Er esb vinir dópsala?

Það er greinilega að esb er í dag bestu vinir dópsala! Geta ráfað um á þriðja tugi landa án þess að stoppa þá hlítur að vera góðir vinir. Ég sé bara ekkert athugavert við það að tollgæslan stoppi bíla og fólk við landamæri að landi eins og Danmörk og kanni hvort þar er dóp með í för.

Sem dæmi er Bretland ekki aðili að Schengen og við Íslendingar ættum að segja okkur úr Schengen! Landfræðilega höfum við ekkert við það að gera. Ég vil bara óska Dönum til hamingju með að reyna að sporna við þessu og vilja standa á eigin fótum.


mbl.is Augljóst brot á Schengen-sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það er ekkert mark takandi á þessum prófessorum. Þetta er sams konar fólk og hélt fram, að takmörkunin eftir 2001 á innflutningi múslíma bryti í bága með alþjóðlega samninga, en þegar þessir álitsgjafar hafa verið beðnir um að nefna um hvaða samninga væri að ræða hafa þeir farið undan í flæmingi.

Sama í þessu máli. Danska ríkisstjórnin heldur því fram, að landamæravarzla undir sérstökum kringumstæðum (glæpastarfsemi) sé innan ramma Schengens. Og ég treysti áliti danskra ráðherra um þetta mál betur heldur en einhverri fimmtu herdeild í Aarhus.

Sex (6) önnur Schengen-ríki eru með landamæravörslu við innri landamæri (Ísland ekki meðtalið). En embættismenn ESB, sem eru að æsa sig yfir Danmörku, loka augunum fyrir því.

Vendetta, 13.7.2011 kl. 12:23

2 Smámynd: Vendetta

Leiðrétting: Það átti að standa "... eru með landamæravörzlu ..."  

Vendetta, 13.7.2011 kl. 12:26

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrr má nú vera ef Schengen bindur hendur lögreglu til að viðhafa vegeftirlit innan sinna eigin löggæsluumdæma.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2011 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband