20.10.2011 | 09:32
Nú er esb að fara í ræsið!
Með hugmynd Framkvæmdastjórn esb að íhuga að banna lánshæfismatsfyrirtækju að birta mat sitt á skuldsettum ríkum esb. Það er greinilegt að esb stefnir hratt í að fara í hinar dökku miðaldir" sem samanstóð af mikilli hnignun. Það sýnir en og aftur að þetta lið sem stjórnar esb er að hrynja innan frá. Það hrynur vegna þess að kjarninn er stór skemmdur, var eitthvað af þessu klikkaða liði kostið? Við Íslendingar erum að sækja um í þennan skemmda klúbb sem þolir ekki að heyra sannleikan þannig að hægt er að byggja upp rétt.
Svona hugsun mun auka vanda esb og evruna enn meira og valda algjörum trúnaðarbresti, þannig að erfitt getur fyrir þau lönd sem hafa evruna að fá lán. Því lánin endurspeglar lánshæfismatið. Þegar farið er að íhuga svona þá kemur upp spurning á þetta að vera heimsbann? Getur þá t.d. Bloomberg ekki birt þetta mat í Bandaríkjunum?
Vilja banna birtingu lánshæfiseinkunna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Já þessir háu og óskeikulu herrar ætla að gefa út tilskipun um það að láta banna sannleikann og láta skjóta sendiboðann.
Úrræðaleysið og heigulshátturinn er alger !
Gunnlaugur I., 20.10.2011 kl. 11:12
Sæll Gunnlaugur
Alveg sammála þér. Því lánshæfismat er notað til að geta fengið lán, því verra sem það er þeim mun meiri álag fær viðkomandi sem er í raun áhætta. Ef á að banna það þá kemur upp spurning hver er þá tilbúinn til að lána út í óvissuna. Það er alveg rétt hjá þér Gunnlaugur að þetta er úrræðaleysi og heigulsháttur.
Ómar Gíslason, 20.10.2011 kl. 19:58
Góðan dag. Á ekki bara að banna birtingu lánshæfismata? Ég held að lánshæfismöt verði áfram gefin út, en höfð í lokuðu kerfi fyrir lánadrottna,annað er óhjákvæmilegt því þeir sem eiga peninga og vilja lána þurfa að vita hversu mikla áhættu þeir taka. Þetta minnir á okkar kerfi, heitir það ekki Lánstraust eða eitthvað svoleiðis? Það eina sem ég tel að verið sé að reyna, er að koma í veg fyrir að almenningur í ESB löndum fái neytt um raunverulega stöðu að vita því það setur óþægilega pressu á stjórnmálamenn. Almenningur gæti gert alvöru úr að neita að borga þessa sóða eyðslu sem viðgengst í hinum vestræna heimi.(Ekki að furða þótt íslenskir stjórnmálamenn vilji fara þarna inn).
Sandy, 22.10.2011 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.