Alltaf eru neytendur RASSSKELLTIR

Það má með sanni segja að við neytendur erum reglulega rassskelltir bæði af þeim sem selja og eða framleiða vörur og þjónustu. Síðustu þrjú ár hef ég haldið bókhald yfir minn kostnað sem dæmi að árið 2010 keypti ég 22% færri bensínlítra en 2009 og núna á þessu ári er ég búinn að ná öðrum 18% færri bensínlítrum.

Fyrir ári síðan hætti ég að kaupa venjulegan ost vegna kostnaðar á pr. kíló og keypti í staðin smurost sem munaði kringum 500 kr. kílóið. Sá sem ég hef keypt er:

a) Smurostur,  framleiðandi: MS Akureyri,  Pakkning: 300 gr., síðasta verð í Bónust var kr. 312

b) Smurostur ný pakkning! framleiðandi MS Akureyri, Pakkning: 250 gr., síðasta verð í Bónus var kr. 314

Er þetta ekki alveg merkilegt! Er þetta ráðið við að halda verðlagi stöðugu er að minnka bara innihaldið í pakkningunni sem þýðir að verð hækkar:

a) kílóverð kr. 1040

b) Kílóverð kr. 1256

Hækkun uppá 20,76% bara með því að breyta umbúðum. Ég vil bara þakka MS á Akureyri og Bónus fyrir þessa góðu rassskellingu til neytenda!


mbl.is Rassskelling eða skynsemi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta kallast á tæknimáli dulin kaupmáttarrýrnun, en er í rauninni bara verðbólga.

Klassískt dæmi er After Eight. Einu sinni fylltu bitarnir út í litlu umslögin sem þeim er pakkað í, en ekki lengur. Næst munu þeir minnka pakkann til að spara umbúðir.

Annað klassískt dæmi er amfetamín sem er í lausasölu nær undantekningalaust verulega útþynnt með mjólkursykri, sem fyrir vikið er eftirsóttur á svartamarkaðnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband