30.6.2011 | 11:06
esb og ASNAEYRUN
Það getur ekki verið annað en umheimurinn hlýtur að halda að við íslendingar eða allavega þeir sem stjórna á þessu landi hafi asnaeyri. Að ganga inní einhvern klikkaðan einkaklúbb sem er að hrynja í þrjár áttir og evrumyntin er að heyra sögunni til - væri örugglega frábær í spilavítum í framtíðinni! Svo ganga þeir um sperrureistir og stoltir á meðan bakland esb-bræðsluofnsins er að hrynja. Þetta er örugglega einhver klikkaðsta innlimun- og samningaferli sem við höfum farið í og við eigum að stoppa ferlið áður en lengra er haldið.
Þetta ástand fer að líkjast meira og meira síðustu mánuðum Hitlers -þar sem bollaleggingar um meiri og meiri landsvæði á einum stað á meðan Hitlersherinn var að hrynja og gefa eftir á öðrum stað.
Meirihluti vill draga ESB-umsóknina til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ánægður með Hitler tilvísunina, hún verður til þess að fleiri eiga eftir að taka mark á þér, pottþétt.
Gunnar (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 12:36
Þú þarna Gunnar á IP tölu. Þessi kaldhæðni þín bítur þig líklega sjálfan í rassinn. Við skulum hafa það í huga að Adolf Hitler var bara venjulegur strákpatti á upphafsárum sínum eins og þú og ég. Stórveldisdraumar hans uxu með honum og urðu að martröð milljónatuga fólks og hann var ekki einn að verki, því máttu trúa. Hann hafði með sér mestan hluta þýzku þjóðarinnar.
Við erum í dag teygð inn í eitthvert svartmyrkur heimsvaldaklíku sem boðar frið milli allra ríkja Evrópu en til að svo megi verða þurfi allir að lúta einu og sama valdinu!
Hvað vantar okkur þarna inni? Að fá að vita hvað er í boði segja ESB sinnar.
Er það þá orðin pólitísk stefna íslensku þjóðarinnar að banka á dyr hjá öðrum þjóðum og láta líklega, bara til að fá að vita hvað er í matinn?
Vantar okkur eitthvað, eigum við ekki neitt til að borða? Vantar okkur orku, fisk, kjöt og mjólk?
Af hverju getum við ekki gert viskiptasamninga við þjóðir ESB?
Getur verið að það sé verið að þvínga okkur til inngöngu með því að segja að við fáum ekki að setjast að borðinu nema..........?
Hvenær varð það venja íslenskra manna að krjúpa við fótskör kúgara?
Árni Gunnarsson, 30.6.2011 kl. 13:17
Ég er hræddur um að Island eigi ekki erindi í ESB og fái ekki inngand hvort sem er.
maltblossom (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 17:59
Gunnar góður.
það er ótrúlegt hvernig málflutningur er hjá sumum...
ef aðal málflutningurinn er að "einvhertímann" mun "eitthvað" gerast við esb eða evruna. .... en það er búið að vera að spá evrunni falli í tvö ár... og hún hefur ekki haggast.. hún hefur styrkst ef eitthvað sé.. annað en krónan.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.6.2011 kl. 22:20
Evran hefur styrkst. Aðildarríkin ekki.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2011 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.