11.5.2012 | 10:45
Evrópuvikan = ESB afturför og hnignun
Frá því esb varð til hefur það verið samfelld afturför og hnignun í Evrópu og sérstaklega þeim sem hafa evruna sem mynt ef mynt skildi kalla. Aldrei í sögu evrópu hefur verið jafn mikil afturför á lýðræði en eins og núna er í löndum esb. Þetta miðstýrða batterí í Brussel er í raun hægt að kalla þetta Rússneska gúllakið í hugsun.
Sem dæmi um er Schengen þar sem landið er opnað fyrir öllu án þess að geta ráðið nokkru þar um. Bretland er ekki aðili að Schengen og við eigum að ganga út úr Schengen.
Annað dæmi: esb er með hugmyndir um að ríkið ábyrgðist innstæður upp á 100.000 á hvern íbúa fyrir okkur íslendinga myndi það þýða að hámarks ábyrgða íslenskra skattgreiðenda í heild væri 5.400 milljarðar. Íslenskir skattgreiðendur gætu aldrei borið upp slíka ábyrgð.
Við eigum ekki að láta þetta Rússneska gúllak mergsjúa okkur.
Íslendingar oftar á bak við innflutning glæpamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þetta miðstýrða batterí í Brussel er í raun hægt að kalla þetta Rússneska gúllakið í hugsun" segir þú. Góð samlíking en mér finnst þetta vera nútímaleg birtingarmynd þriðja ríkis Hitlers í framkvæmd án mikilla blóðsúthellinga. Hvernig var brandarinn aftur um Evrópusambandið, "Sameinum Evrópu, lærið þýsku!"
corvus corax, 11.5.2012 kl. 14:40
Talandi um Evrópuvikuna, í tilefni hennar var borgarafundur í Iðnó með Timo Summa sendiherra ESB á Íslandi fyrr í vikunni. Ég ákvað af rælni að mæta og sjá hvað þar færi fram. Mér þótti mikið til þess koma að fyrir þennan fund sem fór fram á ensku var búið að koma fyrir túlki í sérsmíðuðu hljóðeinangruðu búri sem virðist hafa verið reist þarna á staðnum, og gestum var boðið upp á móttökubúnað með heyrnartólum til að hlusta á dýrðina á hinu ástkæra ylhýra. Ljósabúnaður, hljóðkerfi, myndupptökuvélar og önnur tæknimál semsagt með því besta sem gerist, og þetta fullmannað með eina manneskju við fundarstjórn, aðra hlaupandi um með þráðslausa hljóðnemann milli manna úti í sal, upptökufólk, túlkurinn og svo var sérstakur móttökustjóri / dyravörður til að afhenda heyrnatækin og bæklinga og svoleiðis.
Sjaldan hef ég séð jafn miklu tjaldað til fyrir fimmtán manna fund (að starfsmönnum meðtöldum!). Svei mér þá ef heddsettin voru ekki að minnsta kosti tvö á mann og eitthvað hafa herlegheitin kostað. Leiga á Iðnó er ekki lág, segjum 300.000. Leiga á svona miklu magni af tæknibúnaði og leikmyndasmíði er ekki minna en það. Og svo skulum við skjóta á 15.000 kall á mann fyrir sérhæft starfsfólk á fundinum sjálfum og jakkafötin þeirra. Þá er þetta farið að ná yfir 750.000 kall sem þýðir að fundurinn hefur líklega kostað Evrópustofu sem hélt hann, langt yfir 50.000 krónur á hvern fundarmann. (Já svona er maður nú mikilvægur... að því er virðist.)
Svo talaði Timo Summa um að honum þætti þetta afar góð mæting, og betri en gengur og gerist á borgarafundum í enn stærri plássum á meginlandinu, miðað við höfðatölu auðvitað (fyndið hversu fljótt sendiherrann er búinn að temja sér það landlæga viðmið). Ég leyfi mér þó að véfengja skynsemi þess fyrir Evrópusambandið að standa fyrir svona viðburði, því það hefði verið ódýrara fyrir það að borga sendiherranum einfaldlega sitt venjulega tímakaup fyrir að ganga í hús og banka upp á hjá íbúum í Reykjavík þangað til hann hefði fundið 5-10 áhugasamar fjölskyldur og/eða einstaklinga sem fallast á að bjóða honum í kaffi og heyra hvað hann hefur að segja. Þó að flestir Íslendingar séu andvígir aðild að ESB þá er alveg til fólk sem myndi taka því fagnandi og álíta mikla upphefð í því að fá sjálfan sendiherrann í einkaheimsókn. Eins og áður sagði hefði það verið miklu ódýrara, en það er ekkert sem vanalega flækist fyrir framferði skrifræðisapparatsins frá Brüssel, sem er akkúrat vandamál þess í hnotskurn.
Af vorkunnsemi ákvað ég að spara allar "uppákomur" á fundinum eins og til dæmis að biðja um orðið og véfengja lögmæti fundarins á grundvelli Vínarsáttmálans eins og hann er innleiddur í íslensk lög. Mér fannst fundurinn sem slíkur og fyrirspurnir annara úr salnum (sem var blindandi augljóst að hafði sumum verið plantað í salinn til að spyrja fyrirfram ákveðinna spurninga) alveg nógu pínlegur þó ég færi ekki að núa þeim upp úr því að hann væri líka ólöglegur. Ég sat því á strák mínum og ákvað í staðinn að forvitnast um það mál sem er algjörlega langsamlega efst á baugi varðandi Evrópusambandið akkúrat núna og mun hafa róttæk áhrif á grundvallargerð þess: það er að segja fjármálakrísuna sem geisar og nánar tiltekið hvernig hinir nýju sáttmálar um fjármálastöðugleika muni falla inn í samningaviðræðuferlið við Ísland.
Í afar löngu og loðnu máli svaraði Timo því sem má í kjarnanum súmmera í einni setningu sem hann sagði: "I can't give you any concrete answers."
Sem var reyndar nokkuð heiðarlegra svar en ég bjóst við að fá við þessari spurningu, því afneitun er jafnan mjög dæmigert einkenni þrotahegðunar.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2012 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.