Nýtt markmið

Ég er búinn að komast af því að ég þarf nýtt og öflugt markmið í lífinu. Það fyrsta sem ég tók eftir í mínu lífi er, hvað dagurinn slitnar mikið í sundur með því að fara á fætur á morgnanna. Ég auglýsi hér með eftir vinnu þar sem ég slít ekki daginn svona mikið í sundur, besta starfið væri að hugsa í rúminu. Og það væri sko stórkostleg hugsun í lagi...

Þegar ég var búinn að velta fyrir mér hvað það væri stórmannlega gott fyrir þjóðfélagið að ég yrði bara upp í rúmi sá ég ekki nema frétt um hinn trénaða Evrópurisa. Nú er þrýst á að setja á okkur viðskiptaþvinganir vegna veiða okkar á Makríl. Það er alveg merkilegt hversu margir, bæði þessir trénuðu Evrópurisi og Hafró, skulu ekki fattað það að fiskurinn syndir ekki eftir þjóðfánum né verður alltaf á sama stað. Fiskurinn fer nefnilega þangað sem hans kjöraðstæður eru og hann lifir best í þetta er bara einföld staðreynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband