7.9.2010 | 10:24
Eru há útgjöld til skólamála = gæði?
Í ritinu Education at a Glance 2010, kemur fram að verg útgjöld okkar til menntastofnana námu 7,8% af landsframleiðslu reyndar árið 2007 en vegið meðaltal í öðrum OECD ríkjum var 6,2%.
Maður kann að spyrja þýðir þetta að það er miklu meiri gæði í kennslunni eða kennslan er á miklu hærri stigi hér en annars staðar? Ég vil segja NEI þótt að margir kennarar gera eins og þeir best geta til að kenna nemendum í t.d. grunnskólum þá eru lögin um grunnskóla afskaplega frábrotin. Þau eru reyndar svo almenn og opin en vantar alla sýn til hvers þau eru. Sem dæmi um þetta er ég með 2. gr. laga um grunnskóla (http://www.althingi.is/lagas/138a/2008091.html):
2. gr. Markmið.
Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.
Grunnskóli skal stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi nemenda.
Það er t.d. ekki talað um það að börnin eiga að læra að lesa, skrifa og reikna sem dæmi hafa bresku lögin þau markmið að fyrir 9 ára aldur eiga þau að geta lesið. Það kalla ég víðsýni og stefna að ákveðnu marki. En íslensku eru svo víðsýn að það liggur við að þau detta um sjálf sig.
Útjöld Íslands til skólamála hæst innan OECD | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitt sem má íhuga, en við erum að leitast við að viðhalda sama þjónustukerfi og Svíþj. með miklu frumstæðari útflutning þ.e. hrávöru í stað fullunninnar vöru, matvæli í stað dýrra véla eða tækja - með öðrum orðum lágvirðisauka útflutningi.
Er það ekki ef til vill ástæða fyrir hærra hlutfalli?
Okkar vandi er sá, að með lágvirðisaukaútflutningi þá getum við ekki viðhaldið sambærilegu þjónustustigi og lönd sem flytja út mun meiri verðmæti per tonn, nema að e-h láti undan.
Hér hafa á móti laun verið ívið í lægri kantinum fyrir sambærileg störf. En, mig grunar að minni tekjur per tonn geti verið ástæða fyrir því að kostnaður sem hlutfall af tekjum er hærri.
Þ.e. einnig smá villandi í tenglsum við okkar útflutnings tekjur, að innflutningur á súráli þarf að draga frá, til að sjá okkar raun hagnað af þeim, ásamt því þá að draga einnig frá hagnað eigenda sem sendur er úr landi. En þann, þarf einnig að draga frá. Í heildina, lækkar þetta umtalsvert virðisauka per tonn af þeim útflutningi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.9.2010 kl. 10:47
Það er rétt hjá þér að mikið af okkar útflutningi er í raun sala á hrávöru en ekki fullunnum vörur og það er hægt að auka útflutningverðmæti mjög mikið með því að selja fullunnar vörur.
Ómar Gíslason, 7.9.2010 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.