Íslenskar lopapeysur eiga að hafa upprunna vottorð til að tryggja öryggi

Mér finnst það með ólikingum að fyrirtæki hér á landi skuli komast upp með það að láta framleiða lopapeysur í Kína og selja það hér á landi og senda út sölubæklinga til mið evrópu og spurning um hver er upprunnaland vörunnar.

Við eigum því að hafa upprunna vottorð á hverri flík sem framleidd er sannarlega hér á landi, því erlendir aðilar treysta því að þær t.d. lopapeysur og húfur sem keyptar eru undir nafni Íslands sé Íslenskt en ekki Kínverskt. Sem dæmi að það fyrirtæki sem keypti Víkurprón er þekkt fyrir að láta framleiða sýnar vörur í Kína, því kemur upp í hugann hvað er íslenskt og hvað er kínverskt?

Ef við höfum ekki upprunnavottorð með pr. flík sem sannarlega er framleidd hér á landi þá getum við lent í því að önnur lönd krefjast sönnunar á að hún er framleidd hér á landi en ekki í Kína. Það skapar traust og öryggi í viðskiptum að við íslendingar tryggjum það að kaupendur þann rétt. Er þetta ekki sama og listaverkafals?


mbl.is Eiga að vera prjónaðar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er sammála og í það minnsta á að koma fram að hönnunin sé frá Íslandi og framleiðslan þá þaðan sem hún kemur....

Annars eru Íslenskar lopapeysur vinsælar og það á ekkert að vera að því að það sé eftirspurn eftir þeim og bið.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.7.2012 kl. 08:19

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er rétt hjá þér Ingibjörg að það er ekki vandamál að það sé eftirspurn eftir Íslenskum lopapeysum það er kostur.

Ómar Gíslason, 5.7.2012 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband