Er ESB ekki fyrir alla?

Rúmenía varð aðila að ESB árið 2007 og með því fylgir sá réttur að sögn ESB að 17 lönd eru innri markaður og fólki er frjálst að fara á milli þessara landa sem eitt land. En einhverju hluta vegna finnst frönskum yfirvöldum að Rómanfólkið (sígaunar) ekkert erindi eiga til Frakklands og eru að senda það aftur til Rúmeníu. Það besta er að bæði þessi lönd eru aðilar að ESB.

Þetta sýnir best að ESB er ekki að ganga upp, sama hvað fólki finnst um sígauna og þeirra lífsstíll. Þessi flutningur fer óneitanlega að minna á Hitler og hans flutningi á gyðingum. Ef lönd sem með sama fána, sömu landamæri og sama innri markaða þá hljóta þessi lönd að geta sætt sig við það að það verða fólksflutningar milli þessara svæða. Ef ekki þá er komið stór brotalöm á ESB-kerfið og það byrjar að rotna innan frá. Það er greinilegt að ESB er ekki fyrir alla þegna esb bara suma sem kerfinu líkar. Best er að halda sig utan dyra frá þessu kerfi


mbl.is Sígaunar sendir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki að ég sé aðdáandi ESB þá er málið með Rúmensku sígaunana ekki svona einfalt.

Mín reynsla af sígaunum er frá Noregi, en mikið af sígaunum eru búsettir í Noregi og þar hafa stjórnvöld ekki hugmynd hvað þau eiga að gera við þetta blessaða fólk.

Stór hluti - jafnvel flestir af sígaununum eru ekki til á blaði.

Ekkert vegabréf, engin fæðingarskjöl eða hvað sem er.

Sem gerir það ómögulegt fyrir þau að fá vinnu, dvalarleyfi, sjúkratryggingar osfrv.

Og hvað gerir fólk sem getur ekki tekið þátt í hinu daglega lífi?

Betlar, rænir, selur drasl á götunum, leggst út í vændi eða þar fram eftir götunum t.d. því allir þurfa pening, mat og stað til að lifa.

Og hvað eiga stjórnvöld að gera við sígaunana? Senda þau heim? Hvað er heim? Leyfa þeim að vera á götunum?

Ég myndi segja að ábyrgðin liggji helst hjá Rúmensku stjórnvöldunum. Því ef þau tæku á þessu vandamáli, þá gætu sígaunarnir tekið þátt í atvinnulífinu alls staðar í Evrópu.

Því sígaunar mega eiga það að þeir eru þrælduglegir, ríkir af menningu og stór hluti af þeim vill vel :)

En ég skil vel afhverju ESB lönd vilja ekki hafa sígaunaklíkur úti á götunum öllum til trafala....

Hafsteinn Þór (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 10:47

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála ofanrituðu. Sígaunar eru "þjóð" sem skilur sig af í þeirri sannfæringu að þeir séu ekki þjóð og lúti ekki lögum. Þeir borga ekki skatta en lifa á sníkjum og stuldi. Þetta eru engar ýkjur. 99% auðgunarglæpa a við hraðbankasvindl o.þ.h. Í Bretlandi eru af völdum þessa fólks. Það ber enga virðingu fyrir eignarétti né Eim þjóðum sem þeir gista. Rúmenar geta ekki breytt þessu. Þetta er plága, sem hefur fylgt þessu landlausa og löglausa fólki frá örófi.

Þetta hefur ekkert með ESB að gera. Þetta fólk hefur verið flutt héðan í bunkum af sömu sökum, sem og víðast hvar annarstaðar. Umburðarlyndi á sér takmarkanir og ekki trúverðugt að slá um sig með pólitískri réttrúnaðarhræsni í því sambamdi jafnvel þótt það sé bara í veikri von um perónulega upphefð þína.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2013 kl. 12:44

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég er alveg sammála ykkur báðum varðandi sígauna. Í Rúmeníu er t.d. 2 ára fangelsi fyrir þjófnaði í þætti sem ég sá um Barcelona um þjófnað í borgum, koma fram í máli þeirra (sígauna) þar að á Spáni er aðeins 2 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Þannig að það er miklu betra að stela á Spáni og sitja stutt í fangelsi. Vandi þessa fólks er að þeir eru annað flokks þegnar í Rúmeníu og fá ekki sömu meðferð og aðrir þegnar Rúmeníu.

Þar sem bæði löndin eru í ESB og hafa frjálst flæði vinnuafls, þá getur ESB beitt sér fyrir því að allir hafi t.d. löggilt vegabréf frá því landi sem það kom frá og krefjast þess að stjórnvöld í Rúmeníu sjái svo um að þau hafi löggilda pappíra. Í dag getur hver sem er innan ESB labbað á milli án þess að nokkur sé að spyrja eða gera athugasemdir við það. Þannig samræmist það ekki esb að senda suma hópa heim eða til þess svæðis sem það kom frá. Þetta getur orðið eitt af mestu vandamálum innan ESB en t.d. Bretland eru ekki í Schengen því geta þeir ekki farið þar inn að vild þannig er það okkar besta mál að fara úr Schengen þá munum við stjórna okkar landamærum. Ekki veit ég hvort Noregur er í Schengen en að hafa svona algjörlega frjálst flæði án þess að hafa nokkrar girðingar á eftir að skapa mikið vandamál í framtíðinni.

Ómar Gíslason, 2.10.2013 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband