21.4.2011 | 22:33
Brasilísk stjórn best fyrir Reykjavík!
Einhver klikkaðast stjórn sem íbúar Reykjavíkur hafa fengið er núna við völd þar eða samkrulla af Besta flokknum og Samfylkingunni. Sumir fuglar sega að þessi besti flokkur er afkvæmi frá þessum furðulega flokki sem heitir Samfylking. Og besta er að það er samskonar stjórnarstefna og í landsmálunum. Nokkrir gárungar segja að stefnan sé: heyri ekki, sér ekki , veit ekki"!
Ég er nú farinn að hallast á það að besta stjórn sem íbúar Reykjavíkur geta fengið er Brasilía. Eða með öðrum orðum svipuð stjórn og er í Brasilíu sem eru tveir flokkar annar á vinstri væng og hinn á hægri væng.
Það sem kemur skemmtilega á óvart að bæði Sóley hjá Vinstri Grænum í Reykjavík og Hanna Birna hjá Sjálfstæðisflokknum tala sama tungumálið. Þær eiga meira sameiningalegt en það sem sundra þeim. Til dæmis vilja báðar samstarf allra, báðar vilja aðkomu íbúa að málum og báðar tala um að við verðum öll að taka höndum saman og leysa málið og það besta er að báðar hafa talað um að gjöld á borgarbúa eru orðin of mikil og hægt að leysa málið á annan hátt.
Hvernig væri að fá þessar konur til að leiða Reykjavík út úr þessu öngstræti sem lélegir pólitíkusar hafa leitt okkur í og kjósa hitann frá Brasilíu?
Borgarstjóri biðjist afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.