Takk fyrir esb

Vill þakka esb fyrir að hækka veggjaldið, núna er tilskipun ekki meiri afslátt en 13% á Íslandi. Er ekki kominn tími til að endurskoða hvað við viljum ef tilskipunarveldið á að stjórna öllu hér.
mbl.is Breytt gjöld í göngin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

ESP er frábært. Síðan þarf endilega að innleiða "Harmonization of taxation" og að ESB fái 80% af öllum sköttum aðildarlanda. Þá fyrst verður gaman að vera til.....í Brussel :-)

Guðmundur Pétursson, 5.5.2012 kl. 06:57

2 Smámynd: Sandy

Hvers vegna í fjáranum þurfum við að fara eftir þessu, þar sem við erum ekki gengin í esb?

Sandy, 5.5.2012 kl. 07:02

3 identicon

Mekilegt að Eyrsundsbrúin gefur mikið meira en 13% afslátt og það þykir í lagi.

http://dk.oresundsbron.com/page/2554

Ulfar (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 07:14

4 identicon

Sandy.

Við erum í innlimunarferli. við tökum upp tilskipanir og innleiðun allt , þangað til of seint er að hætta við.

Þetta er það sem "að kíkja hvað er í boði" þýðir hjá Samfylkingu og VG.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 08:11

5 identicon

Já Sandy. Hægt og sígandi verið að gefa okkur deyfingarsprautu, svo þegar að kemur að þessu þá hugsar fólk með sér: Hví ekki, við erum hvort eð er búin að tapa sjálfstæði okkar og förum í einu og öllu eftir því sem Esb segir okkur. Smátt og smátt er verið að venja okkur við að vera sem viljalaus verkfæri í höndum þeirra. Eins gott að þeir sem börðust fyrir sjálfstæði okkar, börðust fyrir okkur þá komandi kynslóð, eins gott að það fólk er dáið, við gætum ekki horft í augu þeirra skömmustulaust.

assa (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 08:41

6 identicon

Tilskipunin kemur í gegnum EES samninginn og hefur því ekkert með ESB að gera. Sömur reglur gilda t.d. einnig í Noregi.

Þessi lækkun afsláttar kemur til með að lækka verðið til hana okkur öllum.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 09:07

7 identicon

Hvurskonar bull er þetta eiginlega. Það er sagt að þetta sé tilkomið vegna jafnræðis neytenda? Hvaða neytenda? Við höfum bara mér vitanlega ein göng á Íslandi sem greiða þarf fyrir að fara um svo ekki er það vandamálið að verið sé að mismuna eftir landshlutum. Það er einfaldlega ekki um það að ræða að hér sé meiri afsláttur í ein göng en önnur. Þetta er enn eitt bullið sem kemur frá ESB og enn eitt bullið sem sýnir manni að reglur þess og EES eiga hreinlega ekki við hér á landi. Burt með þessa afskiptasemi þeirra og hendum EES og Shengen í leiðinni. Þetta er allt til trafala og okkur hér síður en svo til góðs.

assa (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 09:14

8 identicon

Jón Sigurðsson. Þú hlýtur að vera enn nokkuð ungur að árum ef þú heldur að þetta lækki verðið fyrir sem nú greiða hæsta gjald. Við hin, eldri og reyndari íbúar Íslands vitum að svo verður ekki, þetta verður einungis til þess að þeir sem nú njóta meiri afsláttar en 13% þurfa að greiða meir en áður. Það er sjálfsagt rétt hjá þér að það sé EES sem kemur þessu í gegn, en það sýnir þá enn frekar að við þurfum ekki á því félagi að halda hér. Jafnvel þó það komi sér vel fyrir Noreg og norska gangnanotendur að stýrt sé að ein göng megi ekki gefa meiri afslátt en önnur þá getur þetta ekki komið heim og saman hér þar sem við höfum bara ein göng sem notendur greiða fyrir aðgengi að. Skv. þessu ætti að byrja rukka fyrir aðgengi að öðrum göngum, það hlýtur að vera mismunun og ójafnræði að geta ekið gjaldfrítt í ein göng en ekki önnur.

assa (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 09:23

9 identicon

Jón Sigurðsson.

Lestu!

Tilskipun Evrópusambandsins um jafnræði neytenda mun leiða til þess að ekki verður leyfilegt að veita meiri afslátt en 13% á veggjaldi á Íslandi.

Evrópusambandsins ! you know, ESB !

afb (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 09:29

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tilskipunin kemur í gegnum EES samninginn og hefur því ekkert með ESB umsóknina að gera.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2012 kl. 15:49

11 identicon

Bendi þér á það Baugssleggja að það kemur ekki tilskipun í gegnum samning nema allir samningsaðilar séu sammála.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 15:57

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt er það.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2012 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband