = vaxtaprósenta, m = fjöldi vaxtatímabila á ári og i = ársvextir

Ómar Gíslason, 9.1.2014 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband