ER GÆSLUVARÐHALDIÐ AUGLÝSINGASKRUM?

Þessi fræga gæsluvarðhald yfir tveimur kaupþingsmönnum er hún auglýsingaskrum?

Ef við lesum hvað sérstakur saksóknari segir: "Enn sé óvíst um hvort formleg ákæra verður gefin út á hendur Hreiðari og Magnúsi".

Síðan kemur "Hreiðar Már var boðaður til skýrslutöku í gærmorgun og mætti hann í húsakynni saksóknarans sjálfviljugur. Skýrslutöku lauk um hádegi og var Hreiðari Má þá tilkynnt að hann væri handtekinn. Hann var síðan í skýrslutöku í gærkvöldi og aftur í morgun hjá embætti sérstaks saksóknara".

Mér finnst vera mikill flumbrugangur á þessu og eins og þeir hafa ekkert í höndunum nema þreifingar á einhverju. Síðan kemur tilkynning til Sigurðar að flýta heimkomu vegna skýrslutöku það er alveg óljóst að hann fer líka í gæsluvarðhald.

Það er nú bara hægt að óska eftir að Breska lögreglan sendir hann heim en þá aðeins ef þeir hafa öruggt mál.  En best er að taka alla samtímis en ekki í bútum og gera það heiðarlega vera með formlega handtöku með ósk um gæsluvarðhald en ekki boða menn í skýrslutöku og handtaka þar.

Ef þeir verða ekki kærðir hvað mun tvímenningarnir kæra ríkið fyrir háa upphæð?

 


mbl.is Kaupþingsmenn í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Heldurðu þetta virkilega?

Einar Örn Einarsson, 7.5.2010 kl. 21:19

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég vona ekki, en það er best að handtaka þá (alla) til að hinir sem eiga eftir að fara í skýrslutöku (sem síðan leiðir til handtöku) geti ekki hagrætt málum sínum.

En miðað við orðalagið þá finnst mér það frekar furðulegt hvers vegna að ganga ekki hreint til verks og handtaka þá sem eru grunaðir?

Ómar Gíslason, 7.5.2010 kl. 21:31

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eitt er sem ég vil tjá mig um í sambandi við þessar handtökur, það er ekki farið að handtaka NEINA VIRKILEGA stóra einstaklinga, jú Hreiðar myndi sennilega teljast vera nokkuð ofarlega í GLÆPAPÝRAMÍDANUM en hann er nokkuð langt frá TOPPNUM. Getur verið að það eigi að taka svona einn og einn, sem "við" álítum stóran, en láta svo gott heita??

Jóhann Elíasson, 7.5.2010 kl. 22:19

4 identicon

Jóhann,

  Hver er hærri en Hreiðar í pýramídanum. Ég myndi frekar segja að núna þyrfti að fara lægra í pýramídan, nema þú sért að vísa í stjórnmálamenn, og fólk úr stjórnkerfinu?!

  Kannski ertu að meina eigendurna. Þeir komu náttúrulega mismikið að stjórnuninni í bönkunum og öðru varðandi viðskiptalífið. 

Bárður (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 23:19

5 Smámynd: Ómar Gíslason

Stjórn fyrirtækis er æðsta vald hvers fyrirtækis í raun á stjórn að vita allt hvað skeður innan fyrirtækisins.

Ómar Gíslason, 7.5.2010 kl. 23:52

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Bárður, virkjaðu bara hugmyndaflugið, heldur þú virkilega að forstjóri einhvers fyrirtækis sé æðsti maðurinn í valdapýramídanum og hvert sækir fyrirtækið og stjórn þess áhrif sín????

Jóhann Elíasson, 8.5.2010 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband