18.5.2012 | 17:15
evran = gjaldeyrishöft
Þau lönd sem eru með evruna að mynt hafa eitt sameiginlegt að vera stærsta gjaldeyrishaftasvæði í dag. Vegna þess að löndin hrynja innan frá og um leyð verður myntin lítis virði. Til þess að löndin geti verið með evruna verða þau að frysta allar launahækkanir og nánast allt verðlag hjá sér, til þess eins að geta staðist samkeppni frá Þýskalandi sem jú hefur varla hækkað laun í 15 ár. Hjá mörgum löndum með þessa þrotamynt er svo mikil ójöfnuður landa í milli að myntin sjálf er orðin til vandræða.
Dugar ekki fyrir vöxtunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Það er farið að gæta þreytu hjá þýskum almenningi. Þeir eru farnir að óska eftir launahækkunum. Hvað gerist í efnahag Þýskalandi ef launaskrið kemst af stað. Þá geta þeir mögulega ekki mergsogið aðrar Evrópuþjóðir, eins og þeir hafa gert frá stofnun ESB.
Eggert Guðmundsson, 18.5.2012 kl. 18:59
Takk fyrir Eggert
Það er eins og þeir sem dásama evruna sjá ekki dökku hliðarnar á henni. Það er eins og þú bendir á hvað skeður ef launaskrið fer á stað í Þýskalandi? Þýskur almenningur þarf jú að borga fyrir að hafa evruna með nánast engum launahækkunum í 15 ár á sama tíma er líka verðbólga, það eitt er kaupmátta rýrnun.
Ómar Gíslason, 18.5.2012 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.