29.8.2010 | 12:48
Ólögleg hækkun!
Þessi 40% hækkun á dreifinu rafmagns á yfirráðasvæði Orkuveitu Reykjavíkur er með öllu ólögleg og stenst ekki.
- Hækkunin er gerða til að útiloka eðlilega samkeppni á rafmagni.
- Orkuveita Reykjavíkur fer með algjöra einokun á dreifinu rafmagns á sínu svæði.
- og 80% af þessum rafmagnsköplum eru hrein eign og þegar þetta var skipt í sundur á sínum tíma, þá átti að lækka rafmagnið vegna þess að þessi flutningur var inn í því verði, en var ekki gert.
Auk þess við skoðun á ársreikningum OR þá kemur í ljós að það er ekki þörf á allri þessari hækkun t.d. er 7,1 milljarður hagnaður á fyrstu þremur mánuðinum.
Í fyrra var greitt af lánum um á rúmlega 15,3 milljarða en á þessu ári er greiðslan kringum 12,1 milljarða. Skuldir í erlendri mynnt í fyrra voru í kringum 214 milljarða en eru núna í kringum 213 milljarða (vegna styrkingar krónunnar) en bara skuldir vegna Hellisheiðavirkjun er í kringum 40 milljarða. Hún hlýtur að fara að byrja á að taka inn tekjur. Á Eignareikningi eru t.d. skráðar Innbyggðar afleiður í raforkusölu upp á rúmlega kr. 23,6 milljarða.
Vitur maður sagði forðum "Til að sýna öðrum fordæmi, byrjaði á sjálfum þér" hvernig væri að þessi stjórnarformaður sem hækkaði laun um rúmlega 800 þúsund á mánuði lækki þau bara aftur í það sem þau voru áður en hann tók við.
28,5% hækkun á gjaldskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.